Hver er okkar ábyrgð á ofbeldi meðal barna Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 17. september 2024 13:31 Á síðustu vikum hefur okkur verið tíðrætt um ofbeldi barna gagnvart hvort öðru. Það kemur ekki á óvart í ljósi skelfilegra atburða sem hafa átt sér stað hér á landi þar sem börn ganga í meira mæli með eggvopn á sér. Það eitt og sér að börn gangi vopnuð, eða telji sig þurfa að gera það, er óásættanleg þróun. Hvort sem að ofbeldi barna og ungmenna hafi aukist eða sé orðið sýnilegra, þá er augljóst að staðan er alvarleg og nauðsynlegt er að grípa í taumana og gera allt sem í okkar valdi stendur. Foreldrar, félagsþjónustan og stjórnvöld þurfa öll að taka höndum saman og stoppa þessa þróun. Ofbeldi barna og ungmenna Undanfarin ár hafa stjórnendur innan skólakerfisins lýst yfir áhyggjum af auknu ofbeldi m.a. innan skólalóðarinnar. Það á jafnvel við um börn á yngsta skólastigi. Það sama á við utan skólalóðarinnar og á samfélagsmiðlum. Foreldrar, lögreglan og skólayfirvöld benda öll á það að virðingarleysi barna gagnvart hvort öðru er sífellt meira áberandi þar sem ljót samskipti og líkamlegt ofbeldi færast í aukana. Hvað er verið að gera? Síðastliðinn júní kynnti Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, 14 aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna í samvinnu við dómsmálaráðherra. Þar á að leiða saman fjölbreytta þjónustu- og viðbragðsaðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi. Þessar aðgerðir snúa að auknu forvarnarstarfi, inngripi og meðferð og varða ýmsa aðila innan ríkisins, stjórnsýslunnar og sveitarfélaga. Viðfangsefnið er víðfeðmt og aðgerðirnar því margskonar og varða m.a. aukna þverfaglega nálgun í ofbeldismálum meðal barna, að mynda verklag fyrir sakhæf og ósakhæf börn og úrræði fyrir þau sem beita alvarlegu ofbeldi, að efla samfélagslögreglu, að auka fræðslu og forvarnir og efla ungmennastarf. Aðgerðir þessar miða að því að fræða börn og ungmenni um afleiðingar, útvega þeim stað þar sem þau geta eflt samskipti í skipulögðu starfi og hvernig eigi að bregðast við þegar ofbeldi á sér stað. Allar þessar aðgerðir eru nauðsynleg skref sem þarf sífellt að endurskoða og meta á meðan á þeim stendur. Hins vegar er ofbeldi barna og ungmenna samfélagslegt mein sem allt samfélagið verður að taka höndum saman við að vinna bug á. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn Við erum öll uggandi yfir framangreindri þróun ofbeldis, enda varðar hún okkur öll. Vörumst það að leggjast í skotgrafir og leita að sökudólgum. Þó þurfum við að komast til botns í það hvað veldur, hvar við erum að bregðast og gangast við þeirri ábyrgð. Foreldraeftirlit hvers foreldris fyrir sig með sínu barni og öðrum í sínu nærumhverfi verður að vera öflugt. Samfélagið allt verður að koma saman og vinna að því að kynna börnum okkar fyrir þeim hættum sem stafa af ofbeldi af því tagi sem við heyrum af nánast vikulega. Við þurfum að gangast að okkar ábyrgð sem foreldrar og þar komum við aftur að því að samvera er besta forvörnin eins og okkur hefur verið tíðrætt um undanfarin ár. Foreldrasamfélagið þarf að virkja vel í þessum aðgerðum og hér á landi höfum við góða reynslu af öflugu forvarnarstarfi og aðgerðum til að vinda ofan af óæskilegri hegðun. Við berum öll ábyrgð á því að koma börnunum okkar vel til manns og kenna þeim samfélagsreglurnar, það gerum við ekki með því að vera fjarverandi sem foreldrar og setja ábyrgðina á aðrar stofnanir eða jafnvel að skella skuldinni á menntakerfið eða heilbrigðiskerfið. Auðvitað þurfum við að hafa öflugt geðheilbrigðiskerfi sem kemur í veg fyrir alvarlegan hegðunarvanda eða vanlíðan meðal barna og ungmenna en það verður ekki fram hjá því litið hver ábyrgð okkar er sem foreldrar. Við eigum að hafa vökult auga fyrir ofbeldi í okkar nærumhverfi, eiga samtal við ungmennin okkar og grípa einstaklinga í áhættuhópum sem gætu beitt eða lent í ofbeldi. Þegar kemur að velferð barnanna í okkar samfélagi er okkur sem ætlum að vera virkir og góðir þátttakendur í samfélaginu ekkert óviðkomandi, og við eigum að sjá til þess að börnin okkar mótist í rétta átt til framtíðar. Undirrituð er þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Alþingi Börn og uppeldi Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hefur okkur verið tíðrætt um ofbeldi barna gagnvart hvort öðru. Það kemur ekki á óvart í ljósi skelfilegra atburða sem hafa átt sér stað hér á landi þar sem börn ganga í meira mæli með eggvopn á sér. Það eitt og sér að börn gangi vopnuð, eða telji sig þurfa að gera það, er óásættanleg þróun. Hvort sem að ofbeldi barna og ungmenna hafi aukist eða sé orðið sýnilegra, þá er augljóst að staðan er alvarleg og nauðsynlegt er að grípa í taumana og gera allt sem í okkar valdi stendur. Foreldrar, félagsþjónustan og stjórnvöld þurfa öll að taka höndum saman og stoppa þessa þróun. Ofbeldi barna og ungmenna Undanfarin ár hafa stjórnendur innan skólakerfisins lýst yfir áhyggjum af auknu ofbeldi m.a. innan skólalóðarinnar. Það á jafnvel við um börn á yngsta skólastigi. Það sama á við utan skólalóðarinnar og á samfélagsmiðlum. Foreldrar, lögreglan og skólayfirvöld benda öll á það að virðingarleysi barna gagnvart hvort öðru er sífellt meira áberandi þar sem ljót samskipti og líkamlegt ofbeldi færast í aukana. Hvað er verið að gera? Síðastliðinn júní kynnti Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, 14 aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna í samvinnu við dómsmálaráðherra. Þar á að leiða saman fjölbreytta þjónustu- og viðbragðsaðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi. Þessar aðgerðir snúa að auknu forvarnarstarfi, inngripi og meðferð og varða ýmsa aðila innan ríkisins, stjórnsýslunnar og sveitarfélaga. Viðfangsefnið er víðfeðmt og aðgerðirnar því margskonar og varða m.a. aukna þverfaglega nálgun í ofbeldismálum meðal barna, að mynda verklag fyrir sakhæf og ósakhæf börn og úrræði fyrir þau sem beita alvarlegu ofbeldi, að efla samfélagslögreglu, að auka fræðslu og forvarnir og efla ungmennastarf. Aðgerðir þessar miða að því að fræða börn og ungmenni um afleiðingar, útvega þeim stað þar sem þau geta eflt samskipti í skipulögðu starfi og hvernig eigi að bregðast við þegar ofbeldi á sér stað. Allar þessar aðgerðir eru nauðsynleg skref sem þarf sífellt að endurskoða og meta á meðan á þeim stendur. Hins vegar er ofbeldi barna og ungmenna samfélagslegt mein sem allt samfélagið verður að taka höndum saman við að vinna bug á. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn Við erum öll uggandi yfir framangreindri þróun ofbeldis, enda varðar hún okkur öll. Vörumst það að leggjast í skotgrafir og leita að sökudólgum. Þó þurfum við að komast til botns í það hvað veldur, hvar við erum að bregðast og gangast við þeirri ábyrgð. Foreldraeftirlit hvers foreldris fyrir sig með sínu barni og öðrum í sínu nærumhverfi verður að vera öflugt. Samfélagið allt verður að koma saman og vinna að því að kynna börnum okkar fyrir þeim hættum sem stafa af ofbeldi af því tagi sem við heyrum af nánast vikulega. Við þurfum að gangast að okkar ábyrgð sem foreldrar og þar komum við aftur að því að samvera er besta forvörnin eins og okkur hefur verið tíðrætt um undanfarin ár. Foreldrasamfélagið þarf að virkja vel í þessum aðgerðum og hér á landi höfum við góða reynslu af öflugu forvarnarstarfi og aðgerðum til að vinda ofan af óæskilegri hegðun. Við berum öll ábyrgð á því að koma börnunum okkar vel til manns og kenna þeim samfélagsreglurnar, það gerum við ekki með því að vera fjarverandi sem foreldrar og setja ábyrgðina á aðrar stofnanir eða jafnvel að skella skuldinni á menntakerfið eða heilbrigðiskerfið. Auðvitað þurfum við að hafa öflugt geðheilbrigðiskerfi sem kemur í veg fyrir alvarlegan hegðunarvanda eða vanlíðan meðal barna og ungmenna en það verður ekki fram hjá því litið hver ábyrgð okkar er sem foreldrar. Við eigum að hafa vökult auga fyrir ofbeldi í okkar nærumhverfi, eiga samtal við ungmennin okkar og grípa einstaklinga í áhættuhópum sem gætu beitt eða lent í ofbeldi. Þegar kemur að velferð barnanna í okkar samfélagi er okkur sem ætlum að vera virkir og góðir þátttakendur í samfélaginu ekkert óviðkomandi, og við eigum að sjá til þess að börnin okkar mótist í rétta átt til framtíðar. Undirrituð er þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar