Þegar ómennskan vitnar í lög Bubbi Morthens skrifar 17. september 2024 15:01 Í gegnum söguna hafa allskonar óhæfuverk verið framin af ríkisstjórnum sem réttlæta slíkt með því að vitna í lög. Þegar ráðherra vitnar í lög til þess að réttlæta það að flytja barn með ólæknandi sjúkdóm úr landi, útí óvissuna, og fjölskyldu hans með, þá getur hann um leið slökkt á samvisku sinni og sagt: Ég er bara að fylgja lögum. Með því er hinu mannlega ýtt burt og hann fer að sofa, ónæmur fyrir botnlausri skelfingu barnsins. Þegar læknir metur barn ferðafært og embættismenn vitna í það, þá má minna á að nóg dæmi eru til um að læknar hafi verið notaðir í gegnum söguna til þess að ljá óhæfuverkum trúverðugleika. Og þó að fjölfatlað barn, sem á ekki mörg ár eftir af lífinu, geti farið um borð í flugvél segir það ekkert um andlega skelfingu þess við þá upplifun. En það segir allt um andlegt ástand þeirra sem framkvæma aðförina að því. Lögreglumaðurinn segir: ekki benda á mig, ég er bara að gera það sem mér er skipað. Læknirinn segir: ég er bara að gera það sem ég var beðinn um. Ráðherrann segir: ég er bara að fylgja lögum. Það er svo mjó lína á milli þess að henda langveiku barni úr landi og að handtaka fólk útaf pólitískum skoðunum eða fyrir það að fæðast samkynhneigður eða fylgja ekki leiðtoganum. Þegar menn vitna í lög til þess að réttlæta óhæfuverk og níðingshátt þá þarf fólk að vera á verði. Því það gæti auðveldlega sjálft orðið fórnlamb þeirra sem vitna í lög sem sett voru meðan frelsið svaf á verðinum. Þjóðfélag sem réttlætir slíka meðferð á veiku barni er ekki í góðu standi og það vitum við öll. En þegar ráðherra blikkar ekki auga og segir að óréttlæti sé í raun réttlæti þá fer um mann hrollur. Og þegar hann endurtekur: við erum að fylgja lögum, þá vakna draugar sögunnar sem voru fluttir úr landi vegna þess að þeir voru ekki velkomnir en voru síðan sendir í búðir dauðans. Að fylgja lögum segir ekkert um mennsku eða kærleika, mildi né velvild. Engin lög sem eru til höfuðs fólki í neyð eiga rúm fyrir slíkt. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Yazans Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bubbi Morthens Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum söguna hafa allskonar óhæfuverk verið framin af ríkisstjórnum sem réttlæta slíkt með því að vitna í lög. Þegar ráðherra vitnar í lög til þess að réttlæta það að flytja barn með ólæknandi sjúkdóm úr landi, útí óvissuna, og fjölskyldu hans með, þá getur hann um leið slökkt á samvisku sinni og sagt: Ég er bara að fylgja lögum. Með því er hinu mannlega ýtt burt og hann fer að sofa, ónæmur fyrir botnlausri skelfingu barnsins. Þegar læknir metur barn ferðafært og embættismenn vitna í það, þá má minna á að nóg dæmi eru til um að læknar hafi verið notaðir í gegnum söguna til þess að ljá óhæfuverkum trúverðugleika. Og þó að fjölfatlað barn, sem á ekki mörg ár eftir af lífinu, geti farið um borð í flugvél segir það ekkert um andlega skelfingu þess við þá upplifun. En það segir allt um andlegt ástand þeirra sem framkvæma aðförina að því. Lögreglumaðurinn segir: ekki benda á mig, ég er bara að gera það sem mér er skipað. Læknirinn segir: ég er bara að gera það sem ég var beðinn um. Ráðherrann segir: ég er bara að fylgja lögum. Það er svo mjó lína á milli þess að henda langveiku barni úr landi og að handtaka fólk útaf pólitískum skoðunum eða fyrir það að fæðast samkynhneigður eða fylgja ekki leiðtoganum. Þegar menn vitna í lög til þess að réttlæta óhæfuverk og níðingshátt þá þarf fólk að vera á verði. Því það gæti auðveldlega sjálft orðið fórnlamb þeirra sem vitna í lög sem sett voru meðan frelsið svaf á verðinum. Þjóðfélag sem réttlætir slíka meðferð á veiku barni er ekki í góðu standi og það vitum við öll. En þegar ráðherra blikkar ekki auga og segir að óréttlæti sé í raun réttlæti þá fer um mann hrollur. Og þegar hann endurtekur: við erum að fylgja lögum, þá vakna draugar sögunnar sem voru fluttir úr landi vegna þess að þeir voru ekki velkomnir en voru síðan sendir í búðir dauðans. Að fylgja lögum segir ekkert um mennsku eða kærleika, mildi né velvild. Engin lög sem eru til höfuðs fólki í neyð eiga rúm fyrir slíkt. Höfundur er tónlistarmaður.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun