Öryggi sjúklinga – gerum og greinum betur Alma D. Möller skrifar 17. september 2024 08:31 Alþjóðadagur sjúklingaöryggis 17. september. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin setti 17. september sem Alþjóðadag sjúklingaöryggis. Öryggi snýst um það að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður verða sk. óvænt atvik sem eruskilgreind í lögum semóhappatilvik, mistök, vanræksla eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Það er ekki eins auðvelt og ætla mætti að koma í veg fyrir slík atvik því heilbrigðisþjónusta er flókin og hefur flækjustig vaxið hraðar en geta mannsins til að aðlagast þeim breytingum sem fylgja. Talið er að allt að 10% sjúklinga á bráðasjúkrahúsum verði fyrir einhvers konar atviki og að hægt ætti að vera að fyrirbyggja umtalsverðan hluta þeirra. Öruggar sjúkdómsgreiningar Að þessu sinni er þema dagsins öruggar sjúkdómsgreiningar en rétt og tímanleg sjúkdómsgreining er augljóslega forsenda viðeigandi og góðrar meðferðar. Talið er að villur í sjúkdómsgreiningum telji um 16% þeirra atvika sem hægt væri að fyrirbyggja. Um getur verið að ræða seinkaða eða ranga greiningu, að sjúdómur greinist ekki og að sjúklingur sé ekki upplýstur um sjúkdómsgreiningu. Vel þekkt dæmi eru þegar bráð kransæðastífla greinist ekki eða að krabbamein greinist seint. Þá hefur mikilvægi ofgreininga, þ.e. að verið sé að greina og meðhöndla sjúkdóma að óþörfu, orðið æ ljósara. Almennt gildir að þegar alvarleg atvik verða í heilbrigðisþjónustu brestur gjarnan á nokkrum stöðum í keðjunni og er jafnan bæði um að ræða kerfistengda þætti eins og t.d. ónóga mönnun eða skort á þjálfun sem og sk. mannlega þætti t.d. samskiptabresti og gildrur hugans (cognitive errors) eins og sk. rörsýn er dæmi um. Eflum öryggi Alvarlegt atvik snertir auðvitað mest þann sem fyrir verður og getur haft hörmulegar afleiðingar fyrir sjúkling og ástvini. Því þarf að leita allra leiða til að fyrirbyggja alvarleg atvik. Hérlendis er hvað brýnast að bæta mönnun; að tryggja að fjöldi starfsmanna sem og menntun, reynsla og þjálfun þeirra sé í takti við starfsemi og verkefni hverju sinni. Þá þarf vinnuskipulag allt, verkferlar og menning að styðja við öryggi. Mikilvægi þess að virkja sjúklinga og aðstandendur í meðferð og öryggi hefur orðið æ ljósara. Í því samhengi er hér bent á bæklingana Sjúklingaráðin 10 og Örugg dvöl á sjúkrahúsi sem og lög um réttindi sjúklinga. Þema alþjóðadags sjúklingaöryggis á síðastliðnu ári snéri einmitt að því að virkja sjúklinga og hækka raddir þeirra. Samkvæmt Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 ber stofnunum og veitendum heilbrigiðisþjónustu skylda til þess að vinna að bættu öryggi og gæðum með skipulögðu umbótastarfi, notkun gæðavísa til leiðbeiningar, markvissri úrvinnslu atvika til lærdóms og þjónustukönnunum þar sem viðhorf notenda koma fram. Viðbrögð við alvarlegum atvikum Þegar hlutirnir fara á verri veg og alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu verða, sýna rannsóknir að sjúklingar og aðstandendur vilja viðurkenningu á því sem aflaga fór, afsökunarbeiðni og heiðarlegar útskýringar. Að verða fyrir alvarlegu atviki er gríðarlegt áfall og því þarf að sýna hlutaðeigandi samhygð, virðingu og umhyggju. Tryggja þarf viðeigandi stuðning og eftirfylgd fyrir sjúkling og aðstandendur. Þá er mikilvægt fyrir fólk að vita að atvikið verði rannsakað ofan í kjölinn til að finna á því skýringar svo hægt sé að ráðast í raunverulegar úrbætur til að hindra að atvik fái endurtekið sig. Embætti landlæknis hefur gefið út gátlista og leiðbeiningar um viðbrögð við óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu sem snúa að sjúklingi og aðstandendum, starfsfólki og stofnun. Alvarlegt atvik er sömuleiðis mikið áfall fyrir þá heilbrigðisstarfsmenn sem að koma og er rætt um „hitt fórnarlambið“ (e. second victim) í því samhengi. Það er því brýnt að stofnun veiti einstaklingsmiðaðan og vandaðan stuðning þeim starfsmönnum sem á þurfa að halda. Málþing og styrkveitingar Í tilefni dagsins verður haldið málþing er snýr að gæðum og öryggi í heilbrigðisþjónustu með áherslu á sjúkdómsgreiningar, í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8, Reykjavík, kl. 13-17 og verður upptöku að finna á vef embættisins að því loknu. Málþingið er öllum opið. Í lok málþings mun landlæknir afhenda styrki til gæða- og vísindaverkefna úr Minningarsjóði um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason, í fyrsta sinn frá því hann var sameinaður eldri sjóðum embættisins og stofnskrá breytt til samræmis við nútímann. Til þess að efla öryggi þurfum við öll að hjálpast að; stjórnvöld, stofnanir, heilbrigðisstarfsfólk og notendur þjónustu. Það er nauðsynlegt að taka öryggi sjúklinga fastari tökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Alma D. Möller Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur sjúklingaöryggis 17. september. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin setti 17. september sem Alþjóðadag sjúklingaöryggis. Öryggi snýst um það að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður verða sk. óvænt atvik sem eruskilgreind í lögum semóhappatilvik, mistök, vanræksla eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Það er ekki eins auðvelt og ætla mætti að koma í veg fyrir slík atvik því heilbrigðisþjónusta er flókin og hefur flækjustig vaxið hraðar en geta mannsins til að aðlagast þeim breytingum sem fylgja. Talið er að allt að 10% sjúklinga á bráðasjúkrahúsum verði fyrir einhvers konar atviki og að hægt ætti að vera að fyrirbyggja umtalsverðan hluta þeirra. Öruggar sjúkdómsgreiningar Að þessu sinni er þema dagsins öruggar sjúkdómsgreiningar en rétt og tímanleg sjúkdómsgreining er augljóslega forsenda viðeigandi og góðrar meðferðar. Talið er að villur í sjúkdómsgreiningum telji um 16% þeirra atvika sem hægt væri að fyrirbyggja. Um getur verið að ræða seinkaða eða ranga greiningu, að sjúdómur greinist ekki og að sjúklingur sé ekki upplýstur um sjúkdómsgreiningu. Vel þekkt dæmi eru þegar bráð kransæðastífla greinist ekki eða að krabbamein greinist seint. Þá hefur mikilvægi ofgreininga, þ.e. að verið sé að greina og meðhöndla sjúkdóma að óþörfu, orðið æ ljósara. Almennt gildir að þegar alvarleg atvik verða í heilbrigðisþjónustu brestur gjarnan á nokkrum stöðum í keðjunni og er jafnan bæði um að ræða kerfistengda þætti eins og t.d. ónóga mönnun eða skort á þjálfun sem og sk. mannlega þætti t.d. samskiptabresti og gildrur hugans (cognitive errors) eins og sk. rörsýn er dæmi um. Eflum öryggi Alvarlegt atvik snertir auðvitað mest þann sem fyrir verður og getur haft hörmulegar afleiðingar fyrir sjúkling og ástvini. Því þarf að leita allra leiða til að fyrirbyggja alvarleg atvik. Hérlendis er hvað brýnast að bæta mönnun; að tryggja að fjöldi starfsmanna sem og menntun, reynsla og þjálfun þeirra sé í takti við starfsemi og verkefni hverju sinni. Þá þarf vinnuskipulag allt, verkferlar og menning að styðja við öryggi. Mikilvægi þess að virkja sjúklinga og aðstandendur í meðferð og öryggi hefur orðið æ ljósara. Í því samhengi er hér bent á bæklingana Sjúklingaráðin 10 og Örugg dvöl á sjúkrahúsi sem og lög um réttindi sjúklinga. Þema alþjóðadags sjúklingaöryggis á síðastliðnu ári snéri einmitt að því að virkja sjúklinga og hækka raddir þeirra. Samkvæmt Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 ber stofnunum og veitendum heilbrigiðisþjónustu skylda til þess að vinna að bættu öryggi og gæðum með skipulögðu umbótastarfi, notkun gæðavísa til leiðbeiningar, markvissri úrvinnslu atvika til lærdóms og þjónustukönnunum þar sem viðhorf notenda koma fram. Viðbrögð við alvarlegum atvikum Þegar hlutirnir fara á verri veg og alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu verða, sýna rannsóknir að sjúklingar og aðstandendur vilja viðurkenningu á því sem aflaga fór, afsökunarbeiðni og heiðarlegar útskýringar. Að verða fyrir alvarlegu atviki er gríðarlegt áfall og því þarf að sýna hlutaðeigandi samhygð, virðingu og umhyggju. Tryggja þarf viðeigandi stuðning og eftirfylgd fyrir sjúkling og aðstandendur. Þá er mikilvægt fyrir fólk að vita að atvikið verði rannsakað ofan í kjölinn til að finna á því skýringar svo hægt sé að ráðast í raunverulegar úrbætur til að hindra að atvik fái endurtekið sig. Embætti landlæknis hefur gefið út gátlista og leiðbeiningar um viðbrögð við óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu sem snúa að sjúklingi og aðstandendum, starfsfólki og stofnun. Alvarlegt atvik er sömuleiðis mikið áfall fyrir þá heilbrigðisstarfsmenn sem að koma og er rætt um „hitt fórnarlambið“ (e. second victim) í því samhengi. Það er því brýnt að stofnun veiti einstaklingsmiðaðan og vandaðan stuðning þeim starfsmönnum sem á þurfa að halda. Málþing og styrkveitingar Í tilefni dagsins verður haldið málþing er snýr að gæðum og öryggi í heilbrigðisþjónustu með áherslu á sjúkdómsgreiningar, í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8, Reykjavík, kl. 13-17 og verður upptöku að finna á vef embættisins að því loknu. Málþingið er öllum opið. Í lok málþings mun landlæknir afhenda styrki til gæða- og vísindaverkefna úr Minningarsjóði um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason, í fyrsta sinn frá því hann var sameinaður eldri sjóðum embættisins og stofnskrá breytt til samræmis við nútímann. Til þess að efla öryggi þurfum við öll að hjálpast að; stjórnvöld, stofnanir, heilbrigðisstarfsfólk og notendur þjónustu. Það er nauðsynlegt að taka öryggi sjúklinga fastari tökum.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun