Háskólinn sveik stúdenta um góðar samgöngur Guðni Thorlacius og Katla Ólafsdóttir skrifa 17. september 2024 11:31 U-passinn: Orðið sem er á allra manna vörum í Vatnsmýrinni. U-passinn hefur verið mikið í umræðunni meðal nemenda í HÍ, sér í lagi í ljósi gjaldtöku HÍ á bílastæðum skólans, en hvað er hann? U-passinn er afsláttarkort í almenningssamgöngur að erlendri fyrirmynd. Ástæðan fyrir því að talað er um U-passa en ekki strætókort á betri kjörum er sú að í U-passanum felst einnig aðgangur að rafskútum og deilibílum. U-passinn er þannig til þess að vefa saman öflugt og umhverfisvænt samgöngunet fyrir stúdenta. Röskvuliðar í Stúdentaráði hafa árum saman barist fyrir U-passanum en það hefur stundum verið nokkuð óljóst um hvað er rætt. Úr þessu ber að bæta, kæri stúdent, og því ætlum við að útlista þá fjölmörgu kosti sem háskólasamfélaginu býðst við það að innleiða U-passan. Kostir U-passans rúmast varla fyrir í einum litlum skoðanapistli, en helst ber að nefna að hann veitir stúdentum raunverulegan valkost í því hvernig þeir komast í skólann. Bætt aðgengi að almenningssamgöngum varðar allra stúdenta, komi þeir keyrandi eða á vegum þeirrar gulu. Þvert á útreikninga helstu stærðfræðinga Félags Íslenskra Bifreiðaeigenda geta strætisvagnar flutt talsvert fleira fólk á töluvert betri tíma en floti einkabifreiða. Samkvæmt ferðavenjukönnun sem HÍ lagði fyrir stúdenta ferðast um 59% stúdenta að jafnaði ein í bíl í skólann, það eru rúmlega 8000 bílar. Ef aðeins um 10% stúdenta sem taka einkabílinn ein myndu færa sig yfir í strætó, væru bílarnir orðnir um 6500 talsins. 1500 færri bílar að bíða í röð við gönguljósin hjá Klambratúni. 1500 færri rauð ljós í stöppunni á Kringlumýrarbraut. Ef einhver hluti þeirra stúdenta sem búa við strætóleiðir nýtir sér almenningssamgöngur þá opnast pláss í umferðinni fyrir þá stúdenta sem ekki geta nýtt sér sömu samgöngur. U-passinn snýr að því að auðvelda þeim stúdentum sem ekki nýta sér almenningssamgöngur nú þegar til að hvíla bílinn, öllum til hagsbóta. En þá er komið að fílnum í herberginu: Upptöku bílastæðagjalda við HÍ. Bílastæðagjöld hafa verið til skoðunar við Háskólann mjög lengi, saga þeirra teygist alla leið aftur að 2013. Áhyggjur okkar eru skiljanlegar, við erum ekki tekjuhár hópur og því er mikilvægt að þegar gjaldtakan hefst að farið sé hóflega í hana, og að stúdentar fái eitthvað í staðinn. U-passinn er akkúrat slík mótvægisaðgerð, sem myndi hvort tveggja spara stúdentum þann pening sem það kostar að reka einkabíl, og að leggja honum við HÍ. Gjaldtakan er súrt epli að bíta í en við getum öll, eftir þessar fyrstu vikur í skólanum, viðurkennt að bílastæðin eru löngu sprungin. Það hlýtur að vera betri leið til að koma nemendum í og úr skólanum án þess að þeir þurfi að sitja í umferð í þrjú korter til þess eins að leggja lengst inni í vesturbænum og labba í korter í viðbót í tíma. Með flutningi Menntavísindasviðs í Sögu mun þessi hausverkur bara versna til muna nema gripið sé strax í taumana. Rektor og HÍ lofuðu okkur U-passa og loforð þeirra eru bindandi. U-passinn hefur verið í bígerð frá því um 2018, þegar fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði HÍ kröfðust þess af háskólanum að bjóða nemendum betra aðgengi að almenningssamgöngum. Allt virtist vera á réttri leið, starfshópur var stofnaður og verið var að skoða tilboð frá Strætó varðandi fýsileika U-passans. En svo kom eitthvað upp á í ársbyrjun 2024, einhver reitur í Excel stemmdi ekki og Háskólinn sleit öllum samskiptum við fulltrúa Strætó. Á Háskólaþingi þann 17. janúar kynnti skólinn án nokkurs samráðs við stúdenta nýja tvíhyggju í samgöngumálum: Leið A, sem væri þá U-passi samhliða gjaldskyldu, eða leið B, sem væri gjaldskylda í áskrift. Innleiðing U-passans myndi kosta HÍ 45 milljón krónur á ári, en höldum því til haga að rekstur bílastæða HÍ kostar skólann 54 milljónir á ári. En á fundi stúdentaráðs þann 3. mars 2024 lét formaður framkvæmda- og tæknisviðs HÍ það í ljós að aldrei hafi staðið til að innleiða U-passa samhliða gjaldskyldu. Stúdentar voru sem sagt dregnir á asnaeyrum í sex ár til þess eins að spara háskólanum engan pening. Heldur svo hann gæti haldið áfram að tapa 54 milljónum á ári. Að ótöldum öllum stundum starfsfólks HÍ sem hafa farið í verkefnið hingað til. Sú vinna sem HÍ lagði til U-passans var þannig til sýndar að öllu leyti. Stúdentar og Strætó eru reiðubúin að innleiða U-passan, nú er boltinn á vallarhelming HÍ, og okkur ber að halda pressunni uppi. U-passinn er nauðsynlegur liður í bættu samgöngukerfi, umhverfisvænna háskólasvæði og byði stúdentum raunverulegt val á því hvernig þeir komast í skólann. Ef þú vilt bæta samgöngur fyrir alla stúdenta þá hvetjum við þig eindregið til að koma á kröfufund Röskvu á fimmtudag kl. 12:00 fyrir framan Aðalbyggingu HÍ! Látum til okkar taka, krefjumst aðgerða og bætum samgöngur á háskólasvæðinu fyrir alla stúdenta! Höfundar eru fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Samgöngur Skóla- og menntamál Strætó Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
U-passinn: Orðið sem er á allra manna vörum í Vatnsmýrinni. U-passinn hefur verið mikið í umræðunni meðal nemenda í HÍ, sér í lagi í ljósi gjaldtöku HÍ á bílastæðum skólans, en hvað er hann? U-passinn er afsláttarkort í almenningssamgöngur að erlendri fyrirmynd. Ástæðan fyrir því að talað er um U-passa en ekki strætókort á betri kjörum er sú að í U-passanum felst einnig aðgangur að rafskútum og deilibílum. U-passinn er þannig til þess að vefa saman öflugt og umhverfisvænt samgöngunet fyrir stúdenta. Röskvuliðar í Stúdentaráði hafa árum saman barist fyrir U-passanum en það hefur stundum verið nokkuð óljóst um hvað er rætt. Úr þessu ber að bæta, kæri stúdent, og því ætlum við að útlista þá fjölmörgu kosti sem háskólasamfélaginu býðst við það að innleiða U-passan. Kostir U-passans rúmast varla fyrir í einum litlum skoðanapistli, en helst ber að nefna að hann veitir stúdentum raunverulegan valkost í því hvernig þeir komast í skólann. Bætt aðgengi að almenningssamgöngum varðar allra stúdenta, komi þeir keyrandi eða á vegum þeirrar gulu. Þvert á útreikninga helstu stærðfræðinga Félags Íslenskra Bifreiðaeigenda geta strætisvagnar flutt talsvert fleira fólk á töluvert betri tíma en floti einkabifreiða. Samkvæmt ferðavenjukönnun sem HÍ lagði fyrir stúdenta ferðast um 59% stúdenta að jafnaði ein í bíl í skólann, það eru rúmlega 8000 bílar. Ef aðeins um 10% stúdenta sem taka einkabílinn ein myndu færa sig yfir í strætó, væru bílarnir orðnir um 6500 talsins. 1500 færri bílar að bíða í röð við gönguljósin hjá Klambratúni. 1500 færri rauð ljós í stöppunni á Kringlumýrarbraut. Ef einhver hluti þeirra stúdenta sem búa við strætóleiðir nýtir sér almenningssamgöngur þá opnast pláss í umferðinni fyrir þá stúdenta sem ekki geta nýtt sér sömu samgöngur. U-passinn snýr að því að auðvelda þeim stúdentum sem ekki nýta sér almenningssamgöngur nú þegar til að hvíla bílinn, öllum til hagsbóta. En þá er komið að fílnum í herberginu: Upptöku bílastæðagjalda við HÍ. Bílastæðagjöld hafa verið til skoðunar við Háskólann mjög lengi, saga þeirra teygist alla leið aftur að 2013. Áhyggjur okkar eru skiljanlegar, við erum ekki tekjuhár hópur og því er mikilvægt að þegar gjaldtakan hefst að farið sé hóflega í hana, og að stúdentar fái eitthvað í staðinn. U-passinn er akkúrat slík mótvægisaðgerð, sem myndi hvort tveggja spara stúdentum þann pening sem það kostar að reka einkabíl, og að leggja honum við HÍ. Gjaldtakan er súrt epli að bíta í en við getum öll, eftir þessar fyrstu vikur í skólanum, viðurkennt að bílastæðin eru löngu sprungin. Það hlýtur að vera betri leið til að koma nemendum í og úr skólanum án þess að þeir þurfi að sitja í umferð í þrjú korter til þess eins að leggja lengst inni í vesturbænum og labba í korter í viðbót í tíma. Með flutningi Menntavísindasviðs í Sögu mun þessi hausverkur bara versna til muna nema gripið sé strax í taumana. Rektor og HÍ lofuðu okkur U-passa og loforð þeirra eru bindandi. U-passinn hefur verið í bígerð frá því um 2018, þegar fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði HÍ kröfðust þess af háskólanum að bjóða nemendum betra aðgengi að almenningssamgöngum. Allt virtist vera á réttri leið, starfshópur var stofnaður og verið var að skoða tilboð frá Strætó varðandi fýsileika U-passans. En svo kom eitthvað upp á í ársbyrjun 2024, einhver reitur í Excel stemmdi ekki og Háskólinn sleit öllum samskiptum við fulltrúa Strætó. Á Háskólaþingi þann 17. janúar kynnti skólinn án nokkurs samráðs við stúdenta nýja tvíhyggju í samgöngumálum: Leið A, sem væri þá U-passi samhliða gjaldskyldu, eða leið B, sem væri gjaldskylda í áskrift. Innleiðing U-passans myndi kosta HÍ 45 milljón krónur á ári, en höldum því til haga að rekstur bílastæða HÍ kostar skólann 54 milljónir á ári. En á fundi stúdentaráðs þann 3. mars 2024 lét formaður framkvæmda- og tæknisviðs HÍ það í ljós að aldrei hafi staðið til að innleiða U-passa samhliða gjaldskyldu. Stúdentar voru sem sagt dregnir á asnaeyrum í sex ár til þess eins að spara háskólanum engan pening. Heldur svo hann gæti haldið áfram að tapa 54 milljónum á ári. Að ótöldum öllum stundum starfsfólks HÍ sem hafa farið í verkefnið hingað til. Sú vinna sem HÍ lagði til U-passans var þannig til sýndar að öllu leyti. Stúdentar og Strætó eru reiðubúin að innleiða U-passan, nú er boltinn á vallarhelming HÍ, og okkur ber að halda pressunni uppi. U-passinn er nauðsynlegur liður í bættu samgöngukerfi, umhverfisvænna háskólasvæði og byði stúdentum raunverulegt val á því hvernig þeir komast í skólann. Ef þú vilt bæta samgöngur fyrir alla stúdenta þá hvetjum við þig eindregið til að koma á kröfufund Röskvu á fimmtudag kl. 12:00 fyrir framan Aðalbyggingu HÍ! Látum til okkar taka, krefjumst aðgerða og bætum samgöngur á háskólasvæðinu fyrir alla stúdenta! Höfundar eru fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði Háskóla Íslands.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun