Nauðsyn námsgagna Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýar Árnadóttir skrifa 23. september 2024 09:02 Mikilvægur hluti í námi barna og ungmenna eru námsgögn. Þau geta verið á ýmsu formi og einmitt mikilvægt að svo sé til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda. Nú er verið að endurskoða fyrirkomulag námsgagnaútgáfu í samræmi við aðgerð 9 í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Þar leiðir spretthópur sem skipaður var af ráðherra í janúar vinnuna og mun leggja til aðgerðir sem ákvarða framtíðarfyrirkomulag námsgagnaútgáfu í nánu samstarfi við hagaðila. Núverandi fyrirkomulag hefur haldist lítið breytt um áratuga skeið og skólasamfélagið kallað ákaft eftir breytingum. Það er umhugsunarvert að hérlendis fer mun minna fjármagn til málaflokksins en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi fer um 0,4% af rekstrarkostnaði grunnskóla landsins í gerð námsefnis á móti 1,5 - 2.0% í Finnlandi, en þangað horfum við gjarnan í menntamálum. Í menntastefnu til ársins 2030 segir svo: „Markmið menntastefnu er að veita framúrskarandi menntun í umhverfi þar sem allir geta lært og allir skipta máli. Skýr stefna um forgangsröðun í þágu menntunar og þekkingarsköpunar eykur lífsgæði og verðmætasköpun.“ Þar sem nemendur og kennarar eru stærstu hagaðilarnir vonum við að til beggja hópa verði leitað við vinnuna og mótun aðgerða. Enda eru nemendur best til þess fallnir að segja til um hvað hentar þeim í námi og kennarar sérfræðingar í námi barna og ungmenna. Sprotasjóður er sá sjóður sem gjarnan er sótt um í til að koma af stað nýju verkefni eða vinnulagi í leik-, grunn- og/eða framhaldsskólum á Íslandi. Mörg áhugaverð nýsköpunarverkefni hafa litið dagsins ljós með aðstoð sjóðsins og sum hafa fest sig í sessi. Árið 2013 voru umsóknir til sjóðsins 115 talsins og var heildarupphæð umsókna rúmar 227 m.kr. Úthlutunarupphæð var hins vegar einungis um 45 m.kr til 40 verkefna. Það ár voru áherslusvið sjóðsins: Mat á námi með hliðsjón af nýjum aðalnámskrám, jafnrétti í skólastarfi og kynjafræði, kynheilbrigði og klám - í samhengi við grunnþætti menntunar. Í ár bárust 67 umsóknir að upphæð 257,4 m.kr. en aðeins 59,8 m.kr. var úthlutað til 32 skólaþróunarverkefna. Áherslusviðin í ár eru: farsæld barna og ungmenna, með áherslu á umburðarlyndi, fjölbreytileika og inngildingu nemenda og teymiskennsla og samstarf. Eins og sjá má fækkar verkefnum sem fá styrk vegna þess að sjóðurinn er ekki að vaxa í takt við þá þörf sem er til staðar og því fækkar umsóknum. Öll áherslusvið sjóðsins eru mikilvæg málefni sem skólasamfélagið þarf góðan stuðning við til að sinna innan veggja skólanna. Það er mikilvægt að námsefni, námsgögn og þeir sjóðir sem mögulegt er að sækja í því til stuðnings séu uppfærð í takt við tímann og samfélagið. Augljóslega er hugur í skólafólki og umsóknir margar um takmarkað fjármagn sem sannarlega þyrfti að auka í ljósi áhuga sem og þörf fyrir námsefni af þessu tagi. Það gengur allt of hægt að breyta kerfi sem fagfólkið sjálft hefur ítrekað kallað eftir að sé betrumbætt. Það er einnig of hljótt um það góða starf sem unnið er í ótal leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins en of hátt heyrist í þeim sem gagnrýna á óvæginn hátt og letja sama starf. Ef fagfólkið og sérfræðingarnir sem vinna úti á akrinum fengju athygli, svigrúm og stuðning, t.d. í formi góðra námsgagna og aðgengi að fjármagni til áframhaldandi góðra verka væri margt unnið í mikilvæga skólasamfélaginu okkar allra. Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur og grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og leikskólastjóri, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Mikilvægur hluti í námi barna og ungmenna eru námsgögn. Þau geta verið á ýmsu formi og einmitt mikilvægt að svo sé til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda. Nú er verið að endurskoða fyrirkomulag námsgagnaútgáfu í samræmi við aðgerð 9 í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Þar leiðir spretthópur sem skipaður var af ráðherra í janúar vinnuna og mun leggja til aðgerðir sem ákvarða framtíðarfyrirkomulag námsgagnaútgáfu í nánu samstarfi við hagaðila. Núverandi fyrirkomulag hefur haldist lítið breytt um áratuga skeið og skólasamfélagið kallað ákaft eftir breytingum. Það er umhugsunarvert að hérlendis fer mun minna fjármagn til málaflokksins en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi fer um 0,4% af rekstrarkostnaði grunnskóla landsins í gerð námsefnis á móti 1,5 - 2.0% í Finnlandi, en þangað horfum við gjarnan í menntamálum. Í menntastefnu til ársins 2030 segir svo: „Markmið menntastefnu er að veita framúrskarandi menntun í umhverfi þar sem allir geta lært og allir skipta máli. Skýr stefna um forgangsröðun í þágu menntunar og þekkingarsköpunar eykur lífsgæði og verðmætasköpun.“ Þar sem nemendur og kennarar eru stærstu hagaðilarnir vonum við að til beggja hópa verði leitað við vinnuna og mótun aðgerða. Enda eru nemendur best til þess fallnir að segja til um hvað hentar þeim í námi og kennarar sérfræðingar í námi barna og ungmenna. Sprotasjóður er sá sjóður sem gjarnan er sótt um í til að koma af stað nýju verkefni eða vinnulagi í leik-, grunn- og/eða framhaldsskólum á Íslandi. Mörg áhugaverð nýsköpunarverkefni hafa litið dagsins ljós með aðstoð sjóðsins og sum hafa fest sig í sessi. Árið 2013 voru umsóknir til sjóðsins 115 talsins og var heildarupphæð umsókna rúmar 227 m.kr. Úthlutunarupphæð var hins vegar einungis um 45 m.kr til 40 verkefna. Það ár voru áherslusvið sjóðsins: Mat á námi með hliðsjón af nýjum aðalnámskrám, jafnrétti í skólastarfi og kynjafræði, kynheilbrigði og klám - í samhengi við grunnþætti menntunar. Í ár bárust 67 umsóknir að upphæð 257,4 m.kr. en aðeins 59,8 m.kr. var úthlutað til 32 skólaþróunarverkefna. Áherslusviðin í ár eru: farsæld barna og ungmenna, með áherslu á umburðarlyndi, fjölbreytileika og inngildingu nemenda og teymiskennsla og samstarf. Eins og sjá má fækkar verkefnum sem fá styrk vegna þess að sjóðurinn er ekki að vaxa í takt við þá þörf sem er til staðar og því fækkar umsóknum. Öll áherslusvið sjóðsins eru mikilvæg málefni sem skólasamfélagið þarf góðan stuðning við til að sinna innan veggja skólanna. Það er mikilvægt að námsefni, námsgögn og þeir sjóðir sem mögulegt er að sækja í því til stuðnings séu uppfærð í takt við tímann og samfélagið. Augljóslega er hugur í skólafólki og umsóknir margar um takmarkað fjármagn sem sannarlega þyrfti að auka í ljósi áhuga sem og þörf fyrir námsefni af þessu tagi. Það gengur allt of hægt að breyta kerfi sem fagfólkið sjálft hefur ítrekað kallað eftir að sé betrumbætt. Það er einnig of hljótt um það góða starf sem unnið er í ótal leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins en of hátt heyrist í þeim sem gagnrýna á óvæginn hátt og letja sama starf. Ef fagfólkið og sérfræðingarnir sem vinna úti á akrinum fengju athygli, svigrúm og stuðning, t.d. í formi góðra námsgagna og aðgengi að fjármagni til áframhaldandi góðra verka væri margt unnið í mikilvæga skólasamfélaginu okkar allra. Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur og grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og leikskólastjóri, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun