Hættið að hæða lýðræðið - Slítið stjórnarsamstarfinu! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 9. október 2024 18:02 Landsmenn hafa horft upp á langvinnt dauðastríð ríkisstjórnarinnar síðustu misseri. Hver dagur sem stjórnin situr er þjóðinni rándýr. Á meðan á dauðastríðinu hefur staðið hafa mikilvæg mál rekið á reiðanum. Ríkisstjórnin er fyrir löngu orðin hol likt og yfirgefið geitungabú. Hver höndin er upp á móti annarri og ráðherrar ganga fram í algeru getuleysi og vinna skaða með verkum sínum. Verður nú getið helstu afreka þeirra: Landamæri Íslands eru óvarin og farandfólk flæðir inn. Dómsmálaráðherra hamast þó við að færa stefnu sína að stefnu Miðflokksins. Það er vel en henni mun ekki takast vel til því örflokkurinn stendur í vegi og mun ekki samþykkja neinar breytingar. Menntamál eru í algerum ólestri og árangur í engu samræmi við fjármagn sem rennur í málaflokkinn. Ráðherra horfir máttvana á ástandið og skilar ekki umbeðnum upplýsingum sem er reyndar plagsiður viðkomandi. Tveir matvælaráðherrar hafa að öllum líkindum skapað ríkissjóði skaðabótaskyldu með framferði sínu og núverandi ráðherra tók upp hjá sjálfum sér að skipta um kúrs í Hvalveiðiráðinu til tjóns fyrir þjóðina. Utanríkisráðherra vinnur að því öllum árum að brjóta niður fullveldi þjóðarinnar með bókun 35 milli þess sem hún flækir þjóðina í aukinn stríðsrekstur. ,,Þetta er allt að koma” tuðar fjármálaráðherra og það má til sannsvegar færa þegar fylgi framsóknar nálgast fimm prósent. Fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp skilar á meðan auðu í baráttunni við að hemja ríkisútgjöld. Næsta ríkisstjórn mun taka skellinn af óráðsíunni og berjast við halla á ríkissjóði. Umhverfis-orku og loftslagsráðherra liggur yfir hundraðogfimmtíuskrefa áætluninni sem er myllusteinn um háls inn í framtíðina. Heimilin glíma á meðan við síhækkandi orkuverð vegna samþykktar orkupakka 3. Heilbrigðisráðherra treður marvaðann og má þó segja honum til hróss að hann hefur undið nokkuð ofan af marxisma forvera síns. Biðlistar halda samt áfram að lengjast og margir lifa biðina ekki af. Innviðaráðherra bisar við að eyðileggja lífæðina í Vatnsmýrinni með óafturkræfum þrengingum að Reykjavíkurflugvelli. Á meðan dundar háskóla -nýsköpunar og iðnaðarráðherra við að teikna upp næstu ríkisstjórn. Hún gerir þá lítið af sér á meðan. Menningarmálaráðherrann sendir milljarða til Hollywood á meðan innlend kvikmyndagerð sveltur. Forystusauðurinn snýst í hringi og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Flokkurinn hans fuðrar upp vegna þess að fólk hefur fyrir löngu fengið nóg. Þjóðinni verður biðin eftir því óhjákvæmilega óbærilega löng. Á sínum tíma hvatti núverandi forsætisráðherra forvera sinn til að skila lyklum að stjórnarráðinu. Hann er hér með hvattur til að gera slíkt hið sama tafarlaust. Hættið að hæða lýðræðið. Hættið gera þjóðinni ógagn. Slítið stjórnarsamstarfinu strax. Það er hvort sem er löngu dautt. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Landsmenn hafa horft upp á langvinnt dauðastríð ríkisstjórnarinnar síðustu misseri. Hver dagur sem stjórnin situr er þjóðinni rándýr. Á meðan á dauðastríðinu hefur staðið hafa mikilvæg mál rekið á reiðanum. Ríkisstjórnin er fyrir löngu orðin hol likt og yfirgefið geitungabú. Hver höndin er upp á móti annarri og ráðherrar ganga fram í algeru getuleysi og vinna skaða með verkum sínum. Verður nú getið helstu afreka þeirra: Landamæri Íslands eru óvarin og farandfólk flæðir inn. Dómsmálaráðherra hamast þó við að færa stefnu sína að stefnu Miðflokksins. Það er vel en henni mun ekki takast vel til því örflokkurinn stendur í vegi og mun ekki samþykkja neinar breytingar. Menntamál eru í algerum ólestri og árangur í engu samræmi við fjármagn sem rennur í málaflokkinn. Ráðherra horfir máttvana á ástandið og skilar ekki umbeðnum upplýsingum sem er reyndar plagsiður viðkomandi. Tveir matvælaráðherrar hafa að öllum líkindum skapað ríkissjóði skaðabótaskyldu með framferði sínu og núverandi ráðherra tók upp hjá sjálfum sér að skipta um kúrs í Hvalveiðiráðinu til tjóns fyrir þjóðina. Utanríkisráðherra vinnur að því öllum árum að brjóta niður fullveldi þjóðarinnar með bókun 35 milli þess sem hún flækir þjóðina í aukinn stríðsrekstur. ,,Þetta er allt að koma” tuðar fjármálaráðherra og það má til sannsvegar færa þegar fylgi framsóknar nálgast fimm prósent. Fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp skilar á meðan auðu í baráttunni við að hemja ríkisútgjöld. Næsta ríkisstjórn mun taka skellinn af óráðsíunni og berjast við halla á ríkissjóði. Umhverfis-orku og loftslagsráðherra liggur yfir hundraðogfimmtíuskrefa áætluninni sem er myllusteinn um háls inn í framtíðina. Heimilin glíma á meðan við síhækkandi orkuverð vegna samþykktar orkupakka 3. Heilbrigðisráðherra treður marvaðann og má þó segja honum til hróss að hann hefur undið nokkuð ofan af marxisma forvera síns. Biðlistar halda samt áfram að lengjast og margir lifa biðina ekki af. Innviðaráðherra bisar við að eyðileggja lífæðina í Vatnsmýrinni með óafturkræfum þrengingum að Reykjavíkurflugvelli. Á meðan dundar háskóla -nýsköpunar og iðnaðarráðherra við að teikna upp næstu ríkisstjórn. Hún gerir þá lítið af sér á meðan. Menningarmálaráðherrann sendir milljarða til Hollywood á meðan innlend kvikmyndagerð sveltur. Forystusauðurinn snýst í hringi og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Flokkurinn hans fuðrar upp vegna þess að fólk hefur fyrir löngu fengið nóg. Þjóðinni verður biðin eftir því óhjákvæmilega óbærilega löng. Á sínum tíma hvatti núverandi forsætisráðherra forvera sinn til að skila lyklum að stjórnarráðinu. Hann er hér með hvattur til að gera slíkt hið sama tafarlaust. Hættið að hæða lýðræðið. Hættið gera þjóðinni ógagn. Slítið stjórnarsamstarfinu strax. Það er hvort sem er löngu dautt. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn hans.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun