Hættið að hæða lýðræðið - Slítið stjórnarsamstarfinu! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 9. október 2024 18:02 Landsmenn hafa horft upp á langvinnt dauðastríð ríkisstjórnarinnar síðustu misseri. Hver dagur sem stjórnin situr er þjóðinni rándýr. Á meðan á dauðastríðinu hefur staðið hafa mikilvæg mál rekið á reiðanum. Ríkisstjórnin er fyrir löngu orðin hol likt og yfirgefið geitungabú. Hver höndin er upp á móti annarri og ráðherrar ganga fram í algeru getuleysi og vinna skaða með verkum sínum. Verður nú getið helstu afreka þeirra: Landamæri Íslands eru óvarin og farandfólk flæðir inn. Dómsmálaráðherra hamast þó við að færa stefnu sína að stefnu Miðflokksins. Það er vel en henni mun ekki takast vel til því örflokkurinn stendur í vegi og mun ekki samþykkja neinar breytingar. Menntamál eru í algerum ólestri og árangur í engu samræmi við fjármagn sem rennur í málaflokkinn. Ráðherra horfir máttvana á ástandið og skilar ekki umbeðnum upplýsingum sem er reyndar plagsiður viðkomandi. Tveir matvælaráðherrar hafa að öllum líkindum skapað ríkissjóði skaðabótaskyldu með framferði sínu og núverandi ráðherra tók upp hjá sjálfum sér að skipta um kúrs í Hvalveiðiráðinu til tjóns fyrir þjóðina. Utanríkisráðherra vinnur að því öllum árum að brjóta niður fullveldi þjóðarinnar með bókun 35 milli þess sem hún flækir þjóðina í aukinn stríðsrekstur. ,,Þetta er allt að koma” tuðar fjármálaráðherra og það má til sannsvegar færa þegar fylgi framsóknar nálgast fimm prósent. Fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp skilar á meðan auðu í baráttunni við að hemja ríkisútgjöld. Næsta ríkisstjórn mun taka skellinn af óráðsíunni og berjast við halla á ríkissjóði. Umhverfis-orku og loftslagsráðherra liggur yfir hundraðogfimmtíuskrefa áætluninni sem er myllusteinn um háls inn í framtíðina. Heimilin glíma á meðan við síhækkandi orkuverð vegna samþykktar orkupakka 3. Heilbrigðisráðherra treður marvaðann og má þó segja honum til hróss að hann hefur undið nokkuð ofan af marxisma forvera síns. Biðlistar halda samt áfram að lengjast og margir lifa biðina ekki af. Innviðaráðherra bisar við að eyðileggja lífæðina í Vatnsmýrinni með óafturkræfum þrengingum að Reykjavíkurflugvelli. Á meðan dundar háskóla -nýsköpunar og iðnaðarráðherra við að teikna upp næstu ríkisstjórn. Hún gerir þá lítið af sér á meðan. Menningarmálaráðherrann sendir milljarða til Hollywood á meðan innlend kvikmyndagerð sveltur. Forystusauðurinn snýst í hringi og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Flokkurinn hans fuðrar upp vegna þess að fólk hefur fyrir löngu fengið nóg. Þjóðinni verður biðin eftir því óhjákvæmilega óbærilega löng. Á sínum tíma hvatti núverandi forsætisráðherra forvera sinn til að skila lyklum að stjórnarráðinu. Hann er hér með hvattur til að gera slíkt hið sama tafarlaust. Hættið að hæða lýðræðið. Hættið gera þjóðinni ógagn. Slítið stjórnarsamstarfinu strax. Það er hvort sem er löngu dautt. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Landsmenn hafa horft upp á langvinnt dauðastríð ríkisstjórnarinnar síðustu misseri. Hver dagur sem stjórnin situr er þjóðinni rándýr. Á meðan á dauðastríðinu hefur staðið hafa mikilvæg mál rekið á reiðanum. Ríkisstjórnin er fyrir löngu orðin hol likt og yfirgefið geitungabú. Hver höndin er upp á móti annarri og ráðherrar ganga fram í algeru getuleysi og vinna skaða með verkum sínum. Verður nú getið helstu afreka þeirra: Landamæri Íslands eru óvarin og farandfólk flæðir inn. Dómsmálaráðherra hamast þó við að færa stefnu sína að stefnu Miðflokksins. Það er vel en henni mun ekki takast vel til því örflokkurinn stendur í vegi og mun ekki samþykkja neinar breytingar. Menntamál eru í algerum ólestri og árangur í engu samræmi við fjármagn sem rennur í málaflokkinn. Ráðherra horfir máttvana á ástandið og skilar ekki umbeðnum upplýsingum sem er reyndar plagsiður viðkomandi. Tveir matvælaráðherrar hafa að öllum líkindum skapað ríkissjóði skaðabótaskyldu með framferði sínu og núverandi ráðherra tók upp hjá sjálfum sér að skipta um kúrs í Hvalveiðiráðinu til tjóns fyrir þjóðina. Utanríkisráðherra vinnur að því öllum árum að brjóta niður fullveldi þjóðarinnar með bókun 35 milli þess sem hún flækir þjóðina í aukinn stríðsrekstur. ,,Þetta er allt að koma” tuðar fjármálaráðherra og það má til sannsvegar færa þegar fylgi framsóknar nálgast fimm prósent. Fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp skilar á meðan auðu í baráttunni við að hemja ríkisútgjöld. Næsta ríkisstjórn mun taka skellinn af óráðsíunni og berjast við halla á ríkissjóði. Umhverfis-orku og loftslagsráðherra liggur yfir hundraðogfimmtíuskrefa áætluninni sem er myllusteinn um háls inn í framtíðina. Heimilin glíma á meðan við síhækkandi orkuverð vegna samþykktar orkupakka 3. Heilbrigðisráðherra treður marvaðann og má þó segja honum til hróss að hann hefur undið nokkuð ofan af marxisma forvera síns. Biðlistar halda samt áfram að lengjast og margir lifa biðina ekki af. Innviðaráðherra bisar við að eyðileggja lífæðina í Vatnsmýrinni með óafturkræfum þrengingum að Reykjavíkurflugvelli. Á meðan dundar háskóla -nýsköpunar og iðnaðarráðherra við að teikna upp næstu ríkisstjórn. Hún gerir þá lítið af sér á meðan. Menningarmálaráðherrann sendir milljarða til Hollywood á meðan innlend kvikmyndagerð sveltur. Forystusauðurinn snýst í hringi og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Flokkurinn hans fuðrar upp vegna þess að fólk hefur fyrir löngu fengið nóg. Þjóðinni verður biðin eftir því óhjákvæmilega óbærilega löng. Á sínum tíma hvatti núverandi forsætisráðherra forvera sinn til að skila lyklum að stjórnarráðinu. Hann er hér með hvattur til að gera slíkt hið sama tafarlaust. Hættið að hæða lýðræðið. Hættið gera þjóðinni ógagn. Slítið stjórnarsamstarfinu strax. Það er hvort sem er löngu dautt. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn hans.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar