Af hverju að fara aftur þangað með glóðarauga þegar það er að batna? Davíð Bergmann skrifar 29. september 2024 10:00 Hægrimenn ættu ekki að splundrast í sundur í marga flokka á hægri væng stjórnmálanna að mati ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, viðraði þá skoðun á dögunum í spjalli að henni myndi hugnast ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins. Tveir síðarnefndu flokkarnir hafa sótt í sig veðrið í nýlegum skoðanakönnunum, svo vitnað sé beint í ráðherra úr frétt Stöðvar 2 í gærkvöld. Síðan slær ráðherra út með því að segja að hún sjái fyrir sér að það væri hægt að sameina hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni, sem er hver hlýtur maður að spyrja sig í framhaldinu? Þetta finnst mér í meira lagi hjákátlegur málflutningur og kæri ráðherra, nei, það er ekki hægt að sameina alla hægrimenn undir Sjálfstæðisstefnunni þegar Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að segja skilið við stefnuna og þarf ekki nema líta til síðustu sjö ára í því samhengi í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Það er af ástæðu að menn hafa yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn og leitað á önnur mið og fundið sig frekar í flokkum sem standa fyrir skynsemishyggju og rökfestu og eru ekki að gefa afslátt af stefnu sinni. Áslaug Arna, getur verið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fjarlægst og misst jarðtenginguna við kjósendur sína? Það er ekki sjálfgefið að menn og konur komi aftur í stjórnmálaflokk sem hefur svikið kjósendur sína ítrekað og gefið endalausan afslátt af stefnu sinni, ekki frekar en konan sem er í Kvennaathvarfinu, snúi aftur til ofbeldismannsins sem hefur lofað öllu fínu og fögru ef hún kemur aftur heim. Flokkur sem segist standa með stétt við stétt getur ekki verið samansettur af níu lögmönnum í sjötján manna þingflokki, þannig stjórnmálaflokkur hefur misst jarðtenginguna við kjósendur sína. Í þeim flokki heyrast ekki allar raddir og sá flokkur er hættur að endurspegla samsetningu samfélagsins sem við lifum í dag. Við sem kjósum til hægri getum ekki sameinast undir þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn er að taka í dag. Það sýna verk ríkisstjórnarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins að undanförnu, það hefur sýnt sig að þeim flokki er ekki treystandi lengur. Það að kalla eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn leiði hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni er eins og að stíga aftur inn í ofbeldissamband með glóðarauga á báðum augum. Kannski svarar þetta einhverjum þeim spurningum af hverju við getum ekki sameinast undir armi Sjálfstæðisflokksins við hægrimenn, kannski þarf sá ágæti flokkur að fara í alvarlega naflaskoðun, það er ekki nóg að lofa betrun og öllu fögru eins og ofbeldismaðurinn gerir, það dugar ekki í dag. Flokkur sem kennir sig við stétt við stétt hefur misst jarðsamband við kjósendur sína þegar samsetning þingflokks er með þessum hætti bara svo eitt dæmi sé tekið. Þess vegna er gott að hafa fundið sér nýtt heimili þar sem maður veit að það ríkir staðfesta og öryggi og menn eru ekki að gefa afslátt af stefnu sinni eftir því hvernig veður og vindar blása. Miðflokkurinn er ekki svartfuglavilltur í sjólægðinni, hann er flokkur sem hefur fast land undir fótum sér og ætlar að leiða íslenska þjóð til farsældar í framtíðinni og þar vil ég tilheyra. Höfundur er Miðflokksmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hægrimenn ættu ekki að splundrast í sundur í marga flokka á hægri væng stjórnmálanna að mati ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, viðraði þá skoðun á dögunum í spjalli að henni myndi hugnast ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins. Tveir síðarnefndu flokkarnir hafa sótt í sig veðrið í nýlegum skoðanakönnunum, svo vitnað sé beint í ráðherra úr frétt Stöðvar 2 í gærkvöld. Síðan slær ráðherra út með því að segja að hún sjái fyrir sér að það væri hægt að sameina hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni, sem er hver hlýtur maður að spyrja sig í framhaldinu? Þetta finnst mér í meira lagi hjákátlegur málflutningur og kæri ráðherra, nei, það er ekki hægt að sameina alla hægrimenn undir Sjálfstæðisstefnunni þegar Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að segja skilið við stefnuna og þarf ekki nema líta til síðustu sjö ára í því samhengi í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Það er af ástæðu að menn hafa yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn og leitað á önnur mið og fundið sig frekar í flokkum sem standa fyrir skynsemishyggju og rökfestu og eru ekki að gefa afslátt af stefnu sinni. Áslaug Arna, getur verið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fjarlægst og misst jarðtenginguna við kjósendur sína? Það er ekki sjálfgefið að menn og konur komi aftur í stjórnmálaflokk sem hefur svikið kjósendur sína ítrekað og gefið endalausan afslátt af stefnu sinni, ekki frekar en konan sem er í Kvennaathvarfinu, snúi aftur til ofbeldismannsins sem hefur lofað öllu fínu og fögru ef hún kemur aftur heim. Flokkur sem segist standa með stétt við stétt getur ekki verið samansettur af níu lögmönnum í sjötján manna þingflokki, þannig stjórnmálaflokkur hefur misst jarðtenginguna við kjósendur sína. Í þeim flokki heyrast ekki allar raddir og sá flokkur er hættur að endurspegla samsetningu samfélagsins sem við lifum í dag. Við sem kjósum til hægri getum ekki sameinast undir þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn er að taka í dag. Það sýna verk ríkisstjórnarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins að undanförnu, það hefur sýnt sig að þeim flokki er ekki treystandi lengur. Það að kalla eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn leiði hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni er eins og að stíga aftur inn í ofbeldissamband með glóðarauga á báðum augum. Kannski svarar þetta einhverjum þeim spurningum af hverju við getum ekki sameinast undir armi Sjálfstæðisflokksins við hægrimenn, kannski þarf sá ágæti flokkur að fara í alvarlega naflaskoðun, það er ekki nóg að lofa betrun og öllu fögru eins og ofbeldismaðurinn gerir, það dugar ekki í dag. Flokkur sem kennir sig við stétt við stétt hefur misst jarðsamband við kjósendur sína þegar samsetning þingflokks er með þessum hætti bara svo eitt dæmi sé tekið. Þess vegna er gott að hafa fundið sér nýtt heimili þar sem maður veit að það ríkir staðfesta og öryggi og menn eru ekki að gefa afslátt af stefnu sinni eftir því hvernig veður og vindar blása. Miðflokkurinn er ekki svartfuglavilltur í sjólægðinni, hann er flokkur sem hefur fast land undir fótum sér og ætlar að leiða íslenska þjóð til farsældar í framtíðinni og þar vil ég tilheyra. Höfundur er Miðflokksmaður
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun