Lækkun gjalda fyrir barnafjölskyldur í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Halldór Benjamín Hreinsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njörður Sigurðsson og Sandra Sigurðardóttir skrifa 17. september 2024 07:00 Í upphafi þessa kjörtímabils setti meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar sér það markmið að gera Hveragerðisbæ að enn fjölskylduvænna samfélagi. Einn liður í því er að lækka álögur á barnafjölskyldur í bænum eins og tækifæri er til. Á þeim rúmlega tveimur árum sem liðin eru af þessu kjörtímabili hafa gjöld barnafjölskyldna fyrir þjónustu sem Hveragerðisbær veitir lækkað verulega. Fyrir vísitölufjölskyldu með eitt barn á leikskóla og eitt í grunnskóla má áætla að náðst hafi að létta byrðar þeirra um kr. 200.000 á ári frá árinu 2022. Leikskólagjöld hafa lækkað um 30% Strax eftir kosningar 2022 var samþykkt í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar að gera eina klukkustund á dag gjaldfrjálsa í öllum árgöngum í leikskólum bæjarins frá 1. september 2022, haustið 2023 var samþykkt að bæta við annarri klukkustund við og nú frá 1. september 2024 eru gjaldfrjálsar klukkustundir fyrir alla árganga í leikskólum bæjarins orðnar þrjár talsins. Frá sumrinu 2022 hafa leikskólagjöld fyrir átta tíma vistun farið úr kr. 29.256 í kr. 20.500 sem gerir 30% lækkun á tveimur árum. Ef við tökum hækkun verðlags á tímabilinu inn í reikninginn að þá væri lækkunin um 38% á verðlagi dagsins í dag. Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar mun svo bæta enn í og í lok kjörtímabilsins verða gjaldfrjálsar klukkustundir á leikskólum Hveragerðisbæjar orðnar sex talsins. Hveragerðismódelið í leikskólamálum gengur út á að lækka gjöld barnafjölskyldna sem og að jafna stöðu þeirra svo að öll börn hafi tækifæri til að sækja fyrsta skólastigið. Frístundastyrkur hefur hækkað um 46% Í upphafi þessa kjörtímabils var frístundastyrkur Hveragerðisbæjar kr. 26.000. Árið 2023 var frístundastyrkurinn hækkaður í kr. 32.000 og var það fyrsta hækkunin í tvö ár. Í byrjun þessa árs fór hann í kr. 38.000 og hefur því hækkunin á þessu kjörtímabili numið 46%. Gert er ráð fyrir að í byrjun næsta árs verði frístundastyrkurinn orðinn kr. 44.000 og árið 2026 kr. 50.000. Frístundastyrkurinn í Hveragerði er fyrir öll börn í bænum frá 0-17 ára og er til þess að gefa öllum börnum tækifæri á að stunda fjölbreyttar frístundir eftir þeirra þörfum og áhuga. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir Í sumar samþykkti meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar að skólamáltíðir í grunnskólanum yrðu gjaldfrjálsar frá og með því skólaári sem nú er hafið. Ákvörðun um gjaldfrjálsar skólamáltíðir hjá öllum sveitarfélögum eru tilkomnar til að greiða fyrir langtímakjarasamningum á vinnumarkaði. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun úthluta árlegt framlag úr ríkissjóði til sveitarfélaga sem bjóða öllum skólabörnum gjaldfrjálsar skólamáltíðir en sveitarfélögin sjálf munu svo jafnframt leggja sitt af mörkum í verkefnið. Á vormisseri 2024 var gjald fyrir hverja skólamáltíð kr. 500 fyrir hvert grunnskólabarn í Hveragerði. Á hverju skólaári eru 180 skóladagar og því var kostnaður fyrir hvert barn sem var alla skóladaga í skólamáltíð kr. 90.000 á ári. Þetta er kostnaður sem fjölskyldur grunnskólabarna í bænum þurfa því ekki lengur að standa straum af. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, formaður bæjarráðsHalldór Benjamín Hreinsson, forseti bæjarstjórnarJóhanna Ýr Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúiNjörður Sigurðsson, bæjarfulltrúiSandra Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Sandra Sigurðardóttir Njörður Sigurðsson Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa kjörtímabils setti meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar sér það markmið að gera Hveragerðisbæ að enn fjölskylduvænna samfélagi. Einn liður í því er að lækka álögur á barnafjölskyldur í bænum eins og tækifæri er til. Á þeim rúmlega tveimur árum sem liðin eru af þessu kjörtímabili hafa gjöld barnafjölskyldna fyrir þjónustu sem Hveragerðisbær veitir lækkað verulega. Fyrir vísitölufjölskyldu með eitt barn á leikskóla og eitt í grunnskóla má áætla að náðst hafi að létta byrðar þeirra um kr. 200.000 á ári frá árinu 2022. Leikskólagjöld hafa lækkað um 30% Strax eftir kosningar 2022 var samþykkt í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar að gera eina klukkustund á dag gjaldfrjálsa í öllum árgöngum í leikskólum bæjarins frá 1. september 2022, haustið 2023 var samþykkt að bæta við annarri klukkustund við og nú frá 1. september 2024 eru gjaldfrjálsar klukkustundir fyrir alla árganga í leikskólum bæjarins orðnar þrjár talsins. Frá sumrinu 2022 hafa leikskólagjöld fyrir átta tíma vistun farið úr kr. 29.256 í kr. 20.500 sem gerir 30% lækkun á tveimur árum. Ef við tökum hækkun verðlags á tímabilinu inn í reikninginn að þá væri lækkunin um 38% á verðlagi dagsins í dag. Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar mun svo bæta enn í og í lok kjörtímabilsins verða gjaldfrjálsar klukkustundir á leikskólum Hveragerðisbæjar orðnar sex talsins. Hveragerðismódelið í leikskólamálum gengur út á að lækka gjöld barnafjölskyldna sem og að jafna stöðu þeirra svo að öll börn hafi tækifæri til að sækja fyrsta skólastigið. Frístundastyrkur hefur hækkað um 46% Í upphafi þessa kjörtímabils var frístundastyrkur Hveragerðisbæjar kr. 26.000. Árið 2023 var frístundastyrkurinn hækkaður í kr. 32.000 og var það fyrsta hækkunin í tvö ár. Í byrjun þessa árs fór hann í kr. 38.000 og hefur því hækkunin á þessu kjörtímabili numið 46%. Gert er ráð fyrir að í byrjun næsta árs verði frístundastyrkurinn orðinn kr. 44.000 og árið 2026 kr. 50.000. Frístundastyrkurinn í Hveragerði er fyrir öll börn í bænum frá 0-17 ára og er til þess að gefa öllum börnum tækifæri á að stunda fjölbreyttar frístundir eftir þeirra þörfum og áhuga. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir Í sumar samþykkti meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar að skólamáltíðir í grunnskólanum yrðu gjaldfrjálsar frá og með því skólaári sem nú er hafið. Ákvörðun um gjaldfrjálsar skólamáltíðir hjá öllum sveitarfélögum eru tilkomnar til að greiða fyrir langtímakjarasamningum á vinnumarkaði. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun úthluta árlegt framlag úr ríkissjóði til sveitarfélaga sem bjóða öllum skólabörnum gjaldfrjálsar skólamáltíðir en sveitarfélögin sjálf munu svo jafnframt leggja sitt af mörkum í verkefnið. Á vormisseri 2024 var gjald fyrir hverja skólamáltíð kr. 500 fyrir hvert grunnskólabarn í Hveragerði. Á hverju skólaári eru 180 skóladagar og því var kostnaður fyrir hvert barn sem var alla skóladaga í skólamáltíð kr. 90.000 á ári. Þetta er kostnaður sem fjölskyldur grunnskólabarna í bænum þurfa því ekki lengur að standa straum af. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, formaður bæjarráðsHalldór Benjamín Hreinsson, forseti bæjarstjórnarJóhanna Ýr Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúiNjörður Sigurðsson, bæjarfulltrúiSandra Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun