Áherslur ráðherra skipta máli Heimir Örn Árnason skrifar 20. september 2024 08:31 Ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar umhverfis- og orkustofnunar verði staðsettar á Akureyri felur í sér mikil tækifæri ekki aðeins fyrir okkur íbúa Norðurlands heldur einnig fyrir landsbyggðina alla og íslenskt samfélag. Þetta er rétt og mikilvægt skref hjá ráðherranum í átt að öflugri byggðaþróun þar sem kraftar landsbyggðarinnar eru nýttir til að skapa hagvöxt og blómlegt samfélag í takt við sjálfbærni og ábyrgð. Það er sérstök ástæða fyrir okkur Norðlendinga að gleðjast enda eru þetta stór tíðindi fyrir okkur öll Það er fagnaðarefni að þekkingarstofnanir festi rætur á landsbyggðinni og eins að störfum án staðsetningar fjölgi og hefur það gerst í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það er mikilvægt að haldið verði áfram á sömu braut. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að margar ríkisstofnanir eigi frekar heima á landsbyggðinni og nú eru stigin raunveruleg skref sem skipta máli og því ber sérstaklega að fagna og þakka fyrir. Atvinnuskapandi áhrif og styrking Norðurlands Staðsetning stofnunarinnar á Akureyri mun hafa augljós jákvæð áhrif á atvinnulífið í bænum og nágrannasvæðum. Með nýjum störfum í orku- og umhverfismálum gefst íbúum svæðisins tækifæri til að nýta sérhæfða menntun sína og reynslu, en einnig gefur þetta nýja og fjölbreytta möguleika fyrir ungt fólk til að setjast að á Akureyri. Ákvörðunin þýðir ekki að allir núverandi starfsmenn stofnunarinnar verði fluttir nauðungarflutningum til Akureyrar heldur að ný störf verða auglýst hér eða á öðrum starfsstöðvum á landsbyggðinni. Fjölbreytni atvinnulífsins er grunnforsenda fyrir efnahagslegri sjálfbærni svæða. Með þessari ráðstöfun mun hlutverk Akureyrar sem þungamiðja á Norðurlandi eflast enn frekar. Skilvirkni og ríkisrekstur Með ákvörðuninni eru einnig tekin skref í átt að aukinni skilvirkni í ríkisrekstri. Með bættri samgöngutækni og tækifærum til fjarvinnu er augljóst að staðsetning stofnunar utan höfuðborgarsvæðisins mun hafa í för með sér góða þjónustu. Það er hins vegar lykilatriði að við rekstur Umhverfis- og orkustofnunar verði lögð áhersla á hagkvæmni, góða þjónustu og ábyrga nýtingu fjárveitinga. Tækifæri fyrir græna orku og nýsköpun Að lokum er þetta ekki aðeins efnahagslega hagstætt fyrir Akureyri og Norðurland, heldur gefur það okkur sem þjóð einstakt tækifæri til að þróa sjálfbærar lausnir á sviði grænnar orku og umhverfisverndar. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi á þessu sviði, og það er rétt að styrkja stoðir sjálfbærrar nýtingar og nýsköpunar á landsbyggðinni þar sem náttúruauðlindir eru innan seilingar. Við getum skapað framtíð þar sem við bæði njótum efnahagslegs ávinnings af grænni orku og verndum náttúru Íslands fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Byggðamál Orkumál Umhverfismál Heimir Örn Árnason Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar umhverfis- og orkustofnunar verði staðsettar á Akureyri felur í sér mikil tækifæri ekki aðeins fyrir okkur íbúa Norðurlands heldur einnig fyrir landsbyggðina alla og íslenskt samfélag. Þetta er rétt og mikilvægt skref hjá ráðherranum í átt að öflugri byggðaþróun þar sem kraftar landsbyggðarinnar eru nýttir til að skapa hagvöxt og blómlegt samfélag í takt við sjálfbærni og ábyrgð. Það er sérstök ástæða fyrir okkur Norðlendinga að gleðjast enda eru þetta stór tíðindi fyrir okkur öll Það er fagnaðarefni að þekkingarstofnanir festi rætur á landsbyggðinni og eins að störfum án staðsetningar fjölgi og hefur það gerst í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það er mikilvægt að haldið verði áfram á sömu braut. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að margar ríkisstofnanir eigi frekar heima á landsbyggðinni og nú eru stigin raunveruleg skref sem skipta máli og því ber sérstaklega að fagna og þakka fyrir. Atvinnuskapandi áhrif og styrking Norðurlands Staðsetning stofnunarinnar á Akureyri mun hafa augljós jákvæð áhrif á atvinnulífið í bænum og nágrannasvæðum. Með nýjum störfum í orku- og umhverfismálum gefst íbúum svæðisins tækifæri til að nýta sérhæfða menntun sína og reynslu, en einnig gefur þetta nýja og fjölbreytta möguleika fyrir ungt fólk til að setjast að á Akureyri. Ákvörðunin þýðir ekki að allir núverandi starfsmenn stofnunarinnar verði fluttir nauðungarflutningum til Akureyrar heldur að ný störf verða auglýst hér eða á öðrum starfsstöðvum á landsbyggðinni. Fjölbreytni atvinnulífsins er grunnforsenda fyrir efnahagslegri sjálfbærni svæða. Með þessari ráðstöfun mun hlutverk Akureyrar sem þungamiðja á Norðurlandi eflast enn frekar. Skilvirkni og ríkisrekstur Með ákvörðuninni eru einnig tekin skref í átt að aukinni skilvirkni í ríkisrekstri. Með bættri samgöngutækni og tækifærum til fjarvinnu er augljóst að staðsetning stofnunar utan höfuðborgarsvæðisins mun hafa í för með sér góða þjónustu. Það er hins vegar lykilatriði að við rekstur Umhverfis- og orkustofnunar verði lögð áhersla á hagkvæmni, góða þjónustu og ábyrga nýtingu fjárveitinga. Tækifæri fyrir græna orku og nýsköpun Að lokum er þetta ekki aðeins efnahagslega hagstætt fyrir Akureyri og Norðurland, heldur gefur það okkur sem þjóð einstakt tækifæri til að þróa sjálfbærar lausnir á sviði grænnar orku og umhverfisverndar. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi á þessu sviði, og það er rétt að styrkja stoðir sjálfbærrar nýtingar og nýsköpunar á landsbyggðinni þar sem náttúruauðlindir eru innan seilingar. Við getum skapað framtíð þar sem við bæði njótum efnahagslegs ávinnings af grænni orku og verndum náttúru Íslands fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar