Nauðsyn námsgagna Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýar Árnadóttir skrifa 23. september 2024 09:02 Mikilvægur hluti í námi barna og ungmenna eru námsgögn. Þau geta verið á ýmsu formi og einmitt mikilvægt að svo sé til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda. Nú er verið að endurskoða fyrirkomulag námsgagnaútgáfu í samræmi við aðgerð 9 í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Þar leiðir spretthópur sem skipaður var af ráðherra í janúar vinnuna og mun leggja til aðgerðir sem ákvarða framtíðarfyrirkomulag námsgagnaútgáfu í nánu samstarfi við hagaðila. Núverandi fyrirkomulag hefur haldist lítið breytt um áratuga skeið og skólasamfélagið kallað ákaft eftir breytingum. Það er umhugsunarvert að hérlendis fer mun minna fjármagn til málaflokksins en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi fer um 0,4% af rekstrarkostnaði grunnskóla landsins í gerð námsefnis á móti 1,5 - 2.0% í Finnlandi, en þangað horfum við gjarnan í menntamálum. Í menntastefnu til ársins 2030 segir svo: „Markmið menntastefnu er að veita framúrskarandi menntun í umhverfi þar sem allir geta lært og allir skipta máli. Skýr stefna um forgangsröðun í þágu menntunar og þekkingarsköpunar eykur lífsgæði og verðmætasköpun.“ Þar sem nemendur og kennarar eru stærstu hagaðilarnir vonum við að til beggja hópa verði leitað við vinnuna og mótun aðgerða. Enda eru nemendur best til þess fallnir að segja til um hvað hentar þeim í námi og kennarar sérfræðingar í námi barna og ungmenna. Sprotasjóður er sá sjóður sem gjarnan er sótt um í til að koma af stað nýju verkefni eða vinnulagi í leik-, grunn- og/eða framhaldsskólum á Íslandi. Mörg áhugaverð nýsköpunarverkefni hafa litið dagsins ljós með aðstoð sjóðsins og sum hafa fest sig í sessi. Árið 2013 voru umsóknir til sjóðsins 115 talsins og var heildarupphæð umsókna rúmar 227 m.kr. Úthlutunarupphæð var hins vegar einungis um 45 m.kr til 40 verkefna. Það ár voru áherslusvið sjóðsins: Mat á námi með hliðsjón af nýjum aðalnámskrám, jafnrétti í skólastarfi og kynjafræði, kynheilbrigði og klám - í samhengi við grunnþætti menntunar. Í ár bárust 67 umsóknir að upphæð 257,4 m.kr. en aðeins 59,8 m.kr. var úthlutað til 32 skólaþróunarverkefna. Áherslusviðin í ár eru: farsæld barna og ungmenna, með áherslu á umburðarlyndi, fjölbreytileika og inngildingu nemenda og teymiskennsla og samstarf. Eins og sjá má fækkar verkefnum sem fá styrk vegna þess að sjóðurinn er ekki að vaxa í takt við þá þörf sem er til staðar og því fækkar umsóknum. Öll áherslusvið sjóðsins eru mikilvæg málefni sem skólasamfélagið þarf góðan stuðning við til að sinna innan veggja skólanna. Það er mikilvægt að námsefni, námsgögn og þeir sjóðir sem mögulegt er að sækja í því til stuðnings séu uppfærð í takt við tímann og samfélagið. Augljóslega er hugur í skólafólki og umsóknir margar um takmarkað fjármagn sem sannarlega þyrfti að auka í ljósi áhuga sem og þörf fyrir námsefni af þessu tagi. Það gengur allt of hægt að breyta kerfi sem fagfólkið sjálft hefur ítrekað kallað eftir að sé betrumbætt. Það er einnig of hljótt um það góða starf sem unnið er í ótal leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins en of hátt heyrist í þeim sem gagnrýna á óvæginn hátt og letja sama starf. Ef fagfólkið og sérfræðingarnir sem vinna úti á akrinum fengju athygli, svigrúm og stuðning, t.d. í formi góðra námsgagna og aðgengi að fjármagni til áframhaldandi góðra verka væri margt unnið í mikilvæga skólasamfélaginu okkar allra. Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur og grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og leikskólastjóri, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Mikilvægur hluti í námi barna og ungmenna eru námsgögn. Þau geta verið á ýmsu formi og einmitt mikilvægt að svo sé til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda. Nú er verið að endurskoða fyrirkomulag námsgagnaútgáfu í samræmi við aðgerð 9 í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Þar leiðir spretthópur sem skipaður var af ráðherra í janúar vinnuna og mun leggja til aðgerðir sem ákvarða framtíðarfyrirkomulag námsgagnaútgáfu í nánu samstarfi við hagaðila. Núverandi fyrirkomulag hefur haldist lítið breytt um áratuga skeið og skólasamfélagið kallað ákaft eftir breytingum. Það er umhugsunarvert að hérlendis fer mun minna fjármagn til málaflokksins en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi fer um 0,4% af rekstrarkostnaði grunnskóla landsins í gerð námsefnis á móti 1,5 - 2.0% í Finnlandi, en þangað horfum við gjarnan í menntamálum. Í menntastefnu til ársins 2030 segir svo: „Markmið menntastefnu er að veita framúrskarandi menntun í umhverfi þar sem allir geta lært og allir skipta máli. Skýr stefna um forgangsröðun í þágu menntunar og þekkingarsköpunar eykur lífsgæði og verðmætasköpun.“ Þar sem nemendur og kennarar eru stærstu hagaðilarnir vonum við að til beggja hópa verði leitað við vinnuna og mótun aðgerða. Enda eru nemendur best til þess fallnir að segja til um hvað hentar þeim í námi og kennarar sérfræðingar í námi barna og ungmenna. Sprotasjóður er sá sjóður sem gjarnan er sótt um í til að koma af stað nýju verkefni eða vinnulagi í leik-, grunn- og/eða framhaldsskólum á Íslandi. Mörg áhugaverð nýsköpunarverkefni hafa litið dagsins ljós með aðstoð sjóðsins og sum hafa fest sig í sessi. Árið 2013 voru umsóknir til sjóðsins 115 talsins og var heildarupphæð umsókna rúmar 227 m.kr. Úthlutunarupphæð var hins vegar einungis um 45 m.kr til 40 verkefna. Það ár voru áherslusvið sjóðsins: Mat á námi með hliðsjón af nýjum aðalnámskrám, jafnrétti í skólastarfi og kynjafræði, kynheilbrigði og klám - í samhengi við grunnþætti menntunar. Í ár bárust 67 umsóknir að upphæð 257,4 m.kr. en aðeins 59,8 m.kr. var úthlutað til 32 skólaþróunarverkefna. Áherslusviðin í ár eru: farsæld barna og ungmenna, með áherslu á umburðarlyndi, fjölbreytileika og inngildingu nemenda og teymiskennsla og samstarf. Eins og sjá má fækkar verkefnum sem fá styrk vegna þess að sjóðurinn er ekki að vaxa í takt við þá þörf sem er til staðar og því fækkar umsóknum. Öll áherslusvið sjóðsins eru mikilvæg málefni sem skólasamfélagið þarf góðan stuðning við til að sinna innan veggja skólanna. Það er mikilvægt að námsefni, námsgögn og þeir sjóðir sem mögulegt er að sækja í því til stuðnings séu uppfærð í takt við tímann og samfélagið. Augljóslega er hugur í skólafólki og umsóknir margar um takmarkað fjármagn sem sannarlega þyrfti að auka í ljósi áhuga sem og þörf fyrir námsefni af þessu tagi. Það gengur allt of hægt að breyta kerfi sem fagfólkið sjálft hefur ítrekað kallað eftir að sé betrumbætt. Það er einnig of hljótt um það góða starf sem unnið er í ótal leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins en of hátt heyrist í þeim sem gagnrýna á óvæginn hátt og letja sama starf. Ef fagfólkið og sérfræðingarnir sem vinna úti á akrinum fengju athygli, svigrúm og stuðning, t.d. í formi góðra námsgagna og aðgengi að fjármagni til áframhaldandi góðra verka væri margt unnið í mikilvæga skólasamfélaginu okkar allra. Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur og grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og leikskólastjóri, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun