Teitur í Ljónagryfjunni: „Eitthvað við húsið og söguna sem náði því besta úr mönnum“ Aron Guðmundsson skrifar 3. október 2024 09:29 Teitur Örlygsson í Ljónagryfjunni sem er honum og öðrum Njarðvíkingum afar kær. Það er hér sem margt af fremsta körfuboltafólki Íslands hefur alist upp. Nú hefur verið opnað á nýjan kafla í sögu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Framundan tímar í nýju og glæsilegu íþróttahúsi. Síðasta keppnisleiknum í Ljónagryfjunni er lokið. Vísir/Sigurjón Ólason Ljónagryfjan. Íþróttahúsið sem hefur reynst Njarðvíkingum svo vel. Hefur verið formlega kvatt með síðasta keppnisleiknum í húsinu. Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson er einn þeirra sem hefur alist upp í húsinu. Upplifað þar stórar gleðistundir. En einnig þung töp. Við fengum hann til þess að leiða okkur í gegnum Ljónagryfjuna og segja frá sögu hennar. Það var einhvern veginn við hæfi að Njarðvíkingar skildu hafa kvatt Ljónagryfjuna með sigri. Það gerði kvennalið körfuknattleiksdeildarinnar í leik gegn Njarðvík í fyrstu umferð Bónus deildar kvenna á þriðjudagskvöldið síðastliðið. Framundan nýjir tímar. Nýr kafli til að verða ritaður í sögu körfuknattleiksdeildarinnar í nýju og glæsilegu íþróttahúsi í Stapaskóla. Á síðasta leikdeginum í Ljónagryfjunni hittum við á Teit Örlygsson og fengum hann til þess að fara með okkur í gegnum húsið og um leið rifja upp gamla tíma. Innslagið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Teitur er einn sigursælasti körfuboltamaður okkar Íslendinga og sem leikmaður Njarðvíkur varð hann tíu sinnum Íslandsmeistari og var fjórum sinnum valinn besti maður efstu deildar. „Það eru eiginlega bara akkúrat fimmtíu ár síðan. Hálf öld síðan að maður hérna sem polli að sprikla,“ segir Teitur. „Allar þessar gleðistundir. Allur tíminn sem maður hefur varið hér í þessu húsi. Ég hef hvergi í lífinu, fyrir utan heimili mitt, varið eins miklum einum stað eins og hér í Ljónagryfjunni. Þegar að maður er að alast upp og fær þessa körfuboltadellu. Þá var ég í Njarðvíkurskóla hér fyrir aftan og mætti á æfingu. Eftir æfingu hékk maður síðan hérna í Ljónagryfjunni fram á kvöld og fylgdist með meistaraflokki æfa. Þessi áhugi var svo brjálæðislegur á þessum tíma. Þarna kynntist maður strákunum sem maður átti eftir að spila með í meistaraflokki og var svo heppinn að fæðast í árgang góðra íþróttamanna. Úr varð stórveldi.“ Innslagið með Teiti Örlygssyni í Ljónagryfjunni má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. UMF Njarðvík Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Það var einhvern veginn við hæfi að Njarðvíkingar skildu hafa kvatt Ljónagryfjuna með sigri. Það gerði kvennalið körfuknattleiksdeildarinnar í leik gegn Njarðvík í fyrstu umferð Bónus deildar kvenna á þriðjudagskvöldið síðastliðið. Framundan nýjir tímar. Nýr kafli til að verða ritaður í sögu körfuknattleiksdeildarinnar í nýju og glæsilegu íþróttahúsi í Stapaskóla. Á síðasta leikdeginum í Ljónagryfjunni hittum við á Teit Örlygsson og fengum hann til þess að fara með okkur í gegnum húsið og um leið rifja upp gamla tíma. Innslagið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Teitur er einn sigursælasti körfuboltamaður okkar Íslendinga og sem leikmaður Njarðvíkur varð hann tíu sinnum Íslandsmeistari og var fjórum sinnum valinn besti maður efstu deildar. „Það eru eiginlega bara akkúrat fimmtíu ár síðan. Hálf öld síðan að maður hérna sem polli að sprikla,“ segir Teitur. „Allar þessar gleðistundir. Allur tíminn sem maður hefur varið hér í þessu húsi. Ég hef hvergi í lífinu, fyrir utan heimili mitt, varið eins miklum einum stað eins og hér í Ljónagryfjunni. Þegar að maður er að alast upp og fær þessa körfuboltadellu. Þá var ég í Njarðvíkurskóla hér fyrir aftan og mætti á æfingu. Eftir æfingu hékk maður síðan hérna í Ljónagryfjunni fram á kvöld og fylgdist með meistaraflokki æfa. Þessi áhugi var svo brjálæðislegur á þessum tíma. Þarna kynntist maður strákunum sem maður átti eftir að spila með í meistaraflokki og var svo heppinn að fæðast í árgang góðra íþróttamanna. Úr varð stórveldi.“ Innslagið með Teiti Örlygssyni í Ljónagryfjunni má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
UMF Njarðvík Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira