Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ber fulla ábyrgð á stöðunni! Haraldur Þór Jónsson skrifar 14. september 2024 12:03 Á mbl.is birtist í gær frétt undir fyrirsögninni „Þjóðin ber skaðann af þessari framgöngu“ (mbl.is). Þar segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að þjóðin beri skaða af framgöngu þeirra sem reyni að tefja fyrir grænni orkuöflun. Einnig segir ráðherrann að það sé ekki hugmyndin með kæruleiðum að menn séu að ná fram einhverjum pólitískum markmiðum. Mikilvægt er að ráðherrann fari að átta sig á því að hann og sú ríkisstjórn sem hann er hluti af ber alla ábyrgðina á núverandi stöðu. Það er þjóðin sem ber skaðann af framgöngu ríkisstjórnarinnar í orkumálum og með framgöngu ráðherrans sem virðist hann alveg hafa gleymt því að hann er líka umhverfisráðherra (ekki bara orku- og loftslagsráðherra). Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur engin stórvirkjun farið af stað til að afla grænnar orku, engin! Í sjö ár hefur verið algjört virkjanastopp sem skrifa má á vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og lélegt samráð við íbúa landsins, þá sérstaklega nærumhverfið þar sem virkjanir eiga að rísa. Búrfellslundur sat fastur í meðferð Alþingis í 10 ár. Sú vinna sem var unnin í verkefnastjórn rammaáætlunar skilaði þeirri niðurstöðu að mati verkefnastjórnunarinnar að ekki ætti að byggja Búrfellslund. Hálendi Íslands væri verðmætara en svo að setja ætti þar niður vindmyllur! Í vor lagði svo ráðherrann fram á Alþingi stefnumörkun til framtíðar í vindorku. Þar leggur hann það til að ekki eigi að byggja vindorkuverk innan miðhálendislínunnar, en þar á einmitt fyrirhugaður Búrfellslundur á að rísa, gegn vilja nærumhverfisins og gegn faglegum ráðleggingum verkefnastjórnunar rammaáætlunar! Hér fer ekki saman hljóð og mynd! Í meðferð Alþingis þá var Búrfellslundur settur í nýtingarflokk án samráðs við nærumhverfið. Það var pólitísk ákvörðun. Það var líka ekki gert samkvæmt lögum eins og fram kemur í kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Afgreiðsla þingsins var því ólögleg og ber þjóðin skaðann af vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Í lögum um rammaáætlun hafa sveitarfélög heimild til að fresta því að setja virkjanakosti í sitt skipulag. Slíkt gerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur þann 8. júní 2023, en hvorki orku- og loftslagsráðherrann né Landsvirkjun hlustuðu á það. Það var einfaldlega reynt að keyra málið áfram án þess að virða lög. Ráðherrann ber þar fulla ábyrgð og við, þjóðin, sitjum uppi með tjónið! Hvað gerist svo ef Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamálið fellir virkjanaleyfi Búrfellslundar úr gildi og Landsvirkjun þar að sækja um aftur í rammaáætlun? Jú, það sem gerist er að Búrfellslundur verður aldrei byggður og þjóðin situr uppi með milljarða tjón Landsvirkjunar af undirbúningi Búrfellslundar sögum lélegra vinnubragða ríkisstjórnarinnar þar sem orku- og loftslagsráðherrann ber mesta ábyrgð farandi fyrir málaflokknum. En svo staðreyndum sé haldið til haga, þá yrði slík niðurstaða sigur fyrir íslenska náttúru og myndi tryggja það að aldrei rísi vindmyllur á hálendi Íslands. Slík niðurstaða væri farsæl fyrir Íslenska þjóð. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Haraldur Þór Jónsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Á mbl.is birtist í gær frétt undir fyrirsögninni „Þjóðin ber skaðann af þessari framgöngu“ (mbl.is). Þar segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að þjóðin beri skaða af framgöngu þeirra sem reyni að tefja fyrir grænni orkuöflun. Einnig segir ráðherrann að það sé ekki hugmyndin með kæruleiðum að menn séu að ná fram einhverjum pólitískum markmiðum. Mikilvægt er að ráðherrann fari að átta sig á því að hann og sú ríkisstjórn sem hann er hluti af ber alla ábyrgðina á núverandi stöðu. Það er þjóðin sem ber skaðann af framgöngu ríkisstjórnarinnar í orkumálum og með framgöngu ráðherrans sem virðist hann alveg hafa gleymt því að hann er líka umhverfisráðherra (ekki bara orku- og loftslagsráðherra). Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur engin stórvirkjun farið af stað til að afla grænnar orku, engin! Í sjö ár hefur verið algjört virkjanastopp sem skrifa má á vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og lélegt samráð við íbúa landsins, þá sérstaklega nærumhverfið þar sem virkjanir eiga að rísa. Búrfellslundur sat fastur í meðferð Alþingis í 10 ár. Sú vinna sem var unnin í verkefnastjórn rammaáætlunar skilaði þeirri niðurstöðu að mati verkefnastjórnunarinnar að ekki ætti að byggja Búrfellslund. Hálendi Íslands væri verðmætara en svo að setja ætti þar niður vindmyllur! Í vor lagði svo ráðherrann fram á Alþingi stefnumörkun til framtíðar í vindorku. Þar leggur hann það til að ekki eigi að byggja vindorkuverk innan miðhálendislínunnar, en þar á einmitt fyrirhugaður Búrfellslundur á að rísa, gegn vilja nærumhverfisins og gegn faglegum ráðleggingum verkefnastjórnunar rammaáætlunar! Hér fer ekki saman hljóð og mynd! Í meðferð Alþingis þá var Búrfellslundur settur í nýtingarflokk án samráðs við nærumhverfið. Það var pólitísk ákvörðun. Það var líka ekki gert samkvæmt lögum eins og fram kemur í kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Afgreiðsla þingsins var því ólögleg og ber þjóðin skaðann af vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Í lögum um rammaáætlun hafa sveitarfélög heimild til að fresta því að setja virkjanakosti í sitt skipulag. Slíkt gerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur þann 8. júní 2023, en hvorki orku- og loftslagsráðherrann né Landsvirkjun hlustuðu á það. Það var einfaldlega reynt að keyra málið áfram án þess að virða lög. Ráðherrann ber þar fulla ábyrgð og við, þjóðin, sitjum uppi með tjónið! Hvað gerist svo ef Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamálið fellir virkjanaleyfi Búrfellslundar úr gildi og Landsvirkjun þar að sækja um aftur í rammaáætlun? Jú, það sem gerist er að Búrfellslundur verður aldrei byggður og þjóðin situr uppi með milljarða tjón Landsvirkjunar af undirbúningi Búrfellslundar sögum lélegra vinnubragða ríkisstjórnarinnar þar sem orku- og loftslagsráðherrann ber mesta ábyrgð farandi fyrir málaflokknum. En svo staðreyndum sé haldið til haga, þá yrði slík niðurstaða sigur fyrir íslenska náttúru og myndi tryggja það að aldrei rísi vindmyllur á hálendi Íslands. Slík niðurstaða væri farsæl fyrir Íslenska þjóð. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun