Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Aron Guðmundsson skrifar 8. október 2024 12:31 Teitur hefur verið að hasla sér völl á golfvellinum og fór holu í höggi um daginn. Farið var yfir ótrúlega viku í lífi Njarðvíkingsins í Bónus Körfuboltakvöldi Vísir/Samsett mynd Í þætti Bónus Körfuboltakvölds eftir fyrstu umferð Bónus deildar karla í körfubolta var vika körfuboltagoðsagnarinnar Teits Örlygssonar rakin. Hún var merkileg fyrir margra hluta sakir. Teitur gerði garðinn frægan sem leikmaður Njarðvíkur á sínum tíma og varð tíu sinnum Íslandsmeistari með liðinu og fjórum sinnum valinn besti leikmaður efstu deildar. Njarðvík kvaddi Ljónagryfjuna, heimavöll sínn í síðustu viku, og voru heiðursmennirnir Rúnar Birgir Gíslason, Gunnar Freyr Steinsson og Óskar Ófeigur Jónsson búnir að taka saman tölfræði tengda leikjum Teits í Ljónagryfjunni sem er hreint út sagt ótrúleg og má sjá á skiltinu hér fyrir neðan. „Þetta er eitthvað annað. Þessi tölfræði sem hér hefur verið sett upp. Þessi gæi getur allt. Án gríns. Hann fór holu í höggi um daginn,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, betur þekktur sem Jonni, einn af sérfræðingum Körfuboltakvölds. „Þessi vika fyrir Teit var rosaleg,“ sagði Stefán Árni og í kjölfarið var spilað myndband úr fórum Teits er hann áttaði sig á því að hann hefði farið holu í höggi. Umrætt myndband má sjá í innslaginu hér fyrir neðan. „Skiljanleg viðbrögð. Þetta er afrek,“ bætti Stefán Árni við og sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds tóku undir það. „Þetta sýnir hvaða keppnisskap þessi drengur hefur að geyma,“ sagði Jonni. „Hann byrjaði að stunda golf fyrir ekki mörgum árum síðan og er all-in í því eins og hann var í körfuboltanum. Þetta er yndislegur drengur. Eins og við þekkjum. Var stórkostlegur íþróttamaður og er greinilega enn. Ekkert nema endalaus virðing gagnvart því sem að hann hefur afrekað.“ Klippa: Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Körfuboltakvöld Bónus-deild karla UMF Njarðvík Körfubolti Tengdar fréttir Teitur í Ljónagryfjunni: „Eitthvað við húsið og söguna sem náði því besta úr mönnum“ Ljónagryfjan. Íþróttahúsið sem hefur reynst Njarðvíkingum svo vel. Hefur verið formlega kvatt með síðasta keppnisleiknum í húsinu. Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson er einn þeirra sem hefur alist upp í húsinu. Upplifað þar stórar gleðistundir. En einnig þung töp. Við fengum hann til þess að leiða okkur í gegnum Ljónagryfjuna og segja frá sögu hennar. 3. október 2024 09:29 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Teitur gerði garðinn frægan sem leikmaður Njarðvíkur á sínum tíma og varð tíu sinnum Íslandsmeistari með liðinu og fjórum sinnum valinn besti leikmaður efstu deildar. Njarðvík kvaddi Ljónagryfjuna, heimavöll sínn í síðustu viku, og voru heiðursmennirnir Rúnar Birgir Gíslason, Gunnar Freyr Steinsson og Óskar Ófeigur Jónsson búnir að taka saman tölfræði tengda leikjum Teits í Ljónagryfjunni sem er hreint út sagt ótrúleg og má sjá á skiltinu hér fyrir neðan. „Þetta er eitthvað annað. Þessi tölfræði sem hér hefur verið sett upp. Þessi gæi getur allt. Án gríns. Hann fór holu í höggi um daginn,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, betur þekktur sem Jonni, einn af sérfræðingum Körfuboltakvölds. „Þessi vika fyrir Teit var rosaleg,“ sagði Stefán Árni og í kjölfarið var spilað myndband úr fórum Teits er hann áttaði sig á því að hann hefði farið holu í höggi. Umrætt myndband má sjá í innslaginu hér fyrir neðan. „Skiljanleg viðbrögð. Þetta er afrek,“ bætti Stefán Árni við og sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds tóku undir það. „Þetta sýnir hvaða keppnisskap þessi drengur hefur að geyma,“ sagði Jonni. „Hann byrjaði að stunda golf fyrir ekki mörgum árum síðan og er all-in í því eins og hann var í körfuboltanum. Þetta er yndislegur drengur. Eins og við þekkjum. Var stórkostlegur íþróttamaður og er greinilega enn. Ekkert nema endalaus virðing gagnvart því sem að hann hefur afrekað.“ Klippa: Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“
Körfuboltakvöld Bónus-deild karla UMF Njarðvík Körfubolti Tengdar fréttir Teitur í Ljónagryfjunni: „Eitthvað við húsið og söguna sem náði því besta úr mönnum“ Ljónagryfjan. Íþróttahúsið sem hefur reynst Njarðvíkingum svo vel. Hefur verið formlega kvatt með síðasta keppnisleiknum í húsinu. Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson er einn þeirra sem hefur alist upp í húsinu. Upplifað þar stórar gleðistundir. En einnig þung töp. Við fengum hann til þess að leiða okkur í gegnum Ljónagryfjuna og segja frá sögu hennar. 3. október 2024 09:29 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Teitur í Ljónagryfjunni: „Eitthvað við húsið og söguna sem náði því besta úr mönnum“ Ljónagryfjan. Íþróttahúsið sem hefur reynst Njarðvíkingum svo vel. Hefur verið formlega kvatt með síðasta keppnisleiknum í húsinu. Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson er einn þeirra sem hefur alist upp í húsinu. Upplifað þar stórar gleðistundir. En einnig þung töp. Við fengum hann til þess að leiða okkur í gegnum Ljónagryfjuna og segja frá sögu hennar. 3. október 2024 09:29
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum