Sannleikurinn um Evrópusambandið V: 26 þjóðir hafa hafnað eigin gjaldmiðli, líka Þýzkaland með sitt ofursterka Mark Ole Anton Bieltvedt skrifar 23. september 2024 07:02 Fyrir nokkrum árum, á tíma fyrri ríkisstjórnar, tjáði þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, sig um þörf þess, að við tækjum upp stöðugan gjaldmiðil, helzt Evruna, til að tryggja trausta afkomu og stöðugleika – svo menn gætu gert áætlanir og byggt sín áform og plön á traustum grunni, hefðu fyrirsjáanleika – og, ekki sízt, til að tryggja lága vexti, réttlátara þjóðfélag og meiri velferð. Flestum er ljóst, að akkúrat vextir eru helzta leiðin í hverju þjóðfélagi til að færa fjármuni milli þjóðfélagshópa, þeirra, sem skulda, oft unga fólksins, og þeirra, sem eiga; fjármagnseigenda. Krónu-vextirnir hér á Íslandi hafa síðustu misseri – á tíma lækkandi verðbólgu, nú 3,6% án húsnæðiskostnaðar – verið svo háir, að við arðráni liggur, stýrivextir 9,25% og útlánavextir banka að meðaltali 12-15%, þar sem gífurlegir fjármunir hafa verið færðir frá skuldurum yfir á fjármagnseigendur, án þess að fjármagnseigendur hafi lagt neitt af mörkum, hvað þá, að skuldarar hafi sér eitthvað til sakar unnið. Þarna hefur gífurlegt ranglæti viðgengist. Krónu-ranglæti. Í þessu kerfi, sem einkum Seðlabanki ber ábyrgð á, felst hróplegur ójöfnuður og ranglæti. Einkum út af því, að allir aðrir seðlabankar og stjórnvöld sáu – eftir banka- og fjármálakreppuna – að svona hávaxtastefna stæðist hvorki í framkvæmd né siðferðislega til lengdar. Ekki lái ég því fyrrverandi fjármálaráðherra, sem að sjálfsögðu vildi landsmönnum aðeins gott, að hann skyldi tjá sig hreint og opinskátt um það, að Evran verði að koma, ef við eigum að tryggja velferð okkar, hag og kjör, stöðugleika, fyrirsjáanleika og öryggi, og þá ekki sízt réttlæti, eftir föngum. Sjálfur bjó ég í Þýzkanlandi í 27 ár, lengst af með Evru, og þekki ég því af eigin raun þann gífurlega kost – stöðugleika, fyrirsjáanleika, öryggi og lága vexti – sem Evran tryggir. Þjóðverjar áttu fyrir sitt ofursterka Þýzka Mark, en höfnuðu því í þágu Evru. Sumir virðast halda, að krónan sé hluti af okkar þjóðerni og sjálfstæði, og, að við verðum því að halda henni. Þetta er hin mesta firra. Gjaldmiðill er aðeins verkfæri til að miðla verðmætum og fjármunum milli manna. Nafnið er aukaatriði, enda krónur í mörgum löndum, en gæði og traustleiki verkfærisins aðalatriði. Við höfum verið að athafna okkur með hálfónýtu verkfæri allt of lengi, en afleiðingar hafa verið darraðardans og sveiflur, upp og niður, og svo loks algjört skipbroti og hrun 2008. Þetta er búið að standa í 70 ár, og enn hafa sumir ekki fengi nóg. Svo má illu venjast, að gott þyki. Á sínum tíma, þegar þáverandi fjármálaráðherra gekk fram fyrir skjöldu og tjáði sig skýrt og skorinort um hagsmuni Íslendinga og bezta mögulega gjaldmiðlastefnu fyrir þjóðina, steig varaformaður Framsóknarflokksins, nú viðskiptaráðherra m.m, fram og sagði m.a. þetta: „Það er fáheyrt að fjármálaráðherra þjóðríkja tali gegn eigin gjaldmiðli“. Virðist varaformaðurinn/viðskiptaráðherra hér hafa ruglast nokkuð í ríminu. Hvorki fleiri né færri en 26 þjóðríki hafa talað gegn/hafnað eigin gjaldmiðli og tekið upp Evruna. Varaformaðurinn/ viðskipta-ráðherra á alllangan feril að baka erlendis, var auk þess um skeið utanríkisráðherra og því væntanlega í nokkru sambandi við útlönd, en gjaldmiðlamál Evrópu virðast hafa farið mest fram hjá honum, henni, Lilju Dögg. Getur slíkt hent hið bezta fólk, án þess, að gæfulegt geti talizt. Skulu þjóðríkin 26, sem höfnuðu eigin gjaldmiðli, og ætla má, að hafi gert það af nokkurri yfirvegun og viti, því listuð upp, varaformanni/viðskiptaráðherra og ágætum lesendum Vísis til fróðleiks: Andorra, Austurríki, Belgía, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ítalía, Írland, Kosovó, Króatía, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemburg, Malta, Mónakó, Portúgal, San Marínó, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Vatíkanið, Þýzkaland. Það hefur verið í nokkurri tízku hér, að tala illa um Evrópu, ESB og Evruna. Hafa samtök, sem kenna sig við Heimssýn, farið þar framarlega í flokki. Þetta er einhver mesta fíflatízka, sem ég þekki. Þeir, sem eru að reyna, að grafa undan og kljúfa upp, sundra og veikja Evrópu, vita virkilega ekki, hvaða ógæfu- og óhæfuverk þeir eru að vinna. Það mætti kalla þá óvita. Við erum Evrópa og Evrópa er við. Sama grunnmenning, að miklu leyti sama fólk og sama blóð, sömu sjónarmið til frelsis, sjálfstæðis þjóðanna, jafnréttis og mannréttinda, sömu hagsmunir – líka efnahagslega; 80-90% af okkar útflutningi fara til Evrópu. Og, við munum aðeins komast af, til lengri framtíðar, sem sameinuð og samstillt, sterk, Evrópa! Auk þess er ESB ríkjasamband nú 27 þjóðríkja, sem byggir á mesta lýðræði sögunnar. Sérhvert aðildarríkjanna hefur sinn kommissar, ráðherra, hvert bara einn, og öll hafa þau neitunarvald og geta fellt tillögur um ný, stærri áform, reglur eða lög. Ef við værum fullgilt aðildarríki, færi ekkert stórmál í gegn, án þess að við samþykktum líka. Væri ekki líka flott, ef við gætum beitt eigin gjaldmiðli, ekki bara hér, heldur nánst hvar sem er!? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum, á tíma fyrri ríkisstjórnar, tjáði þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, sig um þörf þess, að við tækjum upp stöðugan gjaldmiðil, helzt Evruna, til að tryggja trausta afkomu og stöðugleika – svo menn gætu gert áætlanir og byggt sín áform og plön á traustum grunni, hefðu fyrirsjáanleika – og, ekki sízt, til að tryggja lága vexti, réttlátara þjóðfélag og meiri velferð. Flestum er ljóst, að akkúrat vextir eru helzta leiðin í hverju þjóðfélagi til að færa fjármuni milli þjóðfélagshópa, þeirra, sem skulda, oft unga fólksins, og þeirra, sem eiga; fjármagnseigenda. Krónu-vextirnir hér á Íslandi hafa síðustu misseri – á tíma lækkandi verðbólgu, nú 3,6% án húsnæðiskostnaðar – verið svo háir, að við arðráni liggur, stýrivextir 9,25% og útlánavextir banka að meðaltali 12-15%, þar sem gífurlegir fjármunir hafa verið færðir frá skuldurum yfir á fjármagnseigendur, án þess að fjármagnseigendur hafi lagt neitt af mörkum, hvað þá, að skuldarar hafi sér eitthvað til sakar unnið. Þarna hefur gífurlegt ranglæti viðgengist. Krónu-ranglæti. Í þessu kerfi, sem einkum Seðlabanki ber ábyrgð á, felst hróplegur ójöfnuður og ranglæti. Einkum út af því, að allir aðrir seðlabankar og stjórnvöld sáu – eftir banka- og fjármálakreppuna – að svona hávaxtastefna stæðist hvorki í framkvæmd né siðferðislega til lengdar. Ekki lái ég því fyrrverandi fjármálaráðherra, sem að sjálfsögðu vildi landsmönnum aðeins gott, að hann skyldi tjá sig hreint og opinskátt um það, að Evran verði að koma, ef við eigum að tryggja velferð okkar, hag og kjör, stöðugleika, fyrirsjáanleika og öryggi, og þá ekki sízt réttlæti, eftir föngum. Sjálfur bjó ég í Þýzkanlandi í 27 ár, lengst af með Evru, og þekki ég því af eigin raun þann gífurlega kost – stöðugleika, fyrirsjáanleika, öryggi og lága vexti – sem Evran tryggir. Þjóðverjar áttu fyrir sitt ofursterka Þýzka Mark, en höfnuðu því í þágu Evru. Sumir virðast halda, að krónan sé hluti af okkar þjóðerni og sjálfstæði, og, að við verðum því að halda henni. Þetta er hin mesta firra. Gjaldmiðill er aðeins verkfæri til að miðla verðmætum og fjármunum milli manna. Nafnið er aukaatriði, enda krónur í mörgum löndum, en gæði og traustleiki verkfærisins aðalatriði. Við höfum verið að athafna okkur með hálfónýtu verkfæri allt of lengi, en afleiðingar hafa verið darraðardans og sveiflur, upp og niður, og svo loks algjört skipbroti og hrun 2008. Þetta er búið að standa í 70 ár, og enn hafa sumir ekki fengi nóg. Svo má illu venjast, að gott þyki. Á sínum tíma, þegar þáverandi fjármálaráðherra gekk fram fyrir skjöldu og tjáði sig skýrt og skorinort um hagsmuni Íslendinga og bezta mögulega gjaldmiðlastefnu fyrir þjóðina, steig varaformaður Framsóknarflokksins, nú viðskiptaráðherra m.m, fram og sagði m.a. þetta: „Það er fáheyrt að fjármálaráðherra þjóðríkja tali gegn eigin gjaldmiðli“. Virðist varaformaðurinn/viðskiptaráðherra hér hafa ruglast nokkuð í ríminu. Hvorki fleiri né færri en 26 þjóðríki hafa talað gegn/hafnað eigin gjaldmiðli og tekið upp Evruna. Varaformaðurinn/ viðskipta-ráðherra á alllangan feril að baka erlendis, var auk þess um skeið utanríkisráðherra og því væntanlega í nokkru sambandi við útlönd, en gjaldmiðlamál Evrópu virðast hafa farið mest fram hjá honum, henni, Lilju Dögg. Getur slíkt hent hið bezta fólk, án þess, að gæfulegt geti talizt. Skulu þjóðríkin 26, sem höfnuðu eigin gjaldmiðli, og ætla má, að hafi gert það af nokkurri yfirvegun og viti, því listuð upp, varaformanni/viðskiptaráðherra og ágætum lesendum Vísis til fróðleiks: Andorra, Austurríki, Belgía, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ítalía, Írland, Kosovó, Króatía, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemburg, Malta, Mónakó, Portúgal, San Marínó, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Vatíkanið, Þýzkaland. Það hefur verið í nokkurri tízku hér, að tala illa um Evrópu, ESB og Evruna. Hafa samtök, sem kenna sig við Heimssýn, farið þar framarlega í flokki. Þetta er einhver mesta fíflatízka, sem ég þekki. Þeir, sem eru að reyna, að grafa undan og kljúfa upp, sundra og veikja Evrópu, vita virkilega ekki, hvaða ógæfu- og óhæfuverk þeir eru að vinna. Það mætti kalla þá óvita. Við erum Evrópa og Evrópa er við. Sama grunnmenning, að miklu leyti sama fólk og sama blóð, sömu sjónarmið til frelsis, sjálfstæðis þjóðanna, jafnréttis og mannréttinda, sömu hagsmunir – líka efnahagslega; 80-90% af okkar útflutningi fara til Evrópu. Og, við munum aðeins komast af, til lengri framtíðar, sem sameinuð og samstillt, sterk, Evrópa! Auk þess er ESB ríkjasamband nú 27 þjóðríkja, sem byggir á mesta lýðræði sögunnar. Sérhvert aðildarríkjanna hefur sinn kommissar, ráðherra, hvert bara einn, og öll hafa þau neitunarvald og geta fellt tillögur um ný, stærri áform, reglur eða lög. Ef við værum fullgilt aðildarríki, færi ekkert stórmál í gegn, án þess að við samþykktum líka. Væri ekki líka flott, ef við gætum beitt eigin gjaldmiðli, ekki bara hér, heldur nánst hvar sem er!? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar