Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ber fulla ábyrgð á stöðunni! Haraldur Þór Jónsson skrifar 14. september 2024 12:03 Á mbl.is birtist í gær frétt undir fyrirsögninni „Þjóðin ber skaðann af þessari framgöngu“ (mbl.is). Þar segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að þjóðin beri skaða af framgöngu þeirra sem reyni að tefja fyrir grænni orkuöflun. Einnig segir ráðherrann að það sé ekki hugmyndin með kæruleiðum að menn séu að ná fram einhverjum pólitískum markmiðum. Mikilvægt er að ráðherrann fari að átta sig á því að hann og sú ríkisstjórn sem hann er hluti af ber alla ábyrgðina á núverandi stöðu. Það er þjóðin sem ber skaðann af framgöngu ríkisstjórnarinnar í orkumálum og með framgöngu ráðherrans sem virðist hann alveg hafa gleymt því að hann er líka umhverfisráðherra (ekki bara orku- og loftslagsráðherra). Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur engin stórvirkjun farið af stað til að afla grænnar orku, engin! Í sjö ár hefur verið algjört virkjanastopp sem skrifa má á vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og lélegt samráð við íbúa landsins, þá sérstaklega nærumhverfið þar sem virkjanir eiga að rísa. Búrfellslundur sat fastur í meðferð Alþingis í 10 ár. Sú vinna sem var unnin í verkefnastjórn rammaáætlunar skilaði þeirri niðurstöðu að mati verkefnastjórnunarinnar að ekki ætti að byggja Búrfellslund. Hálendi Íslands væri verðmætara en svo að setja ætti þar niður vindmyllur! Í vor lagði svo ráðherrann fram á Alþingi stefnumörkun til framtíðar í vindorku. Þar leggur hann það til að ekki eigi að byggja vindorkuverk innan miðhálendislínunnar, en þar á einmitt fyrirhugaður Búrfellslundur á að rísa, gegn vilja nærumhverfisins og gegn faglegum ráðleggingum verkefnastjórnunar rammaáætlunar! Hér fer ekki saman hljóð og mynd! Í meðferð Alþingis þá var Búrfellslundur settur í nýtingarflokk án samráðs við nærumhverfið. Það var pólitísk ákvörðun. Það var líka ekki gert samkvæmt lögum eins og fram kemur í kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Afgreiðsla þingsins var því ólögleg og ber þjóðin skaðann af vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Í lögum um rammaáætlun hafa sveitarfélög heimild til að fresta því að setja virkjanakosti í sitt skipulag. Slíkt gerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur þann 8. júní 2023, en hvorki orku- og loftslagsráðherrann né Landsvirkjun hlustuðu á það. Það var einfaldlega reynt að keyra málið áfram án þess að virða lög. Ráðherrann ber þar fulla ábyrgð og við, þjóðin, sitjum uppi með tjónið! Hvað gerist svo ef Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamálið fellir virkjanaleyfi Búrfellslundar úr gildi og Landsvirkjun þar að sækja um aftur í rammaáætlun? Jú, það sem gerist er að Búrfellslundur verður aldrei byggður og þjóðin situr uppi með milljarða tjón Landsvirkjunar af undirbúningi Búrfellslundar sögum lélegra vinnubragða ríkisstjórnarinnar þar sem orku- og loftslagsráðherrann ber mesta ábyrgð farandi fyrir málaflokknum. En svo staðreyndum sé haldið til haga, þá yrði slík niðurstaða sigur fyrir íslenska náttúru og myndi tryggja það að aldrei rísi vindmyllur á hálendi Íslands. Slík niðurstaða væri farsæl fyrir Íslenska þjóð. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Haraldur Þór Jónsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Á mbl.is birtist í gær frétt undir fyrirsögninni „Þjóðin ber skaðann af þessari framgöngu“ (mbl.is). Þar segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að þjóðin beri skaða af framgöngu þeirra sem reyni að tefja fyrir grænni orkuöflun. Einnig segir ráðherrann að það sé ekki hugmyndin með kæruleiðum að menn séu að ná fram einhverjum pólitískum markmiðum. Mikilvægt er að ráðherrann fari að átta sig á því að hann og sú ríkisstjórn sem hann er hluti af ber alla ábyrgðina á núverandi stöðu. Það er þjóðin sem ber skaðann af framgöngu ríkisstjórnarinnar í orkumálum og með framgöngu ráðherrans sem virðist hann alveg hafa gleymt því að hann er líka umhverfisráðherra (ekki bara orku- og loftslagsráðherra). Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur engin stórvirkjun farið af stað til að afla grænnar orku, engin! Í sjö ár hefur verið algjört virkjanastopp sem skrifa má á vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og lélegt samráð við íbúa landsins, þá sérstaklega nærumhverfið þar sem virkjanir eiga að rísa. Búrfellslundur sat fastur í meðferð Alþingis í 10 ár. Sú vinna sem var unnin í verkefnastjórn rammaáætlunar skilaði þeirri niðurstöðu að mati verkefnastjórnunarinnar að ekki ætti að byggja Búrfellslund. Hálendi Íslands væri verðmætara en svo að setja ætti þar niður vindmyllur! Í vor lagði svo ráðherrann fram á Alþingi stefnumörkun til framtíðar í vindorku. Þar leggur hann það til að ekki eigi að byggja vindorkuverk innan miðhálendislínunnar, en þar á einmitt fyrirhugaður Búrfellslundur á að rísa, gegn vilja nærumhverfisins og gegn faglegum ráðleggingum verkefnastjórnunar rammaáætlunar! Hér fer ekki saman hljóð og mynd! Í meðferð Alþingis þá var Búrfellslundur settur í nýtingarflokk án samráðs við nærumhverfið. Það var pólitísk ákvörðun. Það var líka ekki gert samkvæmt lögum eins og fram kemur í kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Afgreiðsla þingsins var því ólögleg og ber þjóðin skaðann af vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Í lögum um rammaáætlun hafa sveitarfélög heimild til að fresta því að setja virkjanakosti í sitt skipulag. Slíkt gerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur þann 8. júní 2023, en hvorki orku- og loftslagsráðherrann né Landsvirkjun hlustuðu á það. Það var einfaldlega reynt að keyra málið áfram án þess að virða lög. Ráðherrann ber þar fulla ábyrgð og við, þjóðin, sitjum uppi með tjónið! Hvað gerist svo ef Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamálið fellir virkjanaleyfi Búrfellslundar úr gildi og Landsvirkjun þar að sækja um aftur í rammaáætlun? Jú, það sem gerist er að Búrfellslundur verður aldrei byggður og þjóðin situr uppi með milljarða tjón Landsvirkjunar af undirbúningi Búrfellslundar sögum lélegra vinnubragða ríkisstjórnarinnar þar sem orku- og loftslagsráðherrann ber mesta ábyrgð farandi fyrir málaflokknum. En svo staðreyndum sé haldið til haga, þá yrði slík niðurstaða sigur fyrir íslenska náttúru og myndi tryggja það að aldrei rísi vindmyllur á hálendi Íslands. Slík niðurstaða væri farsæl fyrir Íslenska þjóð. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun