Að hjálpa fólki að standa á eigin fótum Jón Þór Kristjánsson skrifar 18. september 2024 07:31 Séreignarsparnaður inn á húsnæðislán hlýtur að teljast ein best heppnaða aðgerð sem stjórnvöld hafa staðið fyrir undanfarin ár. Fjölmörgum hefur þannig verið gert kleift að byggja upp dálítið eigið fé í húsnæði og bæta skuldastöðu sína án þess endilega að finna stórkostlega mikið fyrir því um hver mánaðamót. Í núverandi ástandi hárra vaxta og verðbólgu er þetta hugsanlega einn af fáum jákvæðum punktum í heimilisbókhaldi þeirra sem hafa þurft að flýja óverðtryggð lán og endurfjármagna með tilheyrandi verðbótum á höfuðstól. Von um betri tíð, sem ekki skyldi vanmeta í krísum sem þessari. Það er ekki að ástæðulausu sem úrræðið hefur verið framlengt ítrekað. En öllum má vera ljóst að þetta er pólitískt mál sem varpar ljósi á hugmyndafræðilegan ágreining, mál þar sem stefna um valfrelsi og séreign mætir einni ríkisleið og sífellt stækkandi bótakerfi. Og nú eru breytingar í vændum. Nýr fjármálaráðherra sér ofsjónum yfir því skattfrelsi sem úrræðið felur í sér og telur að þau sem njóta þess séu helst sterkefnað fólk sem þurfi alls ekki á stuðningi að halda. Í þeirri umræðu vill þó gleymast að hámarksinnborgun á ári er 500 þúsund krónur á einstakling og 750 þúsund krónur á hjón. Hvaða hópa munar hlutfallslega mest um slíkar upphæðir? Mætti ekki einmitt ætla að úrræðið nýtist helst lægri- og millitekjuhópum, jafnvel ungu fjölskyldufólki með háar skuldir og mikil útgjöld? Ef vandamálið er að moldríkt stóreignafólk hafi notið góðs af séreignarsparnaði inn á húsnæðislán og skattfrelsinu sem þessi leið felur í sér, þá er spurning hvort ekki mætti útfæra hana og reyna að ná enn betur til annarra hópa. Jafnvel að útvíkka frekar möguleika til að ráðstafa sparnaðinum með fjölbreyttum hætti sem nýtist hverjum og einum, líkt og sumir hafa bent á. Þannig væru gefin skýr merki um að stjórnvöld standi með þeim fjölmörgu meðaljónum og millistéttarfjölskyldum sem vilja reyna að borga niður skuldir, komast í gegnum skaflinn og bæta sína stöðu til framtíðar. Skilaboðin nú eru því miður þveröfug. Þessum hópum verður kannski mætt með nýrri stefnu um opinbera húsnæðismarkaðinn, starfshópum, hvítbókum, grænbókum og stefnumótandi áætlunum, breytingum og útvíkkun á vaxtabótum, barnabótum og húsnæðisbótum. Eða hvað? Stundum mætti halda að það sé sérstakt markmið stjórnmálamanna að koma sem flestu fullfrísku og vinnandi fólki á bætur, í stað þess að hjálpa því að standa á eigin fótum. Höfundur er forstöðumaður og áhugamaður um pólitíska hugmyndafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Séreignarsparnaður inn á húsnæðislán hlýtur að teljast ein best heppnaða aðgerð sem stjórnvöld hafa staðið fyrir undanfarin ár. Fjölmörgum hefur þannig verið gert kleift að byggja upp dálítið eigið fé í húsnæði og bæta skuldastöðu sína án þess endilega að finna stórkostlega mikið fyrir því um hver mánaðamót. Í núverandi ástandi hárra vaxta og verðbólgu er þetta hugsanlega einn af fáum jákvæðum punktum í heimilisbókhaldi þeirra sem hafa þurft að flýja óverðtryggð lán og endurfjármagna með tilheyrandi verðbótum á höfuðstól. Von um betri tíð, sem ekki skyldi vanmeta í krísum sem þessari. Það er ekki að ástæðulausu sem úrræðið hefur verið framlengt ítrekað. En öllum má vera ljóst að þetta er pólitískt mál sem varpar ljósi á hugmyndafræðilegan ágreining, mál þar sem stefna um valfrelsi og séreign mætir einni ríkisleið og sífellt stækkandi bótakerfi. Og nú eru breytingar í vændum. Nýr fjármálaráðherra sér ofsjónum yfir því skattfrelsi sem úrræðið felur í sér og telur að þau sem njóta þess séu helst sterkefnað fólk sem þurfi alls ekki á stuðningi að halda. Í þeirri umræðu vill þó gleymast að hámarksinnborgun á ári er 500 þúsund krónur á einstakling og 750 þúsund krónur á hjón. Hvaða hópa munar hlutfallslega mest um slíkar upphæðir? Mætti ekki einmitt ætla að úrræðið nýtist helst lægri- og millitekjuhópum, jafnvel ungu fjölskyldufólki með háar skuldir og mikil útgjöld? Ef vandamálið er að moldríkt stóreignafólk hafi notið góðs af séreignarsparnaði inn á húsnæðislán og skattfrelsinu sem þessi leið felur í sér, þá er spurning hvort ekki mætti útfæra hana og reyna að ná enn betur til annarra hópa. Jafnvel að útvíkka frekar möguleika til að ráðstafa sparnaðinum með fjölbreyttum hætti sem nýtist hverjum og einum, líkt og sumir hafa bent á. Þannig væru gefin skýr merki um að stjórnvöld standi með þeim fjölmörgu meðaljónum og millistéttarfjölskyldum sem vilja reyna að borga niður skuldir, komast í gegnum skaflinn og bæta sína stöðu til framtíðar. Skilaboðin nú eru því miður þveröfug. Þessum hópum verður kannski mætt með nýrri stefnu um opinbera húsnæðismarkaðinn, starfshópum, hvítbókum, grænbókum og stefnumótandi áætlunum, breytingum og útvíkkun á vaxtabótum, barnabótum og húsnæðisbótum. Eða hvað? Stundum mætti halda að það sé sérstakt markmið stjórnmálamanna að koma sem flestu fullfrísku og vinnandi fólki á bætur, í stað þess að hjálpa því að standa á eigin fótum. Höfundur er forstöðumaður og áhugamaður um pólitíska hugmyndafræði.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun