Vernd náttúrunnar er ákvörðun Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 17. september 2024 14:01 Vernd náttúru er ákvörðun. Ákvörðun sem getur verið duttlungum háð sé hún ekki tryggð í lögum. Í gær var dagur íslenskrar náttúru, og því við hæfi að við stöldrum við og spyrjum okkur: Hvernig viljum við að ákvarðanir sem varða náttúruna séu teknar? Íslensk náttúra er stórbrotin, en hún er líka brothætt. Við vitum að álag á auðlindir landsins eykst með hverju árinu og áform um nýtingu náttúruauðlinda í þágu orkuskipta, á sama tíma og afleiðingar loftslagsbreytinga raungerast, auka álagið. Það er þess vegna nauðsynlegt að við stígum skrefið til fulls og tryggjum að vernd náttúrunnar liggi til grundvallar í allri ákvarðanatöku og stefnumótun. Við þurfum auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Með auðlindaákvæði gætum við tryggt að auðlindir landsins verði verndaðar og nýttar á sjálfbæran hátt, óháð því hver situr við völd á hverjum tíma. Þegar verndun náttúru er varin með stjórnarskrárákvæði er hún ekki lengur háð skammtímasjónarmiðum – hún verður varanleg, ákvörðun sem raunverulega stendur vörð um náttúruna fyrir komandi kynslóðir. Vinstri græn hafa alltaf staðið vörð um náttúruna. Við höfum alltaf sett náttúruvernd á dagskrá til að mynda í gegnum friðlýsingar landsvæða og höfum barist fyrir því að viðkvæm svæði séu í verndarflokki orkunýtingar. Við höfum líka tekið skref til þess að skapa sátt um auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands. Slíkt ákvæði myndi festa það í sessi að auðlindirnar séu í eigu þjóðarinnar og séu eingöngu nýttar með sjálfbærni í fyrirrúmi. Við fögnuðum degi íslenskrar náttúru í gær, en ég vona að á hverjum degi getum við verið sammála um það að vernd náttúrunnar er grundvöllur farsællar framtíðar – og að vernd hennar í stjórnarskrá er eina leiðin til þess að hún fái að njóta vafans um ókomna tíð. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Eva Dögg Davíðsdóttir Vinstri græn Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Vernd náttúru er ákvörðun. Ákvörðun sem getur verið duttlungum háð sé hún ekki tryggð í lögum. Í gær var dagur íslenskrar náttúru, og því við hæfi að við stöldrum við og spyrjum okkur: Hvernig viljum við að ákvarðanir sem varða náttúruna séu teknar? Íslensk náttúra er stórbrotin, en hún er líka brothætt. Við vitum að álag á auðlindir landsins eykst með hverju árinu og áform um nýtingu náttúruauðlinda í þágu orkuskipta, á sama tíma og afleiðingar loftslagsbreytinga raungerast, auka álagið. Það er þess vegna nauðsynlegt að við stígum skrefið til fulls og tryggjum að vernd náttúrunnar liggi til grundvallar í allri ákvarðanatöku og stefnumótun. Við þurfum auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Með auðlindaákvæði gætum við tryggt að auðlindir landsins verði verndaðar og nýttar á sjálfbæran hátt, óháð því hver situr við völd á hverjum tíma. Þegar verndun náttúru er varin með stjórnarskrárákvæði er hún ekki lengur háð skammtímasjónarmiðum – hún verður varanleg, ákvörðun sem raunverulega stendur vörð um náttúruna fyrir komandi kynslóðir. Vinstri græn hafa alltaf staðið vörð um náttúruna. Við höfum alltaf sett náttúruvernd á dagskrá til að mynda í gegnum friðlýsingar landsvæða og höfum barist fyrir því að viðkvæm svæði séu í verndarflokki orkunýtingar. Við höfum líka tekið skref til þess að skapa sátt um auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands. Slíkt ákvæði myndi festa það í sessi að auðlindirnar séu í eigu þjóðarinnar og séu eingöngu nýttar með sjálfbærni í fyrirrúmi. Við fögnuðum degi íslenskrar náttúru í gær, en ég vona að á hverjum degi getum við verið sammála um það að vernd náttúrunnar er grundvöllur farsællar framtíðar – og að vernd hennar í stjórnarskrá er eina leiðin til þess að hún fái að njóta vafans um ókomna tíð. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun