Framtíð sjúkraliða, viðbótarnám og nýliðun til að efla heilbrigðisþjónustuna Sandra B. Franks skrifar 10. október 2024 15:02 Aldursdreifing sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga sem ekki eru á lífeyrisaldri (yngri en 67 ára) sýnir ákveðinn mun á meðalaldri þessara stétta. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis eru sjúkraliðar að meðaltali eldri en hjúkrunarfræðingar, þar sem meðalaldur sjúkraliða er 48,9 ár en meðalaldur hjúkrunarfræðinga er 45,2 ár. Miðgildi aldurs (þar sem helmingur hópsins er yngri og helmingur eldri) er 50,5 ár hjá sjúkraliðum en 45 ár hjá hjúkrunarfræðingum. Myndin sýnir aldursdreifingu sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga 67 ára og yngri Þessi aldursdreifing gefur vísbendingar um áskoranir sem sjúkraliðastéttin stendur frammi fyrir, hvað varðar nýliðun. Þar sem meðalaldur sjúkraliða er tiltölulega hár, þarf að leggja aukna áherslu á að bæta nýliðun innan stéttarinnar til að tryggja að heilbrigðiskerfið fái stöðuga innspýtingu af ungu og vel menntuðu starfsfólki. Áhrif þess að sjúkraliðar fara í hjúkrunarfræði Athygli vekur að 531 einstaklingur yngri en 67 ára hefur lokið bæði sjúkraliða- og hjúkrunarfræðinámi. Þessi þróun, þar sem sjúkraliðar fara úr stéttinni og bæta við sig hjúkrunarfræðinámi, er mjög óhagkvæm fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Með því að missa reynda sjúkraliða yfir í hjúkrunarfræðistörf er hætta á að mikilvæg þekking og reynsla tapist í stétt sjúkraliða, sem annars veitir grunnþjónustu í hjúkrun og umönnun. Sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar gegna ólíkum hlutverkum innan heilbrigðisstofnana. Hjúkrunarfræðingar eru oft ábyrgar fyrir flóknari læknisfræðilegum ákvörðunum og eftirliti, á meðan sjúkraliðar sinna mikilvægum grundvallarverkefnum á sviði hjúkrunar og umönnunar. Ef of margir sjúkraliðar hverfa yfir í hjúkrunarfræðistörf getur það valdið ójafnvægi í verkaskiptingu innan stofnana, þar sem skortur verður á starfsfólki sem sinnir grunnþjónustu. Með því að missa sjúkraliða úr stéttinni, er hætt við að samhæfing á milli þessara tveggja stétta veikist. Á meðan hjúkrunarfræðingar sinna sérhæfðari hlutverkum er mikilvægt að hafa sterka sjúkraliða til að styðja við almenna hjúkrun. Þessi samvinna er mikilvæg fyrir gæði þjónustunnar, en fækkun á sjúkraliðum getur veikt þetta samstarf og leitt til enn meiri pressu á hjúkrunarfræðinga. Framþróun starfa og teymisstjórastöður fyrir sjúkraliða Forysta Sjúkraliðafélags Íslands beitti sér fyrir því að koma á fót fagháskólanámi fyrir starfandi sjúkraliða, sem nú er kennt á tveimur kjörsviðum við Háskólann á Akureyri, þ.e. samfélagsgeðhjúkrun og öldrunar- og heimahjúkrun. Þetta nám er hannað til að veita sjúkraliðum þá sérhæfingu og auknu hæfni sem þarf til að sinna fjölbreyttari og ábyrgðarmeiri störfum innan stéttarinnar. Mikilvægt er að námið endurspegli áherslur stjórnvalda og breytt hlutverk sjúkraliða, sem felur meðal annars í sér að þeir geti gefið ákveðin lyf samkvæmt verklagsreglum heilbrigðisstofnana, þar á meðal lyf sem eru gefin undir húð og í vöðva, auk þess að sinna blóðtöku, uppsetningu þvagleggja og æðaleggja og fleira. Í stað þess að missa reynda sjúkraliða yfir í aðra stétt, ætti kerfið að leggja áherslu á að skapa fleiri tækifæri fyrir sjúkraliða til framþróunar innan stéttarinnar. Sérsniðið viðbótarnám fyrir sjúkraliða, sem veitir þeim tækifæri til að taka á sig fleiri ábyrgðarmikil verkefni, er lykilatriði í að halda sjúkraliðum innan stéttarinnar og auka nýliðun. Sérstaklega má horfa til þess að sjúkraliðar, sem hafa lokið viðbótarnámi, taki að sér teymisstjórastöður t.d. á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun. Þannig geta sjúkraliðar, sem hafa aflað sér víðtækri reynslu og aukið við menntun sína, nýtt hæfileika sína og bætt gæði þjónustunnar sem veitt er. Slíkar leiðir til starfsframa munu stuðla að því að sjúkraliðar finni til sín í þeim störfum sem þeir sinna í samræmi við viðbótarmenntun sína og hverfa síður úr sjúkraliðastéttinni yfir í hjúkrunarfræðina. Íslenska heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum á komandi árum, ekki síst vegna öldrunar þjóðarinnar og aukinnar eftirspurnar eftir hjúkrunar- og umönnunarþjónustu. Með því að styrkja stöðu sjúkraliða og skapa fleiri tækifæri fyrir þá til framþróunar í starfi er hægt að tryggja að kerfið sé betur undirbúið til að mæta þessum áskorunum. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Háskólar Skóla- og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Aldursdreifing sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga sem ekki eru á lífeyrisaldri (yngri en 67 ára) sýnir ákveðinn mun á meðalaldri þessara stétta. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis eru sjúkraliðar að meðaltali eldri en hjúkrunarfræðingar, þar sem meðalaldur sjúkraliða er 48,9 ár en meðalaldur hjúkrunarfræðinga er 45,2 ár. Miðgildi aldurs (þar sem helmingur hópsins er yngri og helmingur eldri) er 50,5 ár hjá sjúkraliðum en 45 ár hjá hjúkrunarfræðingum. Myndin sýnir aldursdreifingu sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga 67 ára og yngri Þessi aldursdreifing gefur vísbendingar um áskoranir sem sjúkraliðastéttin stendur frammi fyrir, hvað varðar nýliðun. Þar sem meðalaldur sjúkraliða er tiltölulega hár, þarf að leggja aukna áherslu á að bæta nýliðun innan stéttarinnar til að tryggja að heilbrigðiskerfið fái stöðuga innspýtingu af ungu og vel menntuðu starfsfólki. Áhrif þess að sjúkraliðar fara í hjúkrunarfræði Athygli vekur að 531 einstaklingur yngri en 67 ára hefur lokið bæði sjúkraliða- og hjúkrunarfræðinámi. Þessi þróun, þar sem sjúkraliðar fara úr stéttinni og bæta við sig hjúkrunarfræðinámi, er mjög óhagkvæm fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Með því að missa reynda sjúkraliða yfir í hjúkrunarfræðistörf er hætta á að mikilvæg þekking og reynsla tapist í stétt sjúkraliða, sem annars veitir grunnþjónustu í hjúkrun og umönnun. Sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar gegna ólíkum hlutverkum innan heilbrigðisstofnana. Hjúkrunarfræðingar eru oft ábyrgar fyrir flóknari læknisfræðilegum ákvörðunum og eftirliti, á meðan sjúkraliðar sinna mikilvægum grundvallarverkefnum á sviði hjúkrunar og umönnunar. Ef of margir sjúkraliðar hverfa yfir í hjúkrunarfræðistörf getur það valdið ójafnvægi í verkaskiptingu innan stofnana, þar sem skortur verður á starfsfólki sem sinnir grunnþjónustu. Með því að missa sjúkraliða úr stéttinni, er hætt við að samhæfing á milli þessara tveggja stétta veikist. Á meðan hjúkrunarfræðingar sinna sérhæfðari hlutverkum er mikilvægt að hafa sterka sjúkraliða til að styðja við almenna hjúkrun. Þessi samvinna er mikilvæg fyrir gæði þjónustunnar, en fækkun á sjúkraliðum getur veikt þetta samstarf og leitt til enn meiri pressu á hjúkrunarfræðinga. Framþróun starfa og teymisstjórastöður fyrir sjúkraliða Forysta Sjúkraliðafélags Íslands beitti sér fyrir því að koma á fót fagháskólanámi fyrir starfandi sjúkraliða, sem nú er kennt á tveimur kjörsviðum við Háskólann á Akureyri, þ.e. samfélagsgeðhjúkrun og öldrunar- og heimahjúkrun. Þetta nám er hannað til að veita sjúkraliðum þá sérhæfingu og auknu hæfni sem þarf til að sinna fjölbreyttari og ábyrgðarmeiri störfum innan stéttarinnar. Mikilvægt er að námið endurspegli áherslur stjórnvalda og breytt hlutverk sjúkraliða, sem felur meðal annars í sér að þeir geti gefið ákveðin lyf samkvæmt verklagsreglum heilbrigðisstofnana, þar á meðal lyf sem eru gefin undir húð og í vöðva, auk þess að sinna blóðtöku, uppsetningu þvagleggja og æðaleggja og fleira. Í stað þess að missa reynda sjúkraliða yfir í aðra stétt, ætti kerfið að leggja áherslu á að skapa fleiri tækifæri fyrir sjúkraliða til framþróunar innan stéttarinnar. Sérsniðið viðbótarnám fyrir sjúkraliða, sem veitir þeim tækifæri til að taka á sig fleiri ábyrgðarmikil verkefni, er lykilatriði í að halda sjúkraliðum innan stéttarinnar og auka nýliðun. Sérstaklega má horfa til þess að sjúkraliðar, sem hafa lokið viðbótarnámi, taki að sér teymisstjórastöður t.d. á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun. Þannig geta sjúkraliðar, sem hafa aflað sér víðtækri reynslu og aukið við menntun sína, nýtt hæfileika sína og bætt gæði þjónustunnar sem veitt er. Slíkar leiðir til starfsframa munu stuðla að því að sjúkraliðar finni til sín í þeim störfum sem þeir sinna í samræmi við viðbótarmenntun sína og hverfa síður úr sjúkraliðastéttinni yfir í hjúkrunarfræðina. Íslenska heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum á komandi árum, ekki síst vegna öldrunar þjóðarinnar og aukinnar eftirspurnar eftir hjúkrunar- og umönnunarþjónustu. Með því að styrkja stöðu sjúkraliða og skapa fleiri tækifæri fyrir þá til framþróunar í starfi er hægt að tryggja að kerfið sé betur undirbúið til að mæta þessum áskorunum. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar