Að draga ályktanir af þrettán ára frétt Hörður Arnarson skrifar 11. september 2024 10:01 Haustið 2011 var mikill áhugi víða í samfélaginu að ráðast í hraða uppbyggingu orkuvinnslu fyrir ný álver, svo koma mætti íslensku efnahagslífi sem fyrst aftur á rétta braut eftir hrun. Væntingar voru ekki alltaf raunhæfar, meðal annars um að byggja tvö ný álver á Íslandi. Það blasti til dæmis við að í þáverandi efnahagsástandi var ekki hlaupið að því fyrir orkufyrirtæki að sækja sér milljarða lán til útlanda til framkvæmda. Að sama skapi áttu fyrirtæki, sem höfðu hug á að reisa álver, ekki greiðan aðgang að lánsfé. Ég benti á það á þessum tíma að orka væri alls ekki tiltæk fyrir ný álver, enda alkunna að undirbúningur virkjana tekur mörg ár. Ég benti líka á, að við ættum ekki óþrjótandi virkjunarkosti og yrðum að vanda vel til verka, gæta þess að nýta orkuna okkar sem allra best og tryggja að þjóðin fengi sem hæst verð fyrir þessa auðlind sína. Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur, ritaði greinina „Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga“ sem birtist hér á Vísi 9. september þar sem hann snýr þessu öllu á haus. Hann vitnar til þrettán ára gamallar fréttar þar sem hluti umræðu þess tíma er tekinn fyrir, en tilefni fréttarinnar var erindi mitt á formannafundi ASÍ það árið. Í fréttinni kemur að vísu vel fram sú brýning mín að mikilvægt sé að vanda vel til verka og tryggja sem mesta arðsemi. Snæbjörn gerir mér hins vegar upp þá framtíðarsýn að „orkuauðlindir Íslands yrðu kláraðar í einni lokaatlögu“, eins og hann ritar. Hann fagnar því að Landsvirkjun hafi ekki tekist „þetta ætlunarverk sitt“. Ef ég drægi jafn frjálslega ályktanir af jafn veiku tilefni og Snæbjörn myndi ég freistast til að halda að hann hafi ekkert kynnt sér stefnu orkufyrirtækis þjóðarinnar frá því að hann rakst á þessa einu frétt fyrir þrettán árum – og misskildi hrapallega. Landsvirkjun hefur skýra framtíðarsýn um sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Við höfum forgangsraðað orkusölu næstu árin: til almennrar notkunar, innlendra orkuskipta, stafrænnar vegferðar, nýsköpunar, fjölnýtingar og stuðnings við vöxt og þróun núverandi viðskiptavina. Við gerum þetta með hagsmuni eiganda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar, að leiðarljósi. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Orkumál Landsvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga „Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. [...] Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka.“ 9. september 2024 07:01 Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Haustið 2011 var mikill áhugi víða í samfélaginu að ráðast í hraða uppbyggingu orkuvinnslu fyrir ný álver, svo koma mætti íslensku efnahagslífi sem fyrst aftur á rétta braut eftir hrun. Væntingar voru ekki alltaf raunhæfar, meðal annars um að byggja tvö ný álver á Íslandi. Það blasti til dæmis við að í þáverandi efnahagsástandi var ekki hlaupið að því fyrir orkufyrirtæki að sækja sér milljarða lán til útlanda til framkvæmda. Að sama skapi áttu fyrirtæki, sem höfðu hug á að reisa álver, ekki greiðan aðgang að lánsfé. Ég benti á það á þessum tíma að orka væri alls ekki tiltæk fyrir ný álver, enda alkunna að undirbúningur virkjana tekur mörg ár. Ég benti líka á, að við ættum ekki óþrjótandi virkjunarkosti og yrðum að vanda vel til verka, gæta þess að nýta orkuna okkar sem allra best og tryggja að þjóðin fengi sem hæst verð fyrir þessa auðlind sína. Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur, ritaði greinina „Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga“ sem birtist hér á Vísi 9. september þar sem hann snýr þessu öllu á haus. Hann vitnar til þrettán ára gamallar fréttar þar sem hluti umræðu þess tíma er tekinn fyrir, en tilefni fréttarinnar var erindi mitt á formannafundi ASÍ það árið. Í fréttinni kemur að vísu vel fram sú brýning mín að mikilvægt sé að vanda vel til verka og tryggja sem mesta arðsemi. Snæbjörn gerir mér hins vegar upp þá framtíðarsýn að „orkuauðlindir Íslands yrðu kláraðar í einni lokaatlögu“, eins og hann ritar. Hann fagnar því að Landsvirkjun hafi ekki tekist „þetta ætlunarverk sitt“. Ef ég drægi jafn frjálslega ályktanir af jafn veiku tilefni og Snæbjörn myndi ég freistast til að halda að hann hafi ekkert kynnt sér stefnu orkufyrirtækis þjóðarinnar frá því að hann rakst á þessa einu frétt fyrir þrettán árum – og misskildi hrapallega. Landsvirkjun hefur skýra framtíðarsýn um sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Við höfum forgangsraðað orkusölu næstu árin: til almennrar notkunar, innlendra orkuskipta, stafrænnar vegferðar, nýsköpunar, fjölnýtingar og stuðnings við vöxt og þróun núverandi viðskiptavina. Við gerum þetta með hagsmuni eiganda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar, að leiðarljósi. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga „Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. [...] Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka.“ 9. september 2024 07:01
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar