Hvar er hamingjan? Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 13. september 2024 13:01 Þegar einstaklingum líður svo illa í samfélagi að þeir vilja ekki vera hluti af því og skaða því bæði aðra og sjálfa sig, er þá ekki eitthvað að samfélaginu? Þurfum við þá ekki að breyta samfélaginu frekar en að einbeita okkur að eintaklingnum og hans „vandamálum“ (lesist: göllum)? Við gerum þetta með bæði gæludýr og lítil börn, ef þeim líður illa reynum við að greina orsökina og breyta svo umhverfinu í kringum þau. Ef ungabarn sefur ekki nóg vegna birtu í herberginu, þá setjum við upp myrkvunargluggatjöld. Ef barn hræðist myrkur á háttatíma setjum við upp fallegt næturljós. Ef heimilishundurinn er dapur vegna langrar fjarveru heimilisfólks er sett upp prógramm þar sem heimilisfólk skiptist á að skreppa heim í hádeginu eða koma fyrr heim á daginn til að veita honum félagsskap og hreyfingu. Í stuttu máli, við horfum ekki á þessar sálir og segjum „það er eitthvað að þér, lagaðu þig“ heldur berum við skyn til að sjá að umhverfi þeirra er ekki sem best er á kosið, og finnum lausnir. Einhvernveginn missum við svo þetta skyn með tímanum, þegar börnin fara í skóla, verða unglingar og svo fullorðið fólk, þá verður það einhvernveginn meira og meira þeirra einkamál hvort þau þrífast í samfélaginu sem við sköpum þeim. Og á endanum finnst okkur ekkert að samfélaginu heldur eitthvað AÐ þessum einstaklingum og sendum þeim skýr skilaboð um það. Svo reynum við bara að aftengja þá með stofnanavist og lyfjum, setjum þá jafnvel í afgangsflokkinn „bótaþegar“ og lítum á þennan „hóp“ sem aðskilinn frá samélaginu, eins og orðalagið „koma þeim út í samfélagið á ný“ ber alltaf sorglegt vitni um. Fyrir okkur er SAMFÉLAGIÐ í lagi en ákveðinn „hópur“ einstaklinga dálítið gallaður því honum líður ekki vel í því. En samt finnst okkur ekki þörf á að breyta samfélaginu, eða hvað? Því svona hefur samfélagið verið svo lengi og „mér og mínum“ gengur vel í því eins og það er, hagvöxtur er blabla, skýr teikn á lofti um að vextir blablabla, menntastigið er blablablabla og verg þjóðarframleiðslablablablablabla. Breski hagfræðiprófessorinn Richard Layard hefur þó lengi bent á að velsæld þjóðar sé ekki hægt að mæla með hagtölunum einum saman, hann kom meira að segja til Íslands á síðasta ári með þennan boðskap sinn, hlustuðu einhver á hann? Layard er og einn af stofnendum alþjóðlegrar hreyfingar, Action for Happiness, sem hefur þá einu stefnu að auka Hamingju í heiminum og aðstoða fólk við að finna leiðir til að skapa Hamingjusamari samfélög. Synd að ekki skyldi tækifærið notað, þegar Layard heimsótti Ísland, og á fót settur íslenskur armur þessarar hreyfingar en það er auðvitað ekki útséð með það. Hins vegar fékk ég dulítið á tilfinninguna að boðskapur prófessorsins hafi bara þótt krúttlegur og við hæfi að bjóða karlinum að tala á nýju Velsældarþingi sem haldið var þá í fyrsta sinn. Í ár opnaði núverandi forsætisráðherra þingið með ávarpi þar sem hann talaði mikið um Velsældaráherslur ríkisstjórnarinnar sem voru settar á blað árið 2019 og eru að mörgu leyti jákvæðar en lýsa einnig nokkuð þröngum skilningi á velsæld, þar sem allt er sett í samhengi við fjárútlát, fjárfestingar og uppskeru í formi hagvaxtar. Þar er til að mynda ekki minnst einu orði á Hamingjuna.Kannski er kominn tími til að íslenskt samfélag, með stjórnvöld í fararbroddi, setji Hamingju ofar á forgangslistann, eða á forgangslistann yfir höfuð? Hvernig myndi einstaklingum farnast ef samfélagið gerði þeim kleift að lifa Hamingjusömu lífi? Hvernig væri menntakerfið ef yfirmarkmið þess væri að nemendur væru Hamingjusamir? Hvernig væri heilbrigðiskerfið ef yfirmarkmið þess væri að notendur fengju ekki bara bót meina sinna, heldur væru einfaldlega Hamingjusamir? Hugsið ykkur velferðarkerfi sem sinnti ekki bara grunnþörfum fólks heldur hefði Hamingju þess að leiðarljósi. Hvernig væri þjóðfélag sem hefði það að ymarkmiði að hver og einn borgari þess væri Hamingjusamur? Hefur einhverntíma verið minnst á Hamingjuna í stefnuræðu forsætisráðherra? Hefur einhverntíma verið stefnt að því að efla Hamingju fólks í stefnuskrám ríkisstjórna? Tala forsetar einhverntíma um Hamingjuna í 17. Júní ræðum? Hvar er Hamingjan? Höfundur er Hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingum líður svo illa í samfélagi að þeir vilja ekki vera hluti af því og skaða því bæði aðra og sjálfa sig, er þá ekki eitthvað að samfélaginu? Þurfum við þá ekki að breyta samfélaginu frekar en að einbeita okkur að eintaklingnum og hans „vandamálum“ (lesist: göllum)? Við gerum þetta með bæði gæludýr og lítil börn, ef þeim líður illa reynum við að greina orsökina og breyta svo umhverfinu í kringum þau. Ef ungabarn sefur ekki nóg vegna birtu í herberginu, þá setjum við upp myrkvunargluggatjöld. Ef barn hræðist myrkur á háttatíma setjum við upp fallegt næturljós. Ef heimilishundurinn er dapur vegna langrar fjarveru heimilisfólks er sett upp prógramm þar sem heimilisfólk skiptist á að skreppa heim í hádeginu eða koma fyrr heim á daginn til að veita honum félagsskap og hreyfingu. Í stuttu máli, við horfum ekki á þessar sálir og segjum „það er eitthvað að þér, lagaðu þig“ heldur berum við skyn til að sjá að umhverfi þeirra er ekki sem best er á kosið, og finnum lausnir. Einhvernveginn missum við svo þetta skyn með tímanum, þegar börnin fara í skóla, verða unglingar og svo fullorðið fólk, þá verður það einhvernveginn meira og meira þeirra einkamál hvort þau þrífast í samfélaginu sem við sköpum þeim. Og á endanum finnst okkur ekkert að samfélaginu heldur eitthvað AÐ þessum einstaklingum og sendum þeim skýr skilaboð um það. Svo reynum við bara að aftengja þá með stofnanavist og lyfjum, setjum þá jafnvel í afgangsflokkinn „bótaþegar“ og lítum á þennan „hóp“ sem aðskilinn frá samélaginu, eins og orðalagið „koma þeim út í samfélagið á ný“ ber alltaf sorglegt vitni um. Fyrir okkur er SAMFÉLAGIÐ í lagi en ákveðinn „hópur“ einstaklinga dálítið gallaður því honum líður ekki vel í því. En samt finnst okkur ekki þörf á að breyta samfélaginu, eða hvað? Því svona hefur samfélagið verið svo lengi og „mér og mínum“ gengur vel í því eins og það er, hagvöxtur er blabla, skýr teikn á lofti um að vextir blablabla, menntastigið er blablablabla og verg þjóðarframleiðslablablablablabla. Breski hagfræðiprófessorinn Richard Layard hefur þó lengi bent á að velsæld þjóðar sé ekki hægt að mæla með hagtölunum einum saman, hann kom meira að segja til Íslands á síðasta ári með þennan boðskap sinn, hlustuðu einhver á hann? Layard er og einn af stofnendum alþjóðlegrar hreyfingar, Action for Happiness, sem hefur þá einu stefnu að auka Hamingju í heiminum og aðstoða fólk við að finna leiðir til að skapa Hamingjusamari samfélög. Synd að ekki skyldi tækifærið notað, þegar Layard heimsótti Ísland, og á fót settur íslenskur armur þessarar hreyfingar en það er auðvitað ekki útséð með það. Hins vegar fékk ég dulítið á tilfinninguna að boðskapur prófessorsins hafi bara þótt krúttlegur og við hæfi að bjóða karlinum að tala á nýju Velsældarþingi sem haldið var þá í fyrsta sinn. Í ár opnaði núverandi forsætisráðherra þingið með ávarpi þar sem hann talaði mikið um Velsældaráherslur ríkisstjórnarinnar sem voru settar á blað árið 2019 og eru að mörgu leyti jákvæðar en lýsa einnig nokkuð þröngum skilningi á velsæld, þar sem allt er sett í samhengi við fjárútlát, fjárfestingar og uppskeru í formi hagvaxtar. Þar er til að mynda ekki minnst einu orði á Hamingjuna.Kannski er kominn tími til að íslenskt samfélag, með stjórnvöld í fararbroddi, setji Hamingju ofar á forgangslistann, eða á forgangslistann yfir höfuð? Hvernig myndi einstaklingum farnast ef samfélagið gerði þeim kleift að lifa Hamingjusömu lífi? Hvernig væri menntakerfið ef yfirmarkmið þess væri að nemendur væru Hamingjusamir? Hvernig væri heilbrigðiskerfið ef yfirmarkmið þess væri að notendur fengju ekki bara bót meina sinna, heldur væru einfaldlega Hamingjusamir? Hugsið ykkur velferðarkerfi sem sinnti ekki bara grunnþörfum fólks heldur hefði Hamingju þess að leiðarljósi. Hvernig væri þjóðfélag sem hefði það að ymarkmiði að hver og einn borgari þess væri Hamingjusamur? Hefur einhverntíma verið minnst á Hamingjuna í stefnuræðu forsætisráðherra? Hefur einhverntíma verið stefnt að því að efla Hamingju fólks í stefnuskrám ríkisstjórna? Tala forsetar einhverntíma um Hamingjuna í 17. Júní ræðum? Hvar er Hamingjan? Höfundur er Hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun