Háskóli Íslands er ekki að sinna skyldum sínum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar 4. október 2024 10:02 Á Íslandi er fólki kennt frá blautu barnsbeini að menntun sé mikilvægasta verkfærið fyrir bjarta og árangursríka framtíð. Það er skólaskylda upp að 10. bekk og þaðan eru okkur allir menntavegir færir. Hvort sem þú vilt verða fatahönnuður og ferð þá í Listaháskólann eða besservisser bókmenntafræðingurog hendir þér ofan í bóklegt nám Háskóla Íslands. „Mennt er máttur“ sagði enski heimspekingurinn Francis Bacon, og hann hafði nokkuð til síns máls. Með menntun öðlumst við mátt. Menntamorð (e. scholasticide) er því hugtak sem ætti að skjóta okkur skelk í bringu. Það raungerist núna í þeirri hryllilegu staðreynd að allir skólar á Gaza hafa verið sprengdir í loft upp af Ísraelsher. Engin börn byrjuðu í fyrsta bekk þetta haust og engir háskólanemar héldu sínu námi áfram, hvort sem þau voru að læra fatahönnun eða bókmenntir. Það er engin skömm í því að vita ekki nóg eða líða eins og maður geti ekkert gert. Þjóðarmorðið á Gaza er okkar veruleika svo fjarri að það er ekki hægt að setja sig í þeirra fótspor. Við höfum til dæmis eitt sem þau hafa ekki, fullt aðgengi að menntun, samnemendum okkar og kennurum. Við höfum ekki misst máttinn sem menntunin gefur. Það hryggir okkur að skólinn sem við stundum nám við sé enn í akademísku samstarfi við ísraelska háskóla, þrátt fyrir hörmungarnar sem yfirvöld þar hafa ollið palestínskum skólum, kennurum og nemendum. Við spyrjum Háskólann eins og aðrir spyrja börn, myndi þér líða vel ef einhver gerði svona við þig? Þótt að Palestínumenn berjist með endalausri og aðdáunarveðri seiglu hafa nemendur á Gaza verið svipt möguleikanum til menntunar, þar sem Ísrael veit að mennt er máttur. Við getum hinsvegar nýtt okkar menntun, okkar mátt, í þeirra þágu. Háskóla Íslands ber skylda að fordæma þjóða- og menntamorðið í Palestínu og það vita skólastjórnendur mætavel. Háskólinn er nefnilega einn af þeim fjölmörgu skólum sem undirrituðu Magna Charta Universitatum, sáttmála um að stuðla að sameiginlegum siðferðislegumskyldum háskólanna. Þar kemur til dæmis fram að háskólar viðurkenni að menntun sé mannréttindi og að háskólastofnanir eigi að ýta undir og hjálpa þeim sem ekki hafa aðgang að þeim mannréttindum. Í þokkabót hefur skólinn opinberlega birt að gildi sín séu akademískt frelsi, jafnrétti og fagmennska. Sú hegðun sem Háskóli Íslands sýnir af sér með hlutleysi og þögn þegar heimurinn horfir upp á þjóðarmorð, og bíður jafnvel gestafyrirlesurum frá opinberlega Síonískum háskólum til sín, sýnir ekki þessi gildi í verki, frá okkar dyrum séð sýnir þessi hegðun þröngsýni, mismunun og loddaraskap. Háskóli Íslands á að geta staðið við orð sín og skuldbindingar. Ef Háskólinn sinnir ekki skyldum sínum núna, hvaða prinsipp mun hann svíkja næst? Viljum við að orð elsta háskóla Íslands séu merkingarsnauð? Höfundar eru Kjartan Sveinn Guðmundsson og Silja Höllu Egilsdóttir og þau skrifa f.h Stúdenta. Fyrir Palestínu við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er fólki kennt frá blautu barnsbeini að menntun sé mikilvægasta verkfærið fyrir bjarta og árangursríka framtíð. Það er skólaskylda upp að 10. bekk og þaðan eru okkur allir menntavegir færir. Hvort sem þú vilt verða fatahönnuður og ferð þá í Listaháskólann eða besservisser bókmenntafræðingurog hendir þér ofan í bóklegt nám Háskóla Íslands. „Mennt er máttur“ sagði enski heimspekingurinn Francis Bacon, og hann hafði nokkuð til síns máls. Með menntun öðlumst við mátt. Menntamorð (e. scholasticide) er því hugtak sem ætti að skjóta okkur skelk í bringu. Það raungerist núna í þeirri hryllilegu staðreynd að allir skólar á Gaza hafa verið sprengdir í loft upp af Ísraelsher. Engin börn byrjuðu í fyrsta bekk þetta haust og engir háskólanemar héldu sínu námi áfram, hvort sem þau voru að læra fatahönnun eða bókmenntir. Það er engin skömm í því að vita ekki nóg eða líða eins og maður geti ekkert gert. Þjóðarmorðið á Gaza er okkar veruleika svo fjarri að það er ekki hægt að setja sig í þeirra fótspor. Við höfum til dæmis eitt sem þau hafa ekki, fullt aðgengi að menntun, samnemendum okkar og kennurum. Við höfum ekki misst máttinn sem menntunin gefur. Það hryggir okkur að skólinn sem við stundum nám við sé enn í akademísku samstarfi við ísraelska háskóla, þrátt fyrir hörmungarnar sem yfirvöld þar hafa ollið palestínskum skólum, kennurum og nemendum. Við spyrjum Háskólann eins og aðrir spyrja börn, myndi þér líða vel ef einhver gerði svona við þig? Þótt að Palestínumenn berjist með endalausri og aðdáunarveðri seiglu hafa nemendur á Gaza verið svipt möguleikanum til menntunar, þar sem Ísrael veit að mennt er máttur. Við getum hinsvegar nýtt okkar menntun, okkar mátt, í þeirra þágu. Háskóla Íslands ber skylda að fordæma þjóða- og menntamorðið í Palestínu og það vita skólastjórnendur mætavel. Háskólinn er nefnilega einn af þeim fjölmörgu skólum sem undirrituðu Magna Charta Universitatum, sáttmála um að stuðla að sameiginlegum siðferðislegumskyldum háskólanna. Þar kemur til dæmis fram að háskólar viðurkenni að menntun sé mannréttindi og að háskólastofnanir eigi að ýta undir og hjálpa þeim sem ekki hafa aðgang að þeim mannréttindum. Í þokkabót hefur skólinn opinberlega birt að gildi sín séu akademískt frelsi, jafnrétti og fagmennska. Sú hegðun sem Háskóli Íslands sýnir af sér með hlutleysi og þögn þegar heimurinn horfir upp á þjóðarmorð, og bíður jafnvel gestafyrirlesurum frá opinberlega Síonískum háskólum til sín, sýnir ekki þessi gildi í verki, frá okkar dyrum séð sýnir þessi hegðun þröngsýni, mismunun og loddaraskap. Háskóli Íslands á að geta staðið við orð sín og skuldbindingar. Ef Háskólinn sinnir ekki skyldum sínum núna, hvaða prinsipp mun hann svíkja næst? Viljum við að orð elsta háskóla Íslands séu merkingarsnauð? Höfundar eru Kjartan Sveinn Guðmundsson og Silja Höllu Egilsdóttir og þau skrifa f.h Stúdenta. Fyrir Palestínu við Háskóla Íslands.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun