Gefum okkur 5 mínútur á dag til að rækta félagsleg tengsl Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 10. október 2024 09:01 Í dag, 10. október er alþjóða geðheilbrigðisdagurinn. Þema dagsins er geðheilsa og vellíðan á vinnustöðum og í þessari grein ætla ég að fjalla sérstaklega um félagsleg tengsl. Í heimi þar sem stafrænir skjáir eru yfirráðandi í daglegu lífi okkar og hraðinn í samfélaginu er mikill verður oft lítill tími fyrir nærandi félagsleg tengsl, augliti til auglitis. Manneskjur eru félagslegsverur í eðli sínu. Þó tæknin hafi gjörbylt öllum samskiptum og auðveldað okkur að vera í sambandi við aðra, ná slík samskipti ekki að uppfylla meðfædda þörf fyrir persónulega tengingu. Rannsóknir sýna að gefandi sambönd og félagsleg tengsl eru ekki bara nauðsynleg fyrir lífsánægju heldur einnig fyrir andlega og líkamlega heilsu. Grunnþörf mannsins Þörfin fyrir að tengjast öðrum er ein af grunnþörfum mannsins sem á sér djúpar rætur í þróunarsögu okkar. Fyrir forfeðrum okkar gáfu félagsleg tengsl vernd gegn rándýrum, aðgang að auðlindum og tækifæri til að miðla þekkingu. Félagsleg tengsl skiptu sköpum til að lifa af og þessi þörf fyrir tengsl hefur fylgt okkur í gegnum kynslóðir. Hinn þögli faraldur Þörf fyrir sterk félagsleg tengsl er ef til vill aldrei mikilvægari en einmitt nú. Þrátt fyrir að búa í heimi þar sem við erum sítengd, segja margir í dag að þeir séu meira einmana en nokkru sinni fyrr. Þversögn stafrænu aldarinnar er sú að þó hún hafi auðveldað samskipti, hefur hún einnig ýtt undir yfirborðsleg samskipti. Samfélagsmiðlar geta til dæmis skapað falska tilfinningu um tengsl, þar sem fjöldi þeirra sem líka við eða fylgja viðkomandi verður mælikvarði á félagsauð. Það sem vantar hins vegar í þessi samskipti er sú dýpt og nánd sem skapast þegar við hittumst augliti til auglitis. Hlutverk samfélagsins í vellíðan borgaranna Samfélög skapa náttúrulegt rými fyrir félagsleg tengsl. Hvort sem það er í gegnum hverfi, trúfélög, vinnustaði eða félagslega hópa, bjóða samfélög upp á tækifæri fyrir einstaklinga til að eiga samskipti, mynda tengsl, vera þátttakendur og tilheyra í samfélaginu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að einstaklingar sem eru virkir í samfélögum sínum búa við betri geðheilsu, vellíðan og hamingju. Sterk samfélagstilfinning getur dregið úr einmanaleika og aukið hamingju. Að vera hluti af samfélagi skapar tækifæri fyrir einstaklinga til að deila sameiginlegri reynslu, styðja hvert annað og þróa tilfinningu um að tilheyra. Jafnframt eykur það almenna vellíðan og hamingju sem og seiglu gegn streituvöldum lífsins. Jákvæð tengsl á vinnustöðum Á vinnustöðum geta félagsleg tengsl og stuðningur starfsmanna bætt starfsandann verulega, dregið úr kulnun og aukið starfsánægju. Fólk eyðir töluverðum hluta ævinnar í vinnunni og því skiptir sköpum fyrir almenna vellíðan að byggja upp jákvæð tengsl í þessu umhverfi. Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum í dag minnum við á „Fimm leiðir að vellíðan“: Myndum tengsl, verum virk, tökum eftir, höldum áfram að læra og gefum af okkur. Við viljum einnig taka undir með forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur sem hvetur okkur til að vera riddarar kærleikans. Horfumst í augu og tökum utan um hvort annað. Gefum af okkur og leggjum þannig okkar af mörkum við að skapa gott og kærleiksríkt samfélag. Að lokum skorum við á alla til að gefa sér að minnsta kosti 5 mínútur í dag til að rækta félagsleg tengsl. Höfundur er sviðstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í dag, 10. október er alþjóða geðheilbrigðisdagurinn. Þema dagsins er geðheilsa og vellíðan á vinnustöðum og í þessari grein ætla ég að fjalla sérstaklega um félagsleg tengsl. Í heimi þar sem stafrænir skjáir eru yfirráðandi í daglegu lífi okkar og hraðinn í samfélaginu er mikill verður oft lítill tími fyrir nærandi félagsleg tengsl, augliti til auglitis. Manneskjur eru félagslegsverur í eðli sínu. Þó tæknin hafi gjörbylt öllum samskiptum og auðveldað okkur að vera í sambandi við aðra, ná slík samskipti ekki að uppfylla meðfædda þörf fyrir persónulega tengingu. Rannsóknir sýna að gefandi sambönd og félagsleg tengsl eru ekki bara nauðsynleg fyrir lífsánægju heldur einnig fyrir andlega og líkamlega heilsu. Grunnþörf mannsins Þörfin fyrir að tengjast öðrum er ein af grunnþörfum mannsins sem á sér djúpar rætur í þróunarsögu okkar. Fyrir forfeðrum okkar gáfu félagsleg tengsl vernd gegn rándýrum, aðgang að auðlindum og tækifæri til að miðla þekkingu. Félagsleg tengsl skiptu sköpum til að lifa af og þessi þörf fyrir tengsl hefur fylgt okkur í gegnum kynslóðir. Hinn þögli faraldur Þörf fyrir sterk félagsleg tengsl er ef til vill aldrei mikilvægari en einmitt nú. Þrátt fyrir að búa í heimi þar sem við erum sítengd, segja margir í dag að þeir séu meira einmana en nokkru sinni fyrr. Þversögn stafrænu aldarinnar er sú að þó hún hafi auðveldað samskipti, hefur hún einnig ýtt undir yfirborðsleg samskipti. Samfélagsmiðlar geta til dæmis skapað falska tilfinningu um tengsl, þar sem fjöldi þeirra sem líka við eða fylgja viðkomandi verður mælikvarði á félagsauð. Það sem vantar hins vegar í þessi samskipti er sú dýpt og nánd sem skapast þegar við hittumst augliti til auglitis. Hlutverk samfélagsins í vellíðan borgaranna Samfélög skapa náttúrulegt rými fyrir félagsleg tengsl. Hvort sem það er í gegnum hverfi, trúfélög, vinnustaði eða félagslega hópa, bjóða samfélög upp á tækifæri fyrir einstaklinga til að eiga samskipti, mynda tengsl, vera þátttakendur og tilheyra í samfélaginu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að einstaklingar sem eru virkir í samfélögum sínum búa við betri geðheilsu, vellíðan og hamingju. Sterk samfélagstilfinning getur dregið úr einmanaleika og aukið hamingju. Að vera hluti af samfélagi skapar tækifæri fyrir einstaklinga til að deila sameiginlegri reynslu, styðja hvert annað og þróa tilfinningu um að tilheyra. Jafnframt eykur það almenna vellíðan og hamingju sem og seiglu gegn streituvöldum lífsins. Jákvæð tengsl á vinnustöðum Á vinnustöðum geta félagsleg tengsl og stuðningur starfsmanna bætt starfsandann verulega, dregið úr kulnun og aukið starfsánægju. Fólk eyðir töluverðum hluta ævinnar í vinnunni og því skiptir sköpum fyrir almenna vellíðan að byggja upp jákvæð tengsl í þessu umhverfi. Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum í dag minnum við á „Fimm leiðir að vellíðan“: Myndum tengsl, verum virk, tökum eftir, höldum áfram að læra og gefum af okkur. Við viljum einnig taka undir með forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur sem hvetur okkur til að vera riddarar kærleikans. Horfumst í augu og tökum utan um hvort annað. Gefum af okkur og leggjum þannig okkar af mörkum við að skapa gott og kærleiksríkt samfélag. Að lokum skorum við á alla til að gefa sér að minnsta kosti 5 mínútur í dag til að rækta félagsleg tengsl. Höfundur er sviðstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun