Geðheilsa er samfélagsmál Halldóra Friðgerður Víðisdóttir skrifar 10. október 2024 11:33 Geðheilbrigði er ofarlega á dagskrá í opinberri þjóðfélagsumræðu og er umræðan opinská og oft á tíðum einlæg. Sífellt fleiri skilja mikilvægi þess að viðhalda þurfi geðheilsunni með virkum hætti, á sama hátt og við erum meðvituð um áhrif hreyfingar og hollrar fæðu á líkamlegt hreysti. Geðraskanir spyrja ekki um stétt eða stöðu, en geta einstaklingsins og samfélagsins í kringum hann til að takast á við geðheilsuna getur haft gríðarleg áhrif á bæði veikindi og bata. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn, 10. október, er að þessu sinni helgaður geðheilsu á vinnustað. Fyrir utan heimilið eyðum við bróðurparti okkar tíma innan veggja vinnustaðarins. Vinnuumhverfið og menning á vinnustöðum getur gegnt stóru hlutverki í vellíðan starfsfólks og þegar þessir þættir bresta hefur það slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Vonandi þykir okkur flestum vinnan skemmtileg og gefandi, sem svo aftur stuðlar að góðri geðheilsu. Gott vinnuumhverfi stuðlar að geðheilbrigði Fjölmargir þættir hafa áhrif á geðheilbrigði og það hvernig við tökumst á við vanlíðan eða aðrar áskoranir. Persónulegir þættir og reynsla, tengsl við fjölskyldu og vini, andlegt upplag, stuðningur úr nærumhverfi og umhverfisþættir eru þar á meðal. Efnahagslegt óöryggi, ófriður og samfélagsleg áföll geta haft áhrif á okkur öll og við þurfum að hlúa bæði að sjálfum okkur og hvert að öðru. Við sem einstaklingar erum partur af stærra mengi, ekki síst fjölskyldu og vinahóp og mörg hver af vinnustað. Hraðinn í samfélaginu gerir vinnuumhverfið oft flókið og fyrir mörgum er nokkur áskorun að tryggja gott samspil vinnu og einkalífs. Á síðustu árum hefur verið lögð rík áhersla á styttri vinnutíma sem lið í að bæta þetta strembna samspil. Fyrir geðheilsuna er þó ekki síður mikilvægt að vinnuumhverfið sjálft stuðli að góðu geðheilbrigði. Tengslamyndun á vinnustað, bæði persónuleg og fagleg, styrkir okkur í að standast álag og ekki er verra ef vinnustaðurinn er skemmtilegur og fólk styður við bakið hvert á öðru! Sterk tengsl skipta sköpum Geðþjónusta Landspítala sinnir fólki með alvarlegan geðrænan vanda. Til okkar koma einstaklingar sem þurfa á þverfaglegri þjónustu að halda vegna bráðs eða flókins vanda og eru oft að lifa erfiðustu stundir lífs síns. Við vinnum í þverfaglegum teymum og leggjum ríka áherslu á samstarf við bæði notendur og þeirra aðstandendur. Við sjáum ítrekað hversu mikilvæg sterk félagsleg tengsl eru fyrir fólk sem glímir við geðraskanir og hversu miklu það getur skipt að fólk hafi að einhverju að hverfa að lokinni meðferð. Góðir vinnustaðir eru gulls ígildi, en það eru líka góðir vinahópar, sterkar fjölskyldur og líflegt félagsstarf. Með þessari grein fylgir hvatning til okkar allra að huga að okkar nánasta umhverfi, styðja hvert við annað og byggja upp og viðhalda félagslegum tengslum. Gerum vinnustaðina að góðum stað til að vera á og höldum utan um vinnufélaga okkar þegar á móti blæs. Þannig stuðlum við að betra geðheilbrigði, bæði okkar og annarra. Geðheilsa getur aldrei verið eingöngu málefni okkar sem einstaklinga, hún er samfélagsmál. Höfundur er forstöðuhjúkrunarfræðingur í geðþjónustu Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Geðheilbrigði er ofarlega á dagskrá í opinberri þjóðfélagsumræðu og er umræðan opinská og oft á tíðum einlæg. Sífellt fleiri skilja mikilvægi þess að viðhalda þurfi geðheilsunni með virkum hætti, á sama hátt og við erum meðvituð um áhrif hreyfingar og hollrar fæðu á líkamlegt hreysti. Geðraskanir spyrja ekki um stétt eða stöðu, en geta einstaklingsins og samfélagsins í kringum hann til að takast á við geðheilsuna getur haft gríðarleg áhrif á bæði veikindi og bata. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn, 10. október, er að þessu sinni helgaður geðheilsu á vinnustað. Fyrir utan heimilið eyðum við bróðurparti okkar tíma innan veggja vinnustaðarins. Vinnuumhverfið og menning á vinnustöðum getur gegnt stóru hlutverki í vellíðan starfsfólks og þegar þessir þættir bresta hefur það slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Vonandi þykir okkur flestum vinnan skemmtileg og gefandi, sem svo aftur stuðlar að góðri geðheilsu. Gott vinnuumhverfi stuðlar að geðheilbrigði Fjölmargir þættir hafa áhrif á geðheilbrigði og það hvernig við tökumst á við vanlíðan eða aðrar áskoranir. Persónulegir þættir og reynsla, tengsl við fjölskyldu og vini, andlegt upplag, stuðningur úr nærumhverfi og umhverfisþættir eru þar á meðal. Efnahagslegt óöryggi, ófriður og samfélagsleg áföll geta haft áhrif á okkur öll og við þurfum að hlúa bæði að sjálfum okkur og hvert að öðru. Við sem einstaklingar erum partur af stærra mengi, ekki síst fjölskyldu og vinahóp og mörg hver af vinnustað. Hraðinn í samfélaginu gerir vinnuumhverfið oft flókið og fyrir mörgum er nokkur áskorun að tryggja gott samspil vinnu og einkalífs. Á síðustu árum hefur verið lögð rík áhersla á styttri vinnutíma sem lið í að bæta þetta strembna samspil. Fyrir geðheilsuna er þó ekki síður mikilvægt að vinnuumhverfið sjálft stuðli að góðu geðheilbrigði. Tengslamyndun á vinnustað, bæði persónuleg og fagleg, styrkir okkur í að standast álag og ekki er verra ef vinnustaðurinn er skemmtilegur og fólk styður við bakið hvert á öðru! Sterk tengsl skipta sköpum Geðþjónusta Landspítala sinnir fólki með alvarlegan geðrænan vanda. Til okkar koma einstaklingar sem þurfa á þverfaglegri þjónustu að halda vegna bráðs eða flókins vanda og eru oft að lifa erfiðustu stundir lífs síns. Við vinnum í þverfaglegum teymum og leggjum ríka áherslu á samstarf við bæði notendur og þeirra aðstandendur. Við sjáum ítrekað hversu mikilvæg sterk félagsleg tengsl eru fyrir fólk sem glímir við geðraskanir og hversu miklu það getur skipt að fólk hafi að einhverju að hverfa að lokinni meðferð. Góðir vinnustaðir eru gulls ígildi, en það eru líka góðir vinahópar, sterkar fjölskyldur og líflegt félagsstarf. Með þessari grein fylgir hvatning til okkar allra að huga að okkar nánasta umhverfi, styðja hvert við annað og byggja upp og viðhalda félagslegum tengslum. Gerum vinnustaðina að góðum stað til að vera á og höldum utan um vinnufélaga okkar þegar á móti blæs. Þannig stuðlum við að betra geðheilbrigði, bæði okkar og annarra. Geðheilsa getur aldrei verið eingöngu málefni okkar sem einstaklinga, hún er samfélagsmál. Höfundur er forstöðuhjúkrunarfræðingur í geðþjónustu Landspítala.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun