Nýsköpun án framtíðar? Erna Magnúsdóttir og Eiríkur Steingrímsson skrifa 7. október 2024 07:02 Undanfarin misseri hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á nýsköpun á Íslandi. Samkeppnissjóður nýsköpunar Tækniþróunarsjóður hefur verið efldur, endurgreiðslur rannsókna- og þróunarkostnaður fyrirtækja hafa stóraukist, og skattaívilnanir fyrir sérhæft erlent starfsfólk verið komið á. Árið 2017 fengu nýsköpunarfyrirtæki tæpa 2.4 miljarða í styrk beint úr ríkissjóði og hefur farið ört hækkandi síðan. Gert er ráð fyrir rúmum 17 milljörðum í endurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja á næsta ári og gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun til ársins 2027. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku með auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir lækkað í raunvirði ár eftir ár. Nýsköpun þarf í grunninn fernt til að þrífast, frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn, aðstöðu auk vel þjálfaðs starfsfólks. Þetta síðastnefnda er grunn-starfsemi háskóla. Þeir kenna nemum í grunnnámi og þjálfa framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Fyrir rannsóknatengd nýsköpunarfyrirtæki er þjálfunin sem nemendur fá í sjálfstæðum vinnubrögðum og verkefna- og tímastjórnun. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Grunnrannsóknir háskóla og stofnana eru því afar mikilvæg undirstaða fyrir atvinnulífið. Það skýtur því skökku við að um leið og stjórnvöld leggja mikla áherslu á nýsköpun og nýsköpunarfyrirtækjum fer hratt fjölgandi á landinu þá er enn og aftur stefnt að niðurskurði á opinberu samkeppnissjóðunum tveimur, Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Á sama tíma aukast framlög til rannsóknasjóða Evrópusambandsins (enda eru þau bundin GDP og langtíma samningum) og endurgreiðslur rannsókna- og þróunarskostnaðar fyrirtækja taka stórt stökk uppá við. Það er eins og stjórnvöld hafi tekið ákvörðun um að vísindi og rannsóknir skuli fara fram í fyrirtækjum eingöngu en ekki við háskóla eða rannsóknastofnanir. Við könnumst ekki við að umræða um slíka stefnubreytingu hafi farið fram en tölurnar benda sterklega til að ákvörðunin hafi verið tekin. Þegar tölurnar um samkeppnissjóðina eru skoðaðar hefur lítið breyst síðustu 10 árin. Úthlutanir til nýrra styrkja Rannsóknasjóðs Vísinda og tækniráðs jukust einungis um 6% milli 2013 og 2024 ef miðað er við launavísitölu, en 2013 var fyrsta árið þar sem framlög voru aukin eftir stórfeldan niðurskurð vegna fjármálahruns. Á sama tíma hafa umsvif nýsköpunarfyrirtækja og styrkir til þeirra margfaldast. Ef verður af niðurskurði til sjóðanna á fjárlögum 2024 mun úthlutun til nýrra styrkja verða á pari við það sem hún var árið 2012, í miðjum niðurskurði vegna fjármálahruns, þegar umsvif nýsköpunar og hugvits voru mun minni í íslensku atvinnulífi og umsóknir í sjóðinn voru um fjórðungi færri en þær voru á síðasta ári. Aðrir sjóðir svo sem Rannsóknasjóður Háskóla Íslands og Vísindasjóður Landspítalans hafa staðið í stað síðustu 10 ár. Þessir tveir sjóðir hafa varla breyst í krónutölu sem þýðir að kaupmáttur þeirra hefur hríðlækkað á síðustu 10 árum. Ef stjórnvöld vilja halda áfram að efla nýsköpun í landinu er nauðsynlegt að efla samkeppnissjóði vísinda um leið. Annars stranda nýju fyrirtækin vegna skorts á starfsfólki. Eiríkur er prófessor við Læknadeild HÍ. Erna er dósent við Læknadeild HÍ og stjórnarformaður Lífvísindaseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á nýsköpun á Íslandi. Samkeppnissjóður nýsköpunar Tækniþróunarsjóður hefur verið efldur, endurgreiðslur rannsókna- og þróunarkostnaður fyrirtækja hafa stóraukist, og skattaívilnanir fyrir sérhæft erlent starfsfólk verið komið á. Árið 2017 fengu nýsköpunarfyrirtæki tæpa 2.4 miljarða í styrk beint úr ríkissjóði og hefur farið ört hækkandi síðan. Gert er ráð fyrir rúmum 17 milljörðum í endurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja á næsta ári og gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun til ársins 2027. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku með auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir lækkað í raunvirði ár eftir ár. Nýsköpun þarf í grunninn fernt til að þrífast, frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn, aðstöðu auk vel þjálfaðs starfsfólks. Þetta síðastnefnda er grunn-starfsemi háskóla. Þeir kenna nemum í grunnnámi og þjálfa framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Fyrir rannsóknatengd nýsköpunarfyrirtæki er þjálfunin sem nemendur fá í sjálfstæðum vinnubrögðum og verkefna- og tímastjórnun. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Grunnrannsóknir háskóla og stofnana eru því afar mikilvæg undirstaða fyrir atvinnulífið. Það skýtur því skökku við að um leið og stjórnvöld leggja mikla áherslu á nýsköpun og nýsköpunarfyrirtækjum fer hratt fjölgandi á landinu þá er enn og aftur stefnt að niðurskurði á opinberu samkeppnissjóðunum tveimur, Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Á sama tíma aukast framlög til rannsóknasjóða Evrópusambandsins (enda eru þau bundin GDP og langtíma samningum) og endurgreiðslur rannsókna- og þróunarskostnaðar fyrirtækja taka stórt stökk uppá við. Það er eins og stjórnvöld hafi tekið ákvörðun um að vísindi og rannsóknir skuli fara fram í fyrirtækjum eingöngu en ekki við háskóla eða rannsóknastofnanir. Við könnumst ekki við að umræða um slíka stefnubreytingu hafi farið fram en tölurnar benda sterklega til að ákvörðunin hafi verið tekin. Þegar tölurnar um samkeppnissjóðina eru skoðaðar hefur lítið breyst síðustu 10 árin. Úthlutanir til nýrra styrkja Rannsóknasjóðs Vísinda og tækniráðs jukust einungis um 6% milli 2013 og 2024 ef miðað er við launavísitölu, en 2013 var fyrsta árið þar sem framlög voru aukin eftir stórfeldan niðurskurð vegna fjármálahruns. Á sama tíma hafa umsvif nýsköpunarfyrirtækja og styrkir til þeirra margfaldast. Ef verður af niðurskurði til sjóðanna á fjárlögum 2024 mun úthlutun til nýrra styrkja verða á pari við það sem hún var árið 2012, í miðjum niðurskurði vegna fjármálahruns, þegar umsvif nýsköpunar og hugvits voru mun minni í íslensku atvinnulífi og umsóknir í sjóðinn voru um fjórðungi færri en þær voru á síðasta ári. Aðrir sjóðir svo sem Rannsóknasjóður Háskóla Íslands og Vísindasjóður Landspítalans hafa staðið í stað síðustu 10 ár. Þessir tveir sjóðir hafa varla breyst í krónutölu sem þýðir að kaupmáttur þeirra hefur hríðlækkað á síðustu 10 árum. Ef stjórnvöld vilja halda áfram að efla nýsköpun í landinu er nauðsynlegt að efla samkeppnissjóði vísinda um leið. Annars stranda nýju fyrirtækin vegna skorts á starfsfólki. Eiríkur er prófessor við Læknadeild HÍ. Erna er dósent við Læknadeild HÍ og stjórnarformaður Lífvísindaseturs.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun