Vernd náttúrunnar er ákvörðun Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 17. september 2024 14:01 Vernd náttúru er ákvörðun. Ákvörðun sem getur verið duttlungum háð sé hún ekki tryggð í lögum. Í gær var dagur íslenskrar náttúru, og því við hæfi að við stöldrum við og spyrjum okkur: Hvernig viljum við að ákvarðanir sem varða náttúruna séu teknar? Íslensk náttúra er stórbrotin, en hún er líka brothætt. Við vitum að álag á auðlindir landsins eykst með hverju árinu og áform um nýtingu náttúruauðlinda í þágu orkuskipta, á sama tíma og afleiðingar loftslagsbreytinga raungerast, auka álagið. Það er þess vegna nauðsynlegt að við stígum skrefið til fulls og tryggjum að vernd náttúrunnar liggi til grundvallar í allri ákvarðanatöku og stefnumótun. Við þurfum auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Með auðlindaákvæði gætum við tryggt að auðlindir landsins verði verndaðar og nýttar á sjálfbæran hátt, óháð því hver situr við völd á hverjum tíma. Þegar verndun náttúru er varin með stjórnarskrárákvæði er hún ekki lengur háð skammtímasjónarmiðum – hún verður varanleg, ákvörðun sem raunverulega stendur vörð um náttúruna fyrir komandi kynslóðir. Vinstri græn hafa alltaf staðið vörð um náttúruna. Við höfum alltaf sett náttúruvernd á dagskrá til að mynda í gegnum friðlýsingar landsvæða og höfum barist fyrir því að viðkvæm svæði séu í verndarflokki orkunýtingar. Við höfum líka tekið skref til þess að skapa sátt um auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands. Slíkt ákvæði myndi festa það í sessi að auðlindirnar séu í eigu þjóðarinnar og séu eingöngu nýttar með sjálfbærni í fyrirrúmi. Við fögnuðum degi íslenskrar náttúru í gær, en ég vona að á hverjum degi getum við verið sammála um það að vernd náttúrunnar er grundvöllur farsællar framtíðar – og að vernd hennar í stjórnarskrá er eina leiðin til þess að hún fái að njóta vafans um ókomna tíð. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Eva Dögg Davíðsdóttir Vinstri græn Mest lesið Leiðréttum launin Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Óskrifuðu Pálínuboðorðin Óskar Jónasson Skoðun Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd Skoðun Stafræn þjónustubylting Reykjavíkurborgar vekur heimsathygli Alexandra Briem Skoðun Byggjum raðhús í Hvalfjarðargöngum Matthías Arngrímsson Skoðun Sjálfskipaðir sérfræðingar samgöngumála Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun JL húsið og að éta það sem úti frýs… Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Þú ert númer 1155 í röðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á bak við tjöldin Arnar Þór Jónsson Skoðun Lagarammi um lögbrot Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólíkt hefst fólk að Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri til menntunar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Niðurskurður fjölbreytileikans í íslenskri kvikmyndagerð Dögg Mósesdóttir,Helga Rakel Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þar sem hanar og hænur gala Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Stafræn þjónustubylting Reykjavíkurborgar vekur heimsathygli Alexandra Briem skrifar Skoðun Hlutleysi í NATO – Íslenskar varnir Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Þú ert númer 1155 í röðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Á bak við tjöldin Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd skrifar Skoðun Lagarammi um lögbrot Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Burt með mismunun! Skúli Helgason skrifar Skoðun Aukið aðgengi að faglegri þjónustu – Styðjum Afstöðu! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Óskrifuðu Pálínuboðorðin Óskar Jónasson skrifar Skoðun Sjálfskipaðir sérfræðingar samgöngumála Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Byggjum raðhús í Hvalfjarðargöngum Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Leiðréttum launin Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Er ekki bara best? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Fjölgun lóða, hér er leiðin! Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er enn tími… Svanhildur Bogadóttir skrifar Skoðun Fjárfesting í þágu barna Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Flugvöllur í Hvassahrauni eða Árborg? Bragi Bjarnason skrifar Skoðun JL Gettó Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mun Alþingi fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hvað vitum við? Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Hvetjum samstarfsfólkið til að fara í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun „Hvert stefnirðu?“ Arna Stefanía Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þetta er allt að koma... Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Mörkin lögmannsstofa: Áskorun til núverandi stjórnarmanna Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun JL húsið og að éta það sem úti frýs… Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Palestína, háskólar og (af)nýlenduvædd rými Jovana Pavlović skrifar Sjá meira
Vernd náttúru er ákvörðun. Ákvörðun sem getur verið duttlungum háð sé hún ekki tryggð í lögum. Í gær var dagur íslenskrar náttúru, og því við hæfi að við stöldrum við og spyrjum okkur: Hvernig viljum við að ákvarðanir sem varða náttúruna séu teknar? Íslensk náttúra er stórbrotin, en hún er líka brothætt. Við vitum að álag á auðlindir landsins eykst með hverju árinu og áform um nýtingu náttúruauðlinda í þágu orkuskipta, á sama tíma og afleiðingar loftslagsbreytinga raungerast, auka álagið. Það er þess vegna nauðsynlegt að við stígum skrefið til fulls og tryggjum að vernd náttúrunnar liggi til grundvallar í allri ákvarðanatöku og stefnumótun. Við þurfum auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Með auðlindaákvæði gætum við tryggt að auðlindir landsins verði verndaðar og nýttar á sjálfbæran hátt, óháð því hver situr við völd á hverjum tíma. Þegar verndun náttúru er varin með stjórnarskrárákvæði er hún ekki lengur háð skammtímasjónarmiðum – hún verður varanleg, ákvörðun sem raunverulega stendur vörð um náttúruna fyrir komandi kynslóðir. Vinstri græn hafa alltaf staðið vörð um náttúruna. Við höfum alltaf sett náttúruvernd á dagskrá til að mynda í gegnum friðlýsingar landsvæða og höfum barist fyrir því að viðkvæm svæði séu í verndarflokki orkunýtingar. Við höfum líka tekið skref til þess að skapa sátt um auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands. Slíkt ákvæði myndi festa það í sessi að auðlindirnar séu í eigu þjóðarinnar og séu eingöngu nýttar með sjálfbærni í fyrirrúmi. Við fögnuðum degi íslenskrar náttúru í gær, en ég vona að á hverjum degi getum við verið sammála um það að vernd náttúrunnar er grundvöllur farsællar framtíðar – og að vernd hennar í stjórnarskrá er eina leiðin til þess að hún fái að njóta vafans um ókomna tíð. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd Skoðun
Skoðun Niðurskurður fjölbreytileikans í íslenskri kvikmyndagerð Dögg Mósesdóttir,Helga Rakel Rafnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd skrifar
Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd Skoðun