Við erum á allt öðrum stað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. október 2024 08:33 Verðbólga á evrusvæðinu náði hámarki í október 2022 miðað við samræmda vísitölu neyzluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu og mældist þá 10,6%. Á sama tíma var verðbólga á Íslandi á sama mælikvarða 6,4%. Eftir það fór verðbólga á evrusvæðinu minnkandi en byrjaði ekki að minnka hér á landi fyrr en í febrúar 2023. Ástæðan er sú að verðbólgan hér hefur verið nokkrum mánuðum á eftir stöðu mála innan svæðisins. Verðbólgan fór með öðrum orðum fyrr upp á evrusvæðinu en hér á landi og fyrir vikið er hún seinni niður hér. Með öðrum orðum er Ísland einfaldlega ekki á sama stað og flest önnur ríki í Evrópu þegar verðbólga er annars vegar. Fyrir vikið skilar það ekki réttri niðurstöðu að bera saman verðbólguna hér á landi við verðbólguna í flestum öðrum Evrópuríkjum á sama tíma. Ástæðan er ekki sízt sú að umtalsverður hluti verðbólgunnar hefur verið fluttur inn frá öðrum Evrópuríkjum enda mest flutt inn þaðan. Meiri framleiðslukostnaður þar, einkum vegna hærra orkuverðs, hefur leitt til hærra verðlags sem síðan hefur skilað sér hingað. Hærra orkuverð innan Evrópusambandsins hefur fyrst og fremst verið afleiðing þess hversu háð ófá ríki þess voru orðin rússneskri orku vegna dómgreindarleysis forystumanna sambandsins og ríkjanna um langt árabil. Draga þurfti úr því í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir efnahagslíf þeirra. Ekki sízt Þýzkaland. Nokkuð sem snerti Ísland ekki með beinum hætti enda landið ekki háð erlendri raforku og orkukerfi þess ekki tengt öðrum Evrópuríkjum. Hins vegar voru áhrifin hér óbein sem fyrr segir. Fjármagna enn hernað Rússlands Forystumenn Evrópusambandsins sáu sér ekki annað fært í kjölfar innrásarinnar en að viðurkenna að sambandið og ríki þess hefðu þannig fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda og síðan hernaðaraðgerðir þeirra í Úkraínu. Til að mynda kom það fram í ræðu sem Joseps Borrell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, flutti á þingi þess 9. marz 2022. Sagði hann enn fremur að eftir innlimun Rússlands á Krímsskaga árið 2014 hefði innflutningur á rússneskri orku haldið áfram að aukast þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði Sanna Marin, þáverandi forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af hugveitunni Lowy Institute í Sydney í Ástralíu 2. desember 2022 og vísaði þar til þeirrar stefnu að nánari efnahagsleg tengsl við Rússland væru til þess fallin að varðveita friðinn. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri í raun sama um slíkt. Þýzkir forystumenn hafa að sama skapi gengizt við því að þeim hafi orðið á mjög alvarleg mistök í þeim efnum. Tveimur og hálfu ári eftir innrásina streyma enn tugir milljarða evra til Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins sem greiðsla fyrir rússneska orku. Þrátt fyrir að dregið hafi verið úr innflutningi á þarlendri orku eru ríkin eftir sem áður stærsti kaupandi hennar. Talsvert af rússneskri orku, ekki sízt gasi, er flutt inn í gegnum önnur ríki og skráð sem framleiðsla í þeim. Þá hefur hækkandi orkuverð orðið til þess að tekjur Rússlands af orkusölu hafa ekki dregizt eins mikið saman og annars hefði orðið þrátt fyrir minni sölu til Evrópuríkja. Viðvarandi efnahagsleg stöðnun Viss kaldhæðni felst óneitanlega í því að á sama tíma og talsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið hafa kallað eftir því að tekin verði skref í þá átt vegna verðbólgunnar hér á landi liggur fyrir að umtalsverður hluti hennar hefur verið fluttur inn frá ríkjum sambandsins. Hið sama á við um tal þeirra um aukið efnahagsöryggi með inngöngu í Evrópusambandið í ljósi þeirrar staðreyndar að verðbólgan innan þess hefur einkum verið afleiðing ábyrgðarlausra ákvarðana forystumanna sambandsins og ríkja þess í efnahagsmálum. Hvað efnahagsmálin annars varðar er langur vegur frá því að ábyrgðarleysi forystumanna Evrópusambandsins og ríkja þess í þeim efnum sé þar með upptalið. Til að mynda hefur þannig ríkt viðvarandi efnahagsleg stöðnun á evrusvæðinu nánast frá því að evran var tekin í notkun fyrir um aldarfjórðungi síðan með tilheyrandi litlum sem engum hagvexti, viðvarandi miklu atvinnuleysi, lítilli framleiðni og takmarkaðri nýsköpun víðast hvar innan þess. Lágir vextir hafa verið ein birtingarmynd þessa ástands sem sumir kalla stöðugleika. Tilgangurinn með lágum vöxtum er einu sinni iðulega fyrst og fremst sá að reyna að koma hjólum efnahagslífsins aftur af stað. Ekki hefur veitt af því víðast hvar á evrusvæðinu á undanförnum árum og áratugum. Hlutdeild Evrópusambandsins í landsframleiðslu á heimsvísu með tilliti til kaupmáttar hefur þannig til dæmis farið jafnt og þétt lækkandi og nemur nú einungis 14,5% samanborið við 20% við upphaf aldarinnar. Hefur sambandið dregizt aftur úr öðrum mörkuðum í þeim efnum og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Verðbólga á evrusvæðinu náði hámarki í október 2022 miðað við samræmda vísitölu neyzluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu og mældist þá 10,6%. Á sama tíma var verðbólga á Íslandi á sama mælikvarða 6,4%. Eftir það fór verðbólga á evrusvæðinu minnkandi en byrjaði ekki að minnka hér á landi fyrr en í febrúar 2023. Ástæðan er sú að verðbólgan hér hefur verið nokkrum mánuðum á eftir stöðu mála innan svæðisins. Verðbólgan fór með öðrum orðum fyrr upp á evrusvæðinu en hér á landi og fyrir vikið er hún seinni niður hér. Með öðrum orðum er Ísland einfaldlega ekki á sama stað og flest önnur ríki í Evrópu þegar verðbólga er annars vegar. Fyrir vikið skilar það ekki réttri niðurstöðu að bera saman verðbólguna hér á landi við verðbólguna í flestum öðrum Evrópuríkjum á sama tíma. Ástæðan er ekki sízt sú að umtalsverður hluti verðbólgunnar hefur verið fluttur inn frá öðrum Evrópuríkjum enda mest flutt inn þaðan. Meiri framleiðslukostnaður þar, einkum vegna hærra orkuverðs, hefur leitt til hærra verðlags sem síðan hefur skilað sér hingað. Hærra orkuverð innan Evrópusambandsins hefur fyrst og fremst verið afleiðing þess hversu háð ófá ríki þess voru orðin rússneskri orku vegna dómgreindarleysis forystumanna sambandsins og ríkjanna um langt árabil. Draga þurfti úr því í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir efnahagslíf þeirra. Ekki sízt Þýzkaland. Nokkuð sem snerti Ísland ekki með beinum hætti enda landið ekki háð erlendri raforku og orkukerfi þess ekki tengt öðrum Evrópuríkjum. Hins vegar voru áhrifin hér óbein sem fyrr segir. Fjármagna enn hernað Rússlands Forystumenn Evrópusambandsins sáu sér ekki annað fært í kjölfar innrásarinnar en að viðurkenna að sambandið og ríki þess hefðu þannig fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda og síðan hernaðaraðgerðir þeirra í Úkraínu. Til að mynda kom það fram í ræðu sem Joseps Borrell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, flutti á þingi þess 9. marz 2022. Sagði hann enn fremur að eftir innlimun Rússlands á Krímsskaga árið 2014 hefði innflutningur á rússneskri orku haldið áfram að aukast þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði Sanna Marin, þáverandi forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af hugveitunni Lowy Institute í Sydney í Ástralíu 2. desember 2022 og vísaði þar til þeirrar stefnu að nánari efnahagsleg tengsl við Rússland væru til þess fallin að varðveita friðinn. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri í raun sama um slíkt. Þýzkir forystumenn hafa að sama skapi gengizt við því að þeim hafi orðið á mjög alvarleg mistök í þeim efnum. Tveimur og hálfu ári eftir innrásina streyma enn tugir milljarða evra til Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins sem greiðsla fyrir rússneska orku. Þrátt fyrir að dregið hafi verið úr innflutningi á þarlendri orku eru ríkin eftir sem áður stærsti kaupandi hennar. Talsvert af rússneskri orku, ekki sízt gasi, er flutt inn í gegnum önnur ríki og skráð sem framleiðsla í þeim. Þá hefur hækkandi orkuverð orðið til þess að tekjur Rússlands af orkusölu hafa ekki dregizt eins mikið saman og annars hefði orðið þrátt fyrir minni sölu til Evrópuríkja. Viðvarandi efnahagsleg stöðnun Viss kaldhæðni felst óneitanlega í því að á sama tíma og talsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið hafa kallað eftir því að tekin verði skref í þá átt vegna verðbólgunnar hér á landi liggur fyrir að umtalsverður hluti hennar hefur verið fluttur inn frá ríkjum sambandsins. Hið sama á við um tal þeirra um aukið efnahagsöryggi með inngöngu í Evrópusambandið í ljósi þeirrar staðreyndar að verðbólgan innan þess hefur einkum verið afleiðing ábyrgðarlausra ákvarðana forystumanna sambandsins og ríkja þess í efnahagsmálum. Hvað efnahagsmálin annars varðar er langur vegur frá því að ábyrgðarleysi forystumanna Evrópusambandsins og ríkja þess í þeim efnum sé þar með upptalið. Til að mynda hefur þannig ríkt viðvarandi efnahagsleg stöðnun á evrusvæðinu nánast frá því að evran var tekin í notkun fyrir um aldarfjórðungi síðan með tilheyrandi litlum sem engum hagvexti, viðvarandi miklu atvinnuleysi, lítilli framleiðni og takmarkaðri nýsköpun víðast hvar innan þess. Lágir vextir hafa verið ein birtingarmynd þessa ástands sem sumir kalla stöðugleika. Tilgangurinn með lágum vöxtum er einu sinni iðulega fyrst og fremst sá að reyna að koma hjólum efnahagslífsins aftur af stað. Ekki hefur veitt af því víðast hvar á evrusvæðinu á undanförnum árum og áratugum. Hlutdeild Evrópusambandsins í landsframleiðslu á heimsvísu með tilliti til kaupmáttar hefur þannig til dæmis farið jafnt og þétt lækkandi og nemur nú einungis 14,5% samanborið við 20% við upphaf aldarinnar. Hefur sambandið dregizt aftur úr öðrum mörkuðum í þeim efnum og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun