Þú breytir öllu Hlíf Steingrímsdóttir skrifar 1. október 2024 07:03 Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. Bleika slaufan á orðið 25 ára langa sögu með þjóðinni, sem hefur fyrir löngu tekið hana upp á sína arma. Bleika slaufan er fyrir allar þær 10.070 konur hér á landi sem hafa fengið krabbamein en fær okkur líka til að minnast þeirra sem við höfum misst. Því miður er það ennþá þannig að krabbamein eru algengasta orsök ótímabærra dauðsfalla, þó framfarir séu miklar og árangur batni sífellt. Í Bleiku slaufunni er allt samfélagið baðað bleikum ljóma. Krabbameinsfélagið nýtir október til að vekja athygli á ótal þáttum sem tengjast krabbameinum hjá konum með fjölbreyttum skilaboðum. Þar má nefna mikilvægi þátttöku í krabbameinsskimunum, mikilvægi þess að þekkja einkenni krabbameina og leita læknis fljótt, um lífsstíl sem dregur úr krabbameinsáhættu og hvað hægt er að gera til að bæta líðan í og eftir krabbameinsmeðferð. Megináherslan í átakinu í ár er hins vegar á aðstandendur, undir yfirskriftinni „Þú breytir öllu“. Við hjá Krabbameinsfélaginu viljum að enginn þurfi að glíma einsamall við krabbamein. Félagið er sterkur bakhjarl þeirra sem greinast með krabbamein en jafnframt vitum við að enginn kemur í stað náinna aðstandenda eins og ítrekað hefur verið staðfest í rannsóknum. Stuðningur þeirra skiptir öllu máli. Í Bleiku slaufunni í ár þökkum við aðstandendum, sem sjaldnast ætlast til að þeim sé þakkað, gleymast stundum í alvarlegum veikindum en skipta oftar en ekki sköpum. Við viljum vekja athygli á því mikilvæga hlutverki sem aðstandendur gegna en líka þeim áhrifum sem alvarleg veikindi hafa óhjákvæmilega á líf þeirra. Fjölskylda og vinir ganga oft í gegnum erfiða og flókna tíma í kjölfarið, taka á sig aukna ábyrgð og oft á tíðum ný hlutverk um leið og eðlilegt er að upplifa vanmáttarkennd og óöryggi. Í alvarlegum veikindum er eðlilegt að setja þarfir þess sem er veikur í forgang en á sama tíma er mikilvægt að huga að eigin heilsu. Í Bleiku slaufunni gefum við aðstandendum hagnýt ráð og bendum á hvernig hægt er að auðvelda þeim lífið. Við vekjum sömuleiðis athygli á þeirri þjónustu Krabbameinsfélagsins sem býðst aðstandendum jafnt og þeim sem eru veikir. Reyndir sálfræðingar, félagsráðgjafar og hjúkrunarfræðingar veita ókeypis ráðgjöf um leiðir til að að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar, upplýsingar um réttindi, úrræði og þjónustu, fræðslu um viðbrögð, líkamleg og sálræn einkenni, samskipti í veikindum, til dæmis við börn svo eitthvað sé nefnt. Félagið veitir einnig ráðgjöf til vinnustaða sem oft eru lykilaðilar í að létta undir með fólki í veikindum, með auknum sveigjanleika, hvort sem um er að ræða þá sem eru veikir eða aðstandendur. Krabbameinstilvikum mun fjölga mikið hér á landi á næstu árum fyrst og fremst vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar hækkar en líkur á krabbameinum aukast eftir því sem fólk eldist. Til að geta tekist á við það og tryggt bestan árangur varðandi krabbamein þarf að nálgast viðfangsefnið frá öllum hliðum. Með fræðslu og forvörnum, vísindastarfi, ráðgjöf og stuðningi vinnur Krabbameinsfélagið með aðildarfélögum sínum að því að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og að þau sem veikjast lifi lengi og góðu lífi með sínu fólki. Almenningur og fyrirtæki í landinu hafa í 25 ár stutt Krabbameinsfélagið í Bleiku slaufunni. Við treystum áfram á stuðninginn. Með því að kaupa Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í því góða starfi. Þú breytir öllu. Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. Bleika slaufan á orðið 25 ára langa sögu með þjóðinni, sem hefur fyrir löngu tekið hana upp á sína arma. Bleika slaufan er fyrir allar þær 10.070 konur hér á landi sem hafa fengið krabbamein en fær okkur líka til að minnast þeirra sem við höfum misst. Því miður er það ennþá þannig að krabbamein eru algengasta orsök ótímabærra dauðsfalla, þó framfarir séu miklar og árangur batni sífellt. Í Bleiku slaufunni er allt samfélagið baðað bleikum ljóma. Krabbameinsfélagið nýtir október til að vekja athygli á ótal þáttum sem tengjast krabbameinum hjá konum með fjölbreyttum skilaboðum. Þar má nefna mikilvægi þátttöku í krabbameinsskimunum, mikilvægi þess að þekkja einkenni krabbameina og leita læknis fljótt, um lífsstíl sem dregur úr krabbameinsáhættu og hvað hægt er að gera til að bæta líðan í og eftir krabbameinsmeðferð. Megináherslan í átakinu í ár er hins vegar á aðstandendur, undir yfirskriftinni „Þú breytir öllu“. Við hjá Krabbameinsfélaginu viljum að enginn þurfi að glíma einsamall við krabbamein. Félagið er sterkur bakhjarl þeirra sem greinast með krabbamein en jafnframt vitum við að enginn kemur í stað náinna aðstandenda eins og ítrekað hefur verið staðfest í rannsóknum. Stuðningur þeirra skiptir öllu máli. Í Bleiku slaufunni í ár þökkum við aðstandendum, sem sjaldnast ætlast til að þeim sé þakkað, gleymast stundum í alvarlegum veikindum en skipta oftar en ekki sköpum. Við viljum vekja athygli á því mikilvæga hlutverki sem aðstandendur gegna en líka þeim áhrifum sem alvarleg veikindi hafa óhjákvæmilega á líf þeirra. Fjölskylda og vinir ganga oft í gegnum erfiða og flókna tíma í kjölfarið, taka á sig aukna ábyrgð og oft á tíðum ný hlutverk um leið og eðlilegt er að upplifa vanmáttarkennd og óöryggi. Í alvarlegum veikindum er eðlilegt að setja þarfir þess sem er veikur í forgang en á sama tíma er mikilvægt að huga að eigin heilsu. Í Bleiku slaufunni gefum við aðstandendum hagnýt ráð og bendum á hvernig hægt er að auðvelda þeim lífið. Við vekjum sömuleiðis athygli á þeirri þjónustu Krabbameinsfélagsins sem býðst aðstandendum jafnt og þeim sem eru veikir. Reyndir sálfræðingar, félagsráðgjafar og hjúkrunarfræðingar veita ókeypis ráðgjöf um leiðir til að að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar, upplýsingar um réttindi, úrræði og þjónustu, fræðslu um viðbrögð, líkamleg og sálræn einkenni, samskipti í veikindum, til dæmis við börn svo eitthvað sé nefnt. Félagið veitir einnig ráðgjöf til vinnustaða sem oft eru lykilaðilar í að létta undir með fólki í veikindum, með auknum sveigjanleika, hvort sem um er að ræða þá sem eru veikir eða aðstandendur. Krabbameinstilvikum mun fjölga mikið hér á landi á næstu árum fyrst og fremst vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar hækkar en líkur á krabbameinum aukast eftir því sem fólk eldist. Til að geta tekist á við það og tryggt bestan árangur varðandi krabbamein þarf að nálgast viðfangsefnið frá öllum hliðum. Með fræðslu og forvörnum, vísindastarfi, ráðgjöf og stuðningi vinnur Krabbameinsfélagið með aðildarfélögum sínum að því að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og að þau sem veikjast lifi lengi og góðu lífi með sínu fólki. Almenningur og fyrirtæki í landinu hafa í 25 ár stutt Krabbameinsfélagið í Bleiku slaufunni. Við treystum áfram á stuðninginn. Með því að kaupa Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í því góða starfi. Þú breytir öllu. Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Íslands.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar