Þú ert númer 1155 í röðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar 8. október 2024 12:31 Ímyndið ykkur hvernig það er að þurfa að sinna verkefnum dagslegs lífs án þess að heyra almennilega. Hvernig það er að sinna börnum sínum, mökum og foreldum þannig. Setið ykkur í spor þeirra sem daglega ganga til vinnu við þessar aðstæður. Hvernig haldið þið að það gangi að sinna tómstundum? Setjið ykkur í þessi spor. Þetta er staða rúmlega 2.000 manns sem nú eru skráð á biðlista eftir heyrnarþjónustu frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Fullorðnir eru látnir bíða að meðaltali í tvö ár á þessum biðlista, börn þurfa ekki að þola nema sjö mánuði að meðaltali. Stórkostlegar ógöngur Rúmlega helmingur þeirra sem eru á biðlista bíður að meðaltali í tvö ár eftir þjónustu. Biðtími er mismunandi eftir þjónustu en mestur er biðtíminn hjá fullorðnum einstaklingum sem þurfa þjónustu vegna heyrnartækja og mælinga. 1.155 eru á biðlista eftir þeirri þjónustu og er biðtími þar að meðaltali tvö ár. Meira að segja þau sem þurfa aðstoð við heyrnartæki sem þau eru þegar komin með fá sæti á biðlistanum og eru föst þar í 1-2 mánuði. Þessar upplýsingar eru byggðar á gögnum frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands frá því í mars. Staðan hefur ekki lagast. Kristján Sverrisson, forstjóri stofnunarinnar, hefur verið ómyrkur í máli varðandi stöðuna og sagt endalausan niðurskurð og fjársvelti, aðstöðuleysi og manneklu hafa leitt til þess að opinber heyrnarþjónusta á Íslandi sé komin í stórkostlegar ógöngur. Skilningsleysi stjórnvalda Þetta var sem sagt staðan þegar fjárlög næsta árs voru unnin í sumar. Þar var niðurstaðan svo að útgjöld til málaflokksins eru áætluð 549 milljónir króna en fjárlögin gera ráð fyrir 231,6 milljónum. Stjórnvöld ætla Heyrnar- og talmeinastöð að loka gati upp á 318 milljónir með sértekjum á sama tíma og vitað er að gjaldskrá stofnunarinnar er háð lögum og reglugerðum sem þýðir að hún getur ekki aflað nema um fjórðungs þessarar fjárhæðar miðað við núverandi húsnæði og mannafla. Með öðrum orðum, vegna þess aðbúnaðar sem stjórnvöld búa Heyrnar- og talmeinastöðinni getur stofnunin einfaldlega ekki aflað sértekna á þann hátt sem stjórnvöld vilja að hún geri. Fagfólkið þar talar fyrir daufum eyrum þegar reynt er að gera stjórnvöldum grein fyrir alvarleika málsins. Á meðan bíða þúsundir á biðlista eftir nauðsynlegri aðstoð. Þetta er glórulaus staða og áhrifanna gætir enn víðar. Vegna viðvarandi fjárskorts hefur Heyrnar- og talmeinastöð þurft að leggja niður 18 mánaða eftirlit barna sem grunur leikur á að séu með málþroska röskun. Hugsið ykkur! Foreldar og forráðamenn barna geta ekki leitað til neinnar stofnunar með grun um seinkaðan málþroska eða einhvers konar tjáskiptavanda fyrir börn á þessum aldri. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands á samkvæmt lögum að huga að heyrnarheilsu og sérhæfðrar talmeinaþjónustu heillar þjóðar. Við þurfum að sjá sóma okkar í því að fagfólki sem þar starfar sé gert kleift að uppfylla lögin í okkar þágu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Ímyndið ykkur hvernig það er að þurfa að sinna verkefnum dagslegs lífs án þess að heyra almennilega. Hvernig það er að sinna börnum sínum, mökum og foreldum þannig. Setið ykkur í spor þeirra sem daglega ganga til vinnu við þessar aðstæður. Hvernig haldið þið að það gangi að sinna tómstundum? Setjið ykkur í þessi spor. Þetta er staða rúmlega 2.000 manns sem nú eru skráð á biðlista eftir heyrnarþjónustu frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Fullorðnir eru látnir bíða að meðaltali í tvö ár á þessum biðlista, börn þurfa ekki að þola nema sjö mánuði að meðaltali. Stórkostlegar ógöngur Rúmlega helmingur þeirra sem eru á biðlista bíður að meðaltali í tvö ár eftir þjónustu. Biðtími er mismunandi eftir þjónustu en mestur er biðtíminn hjá fullorðnum einstaklingum sem þurfa þjónustu vegna heyrnartækja og mælinga. 1.155 eru á biðlista eftir þeirri þjónustu og er biðtími þar að meðaltali tvö ár. Meira að segja þau sem þurfa aðstoð við heyrnartæki sem þau eru þegar komin með fá sæti á biðlistanum og eru föst þar í 1-2 mánuði. Þessar upplýsingar eru byggðar á gögnum frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands frá því í mars. Staðan hefur ekki lagast. Kristján Sverrisson, forstjóri stofnunarinnar, hefur verið ómyrkur í máli varðandi stöðuna og sagt endalausan niðurskurð og fjársvelti, aðstöðuleysi og manneklu hafa leitt til þess að opinber heyrnarþjónusta á Íslandi sé komin í stórkostlegar ógöngur. Skilningsleysi stjórnvalda Þetta var sem sagt staðan þegar fjárlög næsta árs voru unnin í sumar. Þar var niðurstaðan svo að útgjöld til málaflokksins eru áætluð 549 milljónir króna en fjárlögin gera ráð fyrir 231,6 milljónum. Stjórnvöld ætla Heyrnar- og talmeinastöð að loka gati upp á 318 milljónir með sértekjum á sama tíma og vitað er að gjaldskrá stofnunarinnar er háð lögum og reglugerðum sem þýðir að hún getur ekki aflað nema um fjórðungs þessarar fjárhæðar miðað við núverandi húsnæði og mannafla. Með öðrum orðum, vegna þess aðbúnaðar sem stjórnvöld búa Heyrnar- og talmeinastöðinni getur stofnunin einfaldlega ekki aflað sértekna á þann hátt sem stjórnvöld vilja að hún geri. Fagfólkið þar talar fyrir daufum eyrum þegar reynt er að gera stjórnvöldum grein fyrir alvarleika málsins. Á meðan bíða þúsundir á biðlista eftir nauðsynlegri aðstoð. Þetta er glórulaus staða og áhrifanna gætir enn víðar. Vegna viðvarandi fjárskorts hefur Heyrnar- og talmeinastöð þurft að leggja niður 18 mánaða eftirlit barna sem grunur leikur á að séu með málþroska röskun. Hugsið ykkur! Foreldar og forráðamenn barna geta ekki leitað til neinnar stofnunar með grun um seinkaðan málþroska eða einhvers konar tjáskiptavanda fyrir börn á þessum aldri. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands á samkvæmt lögum að huga að heyrnarheilsu og sérhæfðrar talmeinaþjónustu heillar þjóðar. Við þurfum að sjá sóma okkar í því að fagfólki sem þar starfar sé gert kleift að uppfylla lögin í okkar þágu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun