Þjálfarinn í byrjunarliðinu: „Mér fannst þörf á smá aga í leikinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. september 2024 20:52 Spilandi þjálfarinn Gunnar Steinn gefur liðinu mikið inni á vellinum. vísir / pawel Gunnar Steinn Jónsson stýrði og spilaði með liði Fjölnis sem vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Olís deild karla í kvöld, 28-27 í háspennuleik þar sem flautumark á lokasekúndunni fékk ekki að gilda. „Við gerðum okkur þetta erfitt fyrir undir lokin en mér fannst við spila loksins skynsamt og agað, náum góðri vörn og markvörslu. Flottur leikur heilt yfir, ég held að HK-ingar hafi verið svolítið hátt uppi eftir síðasta leik en ég er stoltur af mínu liði eftir þennan leik,“ sagði spilandi þjálfarinn áður en hann gekk inn í búningsherbergi eftir leik. Gunnar er nýorðinn 37 ára og er aðalþjálfari liðsins. Hann hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari undanfarin ár hjá Stjörnunni. Í fyrsta leik tímabilsins stóð hann á hliðarlínunni, spilaði síðan aðeins í síðasta leik en tók fullan þátt í kvöld. „Ég er nú bara í fínu líkamlegu formi, þó ég verði ekki frábær á morgun. Ég ákvað, frá því að ég tók við Fjölni, að ég ætlaði að aðstoða eitthvað inni á vellinum. Mér fannst þörf á smá aga í leikinn, ég held að það sé það sem ég kem helst með að borðinu. Við vorum að gera tuttugu tæknimistök að meðaltali í leik fyrstu tvo leikina, núna voru þeir held ég helmingi færri. Ég hjálpa til inni á vellinum en er aðallega þjálfari.“ Ótrúleg atburðarás átti sér stað undir lok leiks, Fjölnir fékk tveggja mínútna brottvísun og Gunnar meiddist á sama tíma, HK minnkaði muninn í eitt mark og virtist jafna á lokasekúndunni en skotið var of seint og markið fékk ekki að standa. „Ég er bara mjög ánægður að þeir dæmdu ekki mark. Þeir hefðu þurft að vera hundrað prósent vissir um að þetta væri mark og þetta var tvísýnt. Ég öfunda þá ekki að þurfa að taka þessa ákvörðun en þetta var mjög sætt. Þessi atburðarás er í pínu móðu, ég þurfti náttúrulega að fá hjálp sjúkraþjálfara og sitja þrjár sóknir. Það var svolítið sárt og skrítin regla, að refsa manni fyrir að meiða sig af því ég var ekki að reyna að tefja, ég missti andann bara.“ Þetta var fyrsti sigur Fjölnis, sem eru nýliðar í deildinni og með reynslulítinn leikmannahóp. „Við erum með nýtt lið, allir eiginlega að spila sitt fyrsta ár í efstu deild, og fengum stóra skelli í fyrstu leikjunum en við munum alveg gera okkur líklega í fleiri leikjum í vetur. Erum í hægri stigasöfnun og komnir með tvö stig inn á bók núna,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Fjölnir Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Sjá meira
„Við gerðum okkur þetta erfitt fyrir undir lokin en mér fannst við spila loksins skynsamt og agað, náum góðri vörn og markvörslu. Flottur leikur heilt yfir, ég held að HK-ingar hafi verið svolítið hátt uppi eftir síðasta leik en ég er stoltur af mínu liði eftir þennan leik,“ sagði spilandi þjálfarinn áður en hann gekk inn í búningsherbergi eftir leik. Gunnar er nýorðinn 37 ára og er aðalþjálfari liðsins. Hann hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari undanfarin ár hjá Stjörnunni. Í fyrsta leik tímabilsins stóð hann á hliðarlínunni, spilaði síðan aðeins í síðasta leik en tók fullan þátt í kvöld. „Ég er nú bara í fínu líkamlegu formi, þó ég verði ekki frábær á morgun. Ég ákvað, frá því að ég tók við Fjölni, að ég ætlaði að aðstoða eitthvað inni á vellinum. Mér fannst þörf á smá aga í leikinn, ég held að það sé það sem ég kem helst með að borðinu. Við vorum að gera tuttugu tæknimistök að meðaltali í leik fyrstu tvo leikina, núna voru þeir held ég helmingi færri. Ég hjálpa til inni á vellinum en er aðallega þjálfari.“ Ótrúleg atburðarás átti sér stað undir lok leiks, Fjölnir fékk tveggja mínútna brottvísun og Gunnar meiddist á sama tíma, HK minnkaði muninn í eitt mark og virtist jafna á lokasekúndunni en skotið var of seint og markið fékk ekki að standa. „Ég er bara mjög ánægður að þeir dæmdu ekki mark. Þeir hefðu þurft að vera hundrað prósent vissir um að þetta væri mark og þetta var tvísýnt. Ég öfunda þá ekki að þurfa að taka þessa ákvörðun en þetta var mjög sætt. Þessi atburðarás er í pínu móðu, ég þurfti náttúrulega að fá hjálp sjúkraþjálfara og sitja þrjár sóknir. Það var svolítið sárt og skrítin regla, að refsa manni fyrir að meiða sig af því ég var ekki að reyna að tefja, ég missti andann bara.“ Þetta var fyrsti sigur Fjölnis, sem eru nýliðar í deildinni og með reynslulítinn leikmannahóp. „Við erum með nýtt lið, allir eiginlega að spila sitt fyrsta ár í efstu deild, og fengum stóra skelli í fyrstu leikjunum en við munum alveg gera okkur líklega í fleiri leikjum í vetur. Erum í hægri stigasöfnun og komnir með tvö stig inn á bók núna,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Fjölnir Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Sjá meira