Er fólk ungt eða gamalt? Halldór S. Guðmundsson, Sigurveig H. Sigurðardóttir og Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifa 9. október 2024 08:03 Viðhorf og flokkun fólks í unga og gamla, endurspeglast í daglegum samskiptum fólks og líka hvernig við lítum á okkur sjálf. Eitt af því áhugaverða við almenn viðhorf gagnvart aldri, er að þau lýsa ekki aðeins afstöðu til einhvers annars – heldur gjarnan líka óttanum sem við sjálf erum að kljást við gagnvart öldrun og eldra fólki. Niðurstöður evrópskra rannsókna benda til að almenningur í Evrópu telji að yngri hluta æviskeiðsins ljúki milli þrítugs og fimmtugs og að gamals - aldur hefjist einhvern tíma á milli 51-66 ára. Upp úr fimmtugu verður fólk svo oftlega vart við aldursfordóma sem endurspeglast í aðgreiningu sem kemur fram í hugsun, væntingum, orðum og framkomu. Sérstaða aldurstengdra fordóma er að þeir snúa ekki bara að „öðru fólki eða hinum“, heldur varða okkur sjálf. Afstaðan byggir gjarnan á undirliggjandi ótta við að verða gamall, þó svo allflestir sjái fyrir sér eða óski sér þess að lifa lengi og helst til hárrar og heilbrigðrar elli. Þessar tvær hliðar aldursfordóma eru sérstakar, því iðulega snúast fordómar okkar og staðalmyndir um að aðgreina okkur frá tilteknum hópi eða samfélagi sem við sjáum ekki fyrir okkur að tilheyra eða verða hluti af. En það á ekki við um aldur og aldursfordóma – við eldumst og verðum því innan tíðar hluti af hópnum sem aldursfordómarnir beinast að. Í dag 9. október er dagur vitundarvakningar um aldurfordóma og hvatt er til að hvert og eitt og við sem samfélag, veitum staðalímyndum og aldurstengdum fordómum okkar sérstaka athygli. Aldursfordómar eða það sem líka er kallað aldurshyggja, vísar til staðalímynda (hvernig við hugsum), fordóma (hvernig okkur líður) og mismununar (hvernig við hegðum okkur) gagnvart öðrum eða sjálfum okkur á grundvelli aldurs. Hvers vegna að vinna gegn aldursfordómum? Jú af því aldursfordómar eru meiðandi og skaðlegir fyrir líkamlega, andlega og félagslega heilsu fólks, hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd þess, auka útgjöld samfélagsins til heilbrigðis- og félagsmála, ýta undir einmanaleika og skerða lífsgæði og líftíma einstaklinga. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar er eitt af fjórum áhersluatriðum áratugarins um heilbrigða öldrun 2020-2030, að vinna gegn aldursfordómum. Hér á landi felur það meðal annars í sér breyttar samfélagslegar áherslur í þjónustu við eldra fólk, aldursvænna samfélag og jafnvel afnám ýmissa lagaákvæða og reglna sem skerða réttindi og mannvirðingu eldra fólks. Í stað umræðu út frá veikleikum og kostnaði, þarf að tala út frá styrkleikum og heilbrigði eldra fólks og framlags þess til samfélagsins og menningarlífs og stuðnings milli kynslóðanna. Horfa skuli til styrkleika, og þátttöku, endurmeta hugsun og hegðun okkar og hvetja til virkni og samfélagslegs ávinnings af reynslumiklu fólki sem býr flest við góða heilsu. Ágæti lesandi, hvort sem þú er ungur eða gamall – vandaðu orð þín, hugsun og athafnir - því allt snýst það um hvernig þér líður og muni líða í framtíðinni. Halldór S. GuðmundssonSigurveig H. SigurðardóttirSirrý Sif Sigurlaugardóttir Höfundar er allir félagsráðgjafar og starfandi við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Viðhorf og flokkun fólks í unga og gamla, endurspeglast í daglegum samskiptum fólks og líka hvernig við lítum á okkur sjálf. Eitt af því áhugaverða við almenn viðhorf gagnvart aldri, er að þau lýsa ekki aðeins afstöðu til einhvers annars – heldur gjarnan líka óttanum sem við sjálf erum að kljást við gagnvart öldrun og eldra fólki. Niðurstöður evrópskra rannsókna benda til að almenningur í Evrópu telji að yngri hluta æviskeiðsins ljúki milli þrítugs og fimmtugs og að gamals - aldur hefjist einhvern tíma á milli 51-66 ára. Upp úr fimmtugu verður fólk svo oftlega vart við aldursfordóma sem endurspeglast í aðgreiningu sem kemur fram í hugsun, væntingum, orðum og framkomu. Sérstaða aldurstengdra fordóma er að þeir snúa ekki bara að „öðru fólki eða hinum“, heldur varða okkur sjálf. Afstaðan byggir gjarnan á undirliggjandi ótta við að verða gamall, þó svo allflestir sjái fyrir sér eða óski sér þess að lifa lengi og helst til hárrar og heilbrigðrar elli. Þessar tvær hliðar aldursfordóma eru sérstakar, því iðulega snúast fordómar okkar og staðalmyndir um að aðgreina okkur frá tilteknum hópi eða samfélagi sem við sjáum ekki fyrir okkur að tilheyra eða verða hluti af. En það á ekki við um aldur og aldursfordóma – við eldumst og verðum því innan tíðar hluti af hópnum sem aldursfordómarnir beinast að. Í dag 9. október er dagur vitundarvakningar um aldurfordóma og hvatt er til að hvert og eitt og við sem samfélag, veitum staðalímyndum og aldurstengdum fordómum okkar sérstaka athygli. Aldursfordómar eða það sem líka er kallað aldurshyggja, vísar til staðalímynda (hvernig við hugsum), fordóma (hvernig okkur líður) og mismununar (hvernig við hegðum okkur) gagnvart öðrum eða sjálfum okkur á grundvelli aldurs. Hvers vegna að vinna gegn aldursfordómum? Jú af því aldursfordómar eru meiðandi og skaðlegir fyrir líkamlega, andlega og félagslega heilsu fólks, hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd þess, auka útgjöld samfélagsins til heilbrigðis- og félagsmála, ýta undir einmanaleika og skerða lífsgæði og líftíma einstaklinga. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar er eitt af fjórum áhersluatriðum áratugarins um heilbrigða öldrun 2020-2030, að vinna gegn aldursfordómum. Hér á landi felur það meðal annars í sér breyttar samfélagslegar áherslur í þjónustu við eldra fólk, aldursvænna samfélag og jafnvel afnám ýmissa lagaákvæða og reglna sem skerða réttindi og mannvirðingu eldra fólks. Í stað umræðu út frá veikleikum og kostnaði, þarf að tala út frá styrkleikum og heilbrigði eldra fólks og framlags þess til samfélagsins og menningarlífs og stuðnings milli kynslóðanna. Horfa skuli til styrkleika, og þátttöku, endurmeta hugsun og hegðun okkar og hvetja til virkni og samfélagslegs ávinnings af reynslumiklu fólki sem býr flest við góða heilsu. Ágæti lesandi, hvort sem þú er ungur eða gamall – vandaðu orð þín, hugsun og athafnir - því allt snýst það um hvernig þér líður og muni líða í framtíðinni. Halldór S. GuðmundssonSigurveig H. SigurðardóttirSirrý Sif Sigurlaugardóttir Höfundar er allir félagsráðgjafar og starfandi við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun