Er lýðræðislegt að senda vopn til Úkraínu? Hildur Þórðardóttir skrifar 25. september 2024 12:02 Maður nokkur sagði mér að hann væri að styðja lýðræði með því að mótmæla ekki vopnakaupum yfirvalda fyrir íslenska skattpeninga. Hvað með lýðræði okkar hér á landi? Höfum við fengið að ræða og kjósa um hvort við viljum kaupa vopn og senda út? Við Íslendingar höfum alltaf verið stolt af því að vera friðsöm, herlaus og vopnlaus þjóð allt frá sjálfstæði landsins, fyrir utan útlenskan her sem tók sér bólfestu hér í nokkra áratugi. Við tökum ekki þátt í stríðum annarra landa og sú aðstoð sem við veitum stríðshrjáðum löndum er að senda hjúkrunarfólk og flugvallarstarfsmenn á svæðið. Þetta hefur veitt okkur öryggi og góðvild annarra þjóða. Nú allt í einu hefur ríkisstjórnin ákveðið að íslenska þjóðin sé fylgjandi stríðsrekstri, vilji ólm kaupa vopn fyrir milljarða og styðja dráp á saklausu fólki. Á fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir tæplega 7 milljörður í stríðsrekstur. Árið 2022 sendum við 2,2 milljarða og árið 2023 3,5 milljarða. Þetta gera tæpa 16 milljarða. Fengum við að ræða þetta? Þessi vopnakaup fóru leynt og passað var að almenningur heyrði ekkert um kaupin fyrr en þau voru afstaðin. Er það lýðræði? Með vopnakaupum eru ráðamenn að breyta Íslandi í hernaðarskotmark. Öryggi okkar er ógnað, ekki vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, heldur vegna gjörða ríkisstjórnarinnar og ábyrgðarleysi gagnvart eigin þegnum. Við höfum sett af stað undirskriftalista þar sem forseti er hvattur til að vísa þessu lagafrumvarpi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ekkert í núverandi lögum sem mælir gegn því að fjárlagafrumvarpi sé vísað til þjóðarinnar. Auk þess setti Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti fordæmi með vísu IceSave frumvarpsins til þjóðarinnar, en það frumvarp fól í sér fjárhagslegar skuldbindingar. Hægt er að skrifa undir á austurvollur.is Höfundur er rithöfundur og fyrrum forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Maður nokkur sagði mér að hann væri að styðja lýðræði með því að mótmæla ekki vopnakaupum yfirvalda fyrir íslenska skattpeninga. Hvað með lýðræði okkar hér á landi? Höfum við fengið að ræða og kjósa um hvort við viljum kaupa vopn og senda út? Við Íslendingar höfum alltaf verið stolt af því að vera friðsöm, herlaus og vopnlaus þjóð allt frá sjálfstæði landsins, fyrir utan útlenskan her sem tók sér bólfestu hér í nokkra áratugi. Við tökum ekki þátt í stríðum annarra landa og sú aðstoð sem við veitum stríðshrjáðum löndum er að senda hjúkrunarfólk og flugvallarstarfsmenn á svæðið. Þetta hefur veitt okkur öryggi og góðvild annarra þjóða. Nú allt í einu hefur ríkisstjórnin ákveðið að íslenska þjóðin sé fylgjandi stríðsrekstri, vilji ólm kaupa vopn fyrir milljarða og styðja dráp á saklausu fólki. Á fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir tæplega 7 milljörður í stríðsrekstur. Árið 2022 sendum við 2,2 milljarða og árið 2023 3,5 milljarða. Þetta gera tæpa 16 milljarða. Fengum við að ræða þetta? Þessi vopnakaup fóru leynt og passað var að almenningur heyrði ekkert um kaupin fyrr en þau voru afstaðin. Er það lýðræði? Með vopnakaupum eru ráðamenn að breyta Íslandi í hernaðarskotmark. Öryggi okkar er ógnað, ekki vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, heldur vegna gjörða ríkisstjórnarinnar og ábyrgðarleysi gagnvart eigin þegnum. Við höfum sett af stað undirskriftalista þar sem forseti er hvattur til að vísa þessu lagafrumvarpi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ekkert í núverandi lögum sem mælir gegn því að fjárlagafrumvarpi sé vísað til þjóðarinnar. Auk þess setti Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti fordæmi með vísu IceSave frumvarpsins til þjóðarinnar, en það frumvarp fól í sér fjárhagslegar skuldbindingar. Hægt er að skrifa undir á austurvollur.is Höfundur er rithöfundur og fyrrum forsetaframbjóðandi.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar