Dökk heimsmynd Jóhanns Páls Hildur Sverrisdóttir skrifar 10. október 2024 08:33 Í ræðustól Alþingis á dögunum stóð Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og hélt því blákalt fram að ríkisstjórnarflokkarnir héldu samstarfi sínu gangandi einvörðungu til að tryggja sér háa styrki úr vösum skattgreiðenda, sem koma til greiðslu í janúar. Góðar samsæriskenningar geta verið safaríkar og spennandi en verra er þegar þær standast ekki minnstu skoðun. Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema ríkisvæðingu stjórnmálaflokka Enginn þarf að leita langt eða lengi að afstöðu Sjálfstæðisflokksins til ríkisstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur lengi talað fyrir breytingum á fjármögnun stjórnmálaflokka, þar á meðal algjöru afnámi opinberra styrkja. Tilefnið er að lög um stjórnmálaflokka frá árinu 2006 sníða stjórnmálaflokkum þröngan stakk í samhengi við fjármögnun með fjárframlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þess í stað eru opinberir styrkir nú þeirra helsta tekjulind og opinber framlög til stjórnmálaflokka margfaldast frá setningu laganna. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn ítrekað lýst því yfir að endurskoða þurfi þetta fyrirkomulag. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins ályktaði fundurinn að afnema skyldi opinbera styrki til stjórnmálaflokka og hækka hámarksframlag annarra aðila í staðinn. Þessari ályktun hafa þingmenn flokksins fylgt eftir í verki. Hefur Diljá Mist Einarsdóttir t.a.m. ítrekað lagt fram frumvarp sem miðar að því að draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka og auðvelda þeim sjálfstæða tekjuöflun. Í því frumvarpi er einnig lagt til að þröskuldurinn til að hljóta framlag frá hinu opinbera skuli hækkaður úr 2,5% í 4% atkvæðamagn. Þetta tryggir að flokkarnir verði áfram bundnir af skýrum reglum um gagnsæi, og framlög frá óþekktum aðilum verða áfram bönnuð. Pólitískur ásetningur og dylgjur Hugarórar um að ríkisstjórnarsamstarfið byggi á von umfjárframlög eiga sér væntanlega rætur í pólitískum ásetningi fremur en því að þingmaðurinn trúi þessu sjálfur. Sú heimsmynd að flokkarnir sem stýra landinu geri það í þeim eina tilgangi að fá fjárgreiðslur frá ríkinu er dökk og hryggileg. Það vona ég innilega og trúi ekki að nokkur flokkur vinni út frá slíkri hugmyndafræði. Stjórnmálaflokkar eiga að hafa möguleika á að axla ábyrgð á eigin fjármálum með sjálfstæðri fjármögnun, án þess að styrkir frá ríkinu séu þeirra helstu tekjulind. Opinber fjárframlög eiga ekki og ættu ekki að vera stjórnmálaflokkum haldreipi, öllu heldur þarf að hvetja til aukinnar ábyrgðar og gegnsæis. Eitt er allavega víst, Sjálfstæðisflokkurinn óttast ekki kosningar, nú sem endranær, hvenær sem þær kunna að verða haldnar. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 07.12.2024 Halldór Hvernig líður fólkinu í landinu? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Aðild Íslands þýðir orð við ákvarðanir í Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvað viltu? Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi (í baráttunni gegn kynb. ofbeldi) Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks Skoðun Skoðun Skoðun ESB-andstæðingar á nálum Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks skrifar Skoðun Hvernig líður fólkinu í landinu? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi (í baráttunni gegn kynb. ofbeldi) Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Aðild Íslands þýðir orð við ákvarðanir í Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Hvað viltu? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Útgáfa hvalveiðileyfa er samfélagslegt mein Micah Garen skrifar Skoðun Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Hvaðan koma skoðanir okkar? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun I Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Námslán og ný ríkisstjórn Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Versta útihátíð í heimi Kjartan Þór Ingason skrifar Skoðun Nýsköpun í heilbrigðistækni skilar ávinningi Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson skrifar Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru konur betri en karlar? Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Styttum biðtímann í umferðinni Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Hörmungarsaga viðbyggingar við leikskólann Óskaland Friðrik Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Dýraverndin til Flokks fólksins Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Frjálslega farið með sannleikann Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar Sjá meira
Í ræðustól Alþingis á dögunum stóð Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og hélt því blákalt fram að ríkisstjórnarflokkarnir héldu samstarfi sínu gangandi einvörðungu til að tryggja sér háa styrki úr vösum skattgreiðenda, sem koma til greiðslu í janúar. Góðar samsæriskenningar geta verið safaríkar og spennandi en verra er þegar þær standast ekki minnstu skoðun. Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema ríkisvæðingu stjórnmálaflokka Enginn þarf að leita langt eða lengi að afstöðu Sjálfstæðisflokksins til ríkisstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur lengi talað fyrir breytingum á fjármögnun stjórnmálaflokka, þar á meðal algjöru afnámi opinberra styrkja. Tilefnið er að lög um stjórnmálaflokka frá árinu 2006 sníða stjórnmálaflokkum þröngan stakk í samhengi við fjármögnun með fjárframlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þess í stað eru opinberir styrkir nú þeirra helsta tekjulind og opinber framlög til stjórnmálaflokka margfaldast frá setningu laganna. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn ítrekað lýst því yfir að endurskoða þurfi þetta fyrirkomulag. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins ályktaði fundurinn að afnema skyldi opinbera styrki til stjórnmálaflokka og hækka hámarksframlag annarra aðila í staðinn. Þessari ályktun hafa þingmenn flokksins fylgt eftir í verki. Hefur Diljá Mist Einarsdóttir t.a.m. ítrekað lagt fram frumvarp sem miðar að því að draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka og auðvelda þeim sjálfstæða tekjuöflun. Í því frumvarpi er einnig lagt til að þröskuldurinn til að hljóta framlag frá hinu opinbera skuli hækkaður úr 2,5% í 4% atkvæðamagn. Þetta tryggir að flokkarnir verði áfram bundnir af skýrum reglum um gagnsæi, og framlög frá óþekktum aðilum verða áfram bönnuð. Pólitískur ásetningur og dylgjur Hugarórar um að ríkisstjórnarsamstarfið byggi á von umfjárframlög eiga sér væntanlega rætur í pólitískum ásetningi fremur en því að þingmaðurinn trúi þessu sjálfur. Sú heimsmynd að flokkarnir sem stýra landinu geri það í þeim eina tilgangi að fá fjárgreiðslur frá ríkinu er dökk og hryggileg. Það vona ég innilega og trúi ekki að nokkur flokkur vinni út frá slíkri hugmyndafræði. Stjórnmálaflokkar eiga að hafa möguleika á að axla ábyrgð á eigin fjármálum með sjálfstæðri fjármögnun, án þess að styrkir frá ríkinu séu þeirra helstu tekjulind. Opinber fjárframlög eiga ekki og ættu ekki að vera stjórnmálaflokkum haldreipi, öllu heldur þarf að hvetja til aukinnar ábyrgðar og gegnsæis. Eitt er allavega víst, Sjálfstæðisflokkurinn óttast ekki kosningar, nú sem endranær, hvenær sem þær kunna að verða haldnar. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi (í baráttunni gegn kynb. ofbeldi) Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks Skoðun
Skoðun Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks skrifar
Skoðun Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi (í baráttunni gegn kynb. ofbeldi) Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar
Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar
Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi (í baráttunni gegn kynb. ofbeldi) Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks Skoðun