Piastri vann í Aserbaísjan og McLaren fór fram úr Red Bull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2024 13:02 Oscar Piastri fagnar sigri með aðstoðarmönnum sínum hjá McLaren. Getty/Clive Rose Ástralinn Oscar Piastri hjá McLaren vann í dag Aserbaísjan kappaksturinn í formúlu 1. Þetta er annar kappaksturinn sem Piastri vinnur á tímabilinu (og ferlinum) en hann vann líka í Ungverjalandi. Ferrari maðurinn Charles Leclerc byrjaði á ráspól en tókst ekki að vinna annan kappaksturinn í röð. Piastri byrjaði annar á ráspólnum en komst fram úr Leclerc þegar kappaksturinn var hálfnaður. Það var dramatík undir lokin þegar Carlos Sainz hjá Ferrari og Sergio Perez hjá Red Bull lentu í árekstri. Pérez var mjög ósáttur við Sainz. „Er hann ruglaður? Þvílíkur hálfviti,“ sagði Pérez í talstöðvarkerfið. Pérez var langt kominn með að tryggja sér þriðja sætið þegar áreksturinn varð. George Russell hjá Mercedes tók þriðja sætið í staðinn því . Max Verstappen hjá Red Bull endaði í fimmta sæti en hann hefur ekki náð að fagna sigri í síðustu sjö keppnum. Verstappen (313 stig) er þó enn með 59 stiga forskot á Lando Norris (254 stig) í keppni ökumanna. Charles Leclerc er síðan í þriðja sætinu með 235 stig og Piastri er síðan með 222 stig. Lewis Hamilton endaði bara níundi i dag og er sjötti í keppni ökumanna með 166 stig og átján stigum á eftir Carlos Sainz Jr. sem er fimmti. McLaren komst upp fyrir Red Bull í keppni liðann þökk sé þessum sigri Oscar Piastri í viðbót við það að Lando Norris náði fjórða sætinu. Það var slæmt fyrir Red Bull að Pérez kláraði ekki. Sex keppnir eru eftir af tímabilinu en sú síðasta fer fram í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 8. desember. Lokastaðan: 1. Oscar Piastri (McLaren) 2. Charles Leclerc (Ferrari) 3. George Russell (Mercedes) 4. Lando Norris (McLaren) 5. Max Verstappen (Red Bull) 6. Fernando Alonso (Aston Martin) 7. Alex Albon (Williams) 8. Franco Colapinto (Williams) 9. Lewis Hamilton (Mercedes) 10. Ollie Bearman (Haas) Mest lesið Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Ferrari maðurinn Charles Leclerc byrjaði á ráspól en tókst ekki að vinna annan kappaksturinn í röð. Piastri byrjaði annar á ráspólnum en komst fram úr Leclerc þegar kappaksturinn var hálfnaður. Það var dramatík undir lokin þegar Carlos Sainz hjá Ferrari og Sergio Perez hjá Red Bull lentu í árekstri. Pérez var mjög ósáttur við Sainz. „Er hann ruglaður? Þvílíkur hálfviti,“ sagði Pérez í talstöðvarkerfið. Pérez var langt kominn með að tryggja sér þriðja sætið þegar áreksturinn varð. George Russell hjá Mercedes tók þriðja sætið í staðinn því . Max Verstappen hjá Red Bull endaði í fimmta sæti en hann hefur ekki náð að fagna sigri í síðustu sjö keppnum. Verstappen (313 stig) er þó enn með 59 stiga forskot á Lando Norris (254 stig) í keppni ökumanna. Charles Leclerc er síðan í þriðja sætinu með 235 stig og Piastri er síðan með 222 stig. Lewis Hamilton endaði bara níundi i dag og er sjötti í keppni ökumanna með 166 stig og átján stigum á eftir Carlos Sainz Jr. sem er fimmti. McLaren komst upp fyrir Red Bull í keppni liðann þökk sé þessum sigri Oscar Piastri í viðbót við það að Lando Norris náði fjórða sætinu. Það var slæmt fyrir Red Bull að Pérez kláraði ekki. Sex keppnir eru eftir af tímabilinu en sú síðasta fer fram í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 8. desember. Lokastaðan: 1. Oscar Piastri (McLaren) 2. Charles Leclerc (Ferrari) 3. George Russell (Mercedes) 4. Lando Norris (McLaren) 5. Max Verstappen (Red Bull) 6. Fernando Alonso (Aston Martin) 7. Alex Albon (Williams) 8. Franco Colapinto (Williams) 9. Lewis Hamilton (Mercedes) 10. Ollie Bearman (Haas)
Lokastaðan: 1. Oscar Piastri (McLaren) 2. Charles Leclerc (Ferrari) 3. George Russell (Mercedes) 4. Lando Norris (McLaren) 5. Max Verstappen (Red Bull) 6. Fernando Alonso (Aston Martin) 7. Alex Albon (Williams) 8. Franco Colapinto (Williams) 9. Lewis Hamilton (Mercedes) 10. Ollie Bearman (Haas)
Mest lesið Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira