Sjö ára kláðinn: Engin vandamál, bara lausnir Jakob Frímann Magnússon skrifar 10. september 2024 12:33 Þing verður sett að nýju í dag að afloknu hefðbundu sumarhléi. Þá hefjast að nýju ræðurnar og kunnuglegu hendingarnar um „glasið sem ýmist er hálffullt eða hálftómt“, okkur öll á „þessari vegferð eða hinni“ þar sem „hljóð og mynd fara ekki saman“ , en „tilskipunum“ beri að hlýða og stefna að frekari „inngildingum“ þó „gullhúðun“ viðgangist sem aldrei fyrr og að í „áttunarvandanum“ öllum þurfum við vissulega að vera mátulega „woke“ en forðast „gaslýsingar“ eftir megni. Þetta verður stuð! Það sem við blasir ræðst sem fyrr af sjónarhorni og líðan þess sem horfir. Fyrir starfsandann á þinginu og samfélagsandann allan væri auðvitað hollast að stjórnmálaöflin legðust nú öll saman á eitt við að fínstilla og lagfæra það sem betur mætti fara, en svo mun því miður ekki verða nema í örfáum málum. Rétt er að búa sig undir að þurfa að umbera sitthvað á næstunni, m.a. í ljósi þess að eftir u.þ.b. 12 mánuði og 12 daga verður að óbreyttu gengið til Alþingiskosninga og stjórnmálaöflin munu í því ljósi sannarlega leitast við að skerpa verulega á því sem greinir þau hvert frá öðru og freista þess þannig að fanga athygli og hylli kjósenda. Og í sumum tilvikum að halda jafnvel einhverju fram sem er ekki alls kostar rétt, en er bara í svo ómótstæðilega góðu samræmi við það sem viðkomandi vildi að væri rétt. Lítt raunhæfar vangaveltur um að senn verði boðað til kosninga Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, hugnast að líkindum lítt að bæta metið í stystu forsætiráðherratíð Íslandssögunnar. Keppnisskap þessa stjórnmálamanns sem kosinn var til þings 2021 með fleiri atkvæðum en nokkur annar sitjandi þingmaður veit á allt annað. Sömuleiðis er rétt að benda þeim á sem spá stjórnarsamstarfinu örgu, að stöku skeytasendingar innan þessarar ríkisstjórnar eiga sér eðlilegar skýringar: Eftir heila sjö ára sambúð er sjö ára kláðinn alkunni tekinn að læðast aftan að sumum, rétt eins og gerist í fjölmörgum samböndum án þess að slíkt þurfa að kalla á skilnað. Og sjö ár í sömu ríkisstjórn er heillangur tími – ekki síst þegar mjög svo ólíkir flokkar eiga í hlut. Stóru E-in þrjú kunnu að orða það Við í Flokki fólksins höldum fast við okkar grunnstefnu um að afmá þann smánarblett af samfélaginu sem við hljótum öll að skammast okkar fyrir: Að hér skuli fátækum fjölga á sama tíma og ríkidæmi Íslands hefur aldrei verið meira. Það kostar liðlega 40 milljarða að skera þau 10% landsmanna sem hér um ræðir úr viðvarandi fátækrafjötrum. Orð Einars Benediktssonar skáldmærings eiga hér vel við : „Vilji er allt sem þarf“. Og nafni hans Einar Benediktsson Sykurmoli bætti við: „Málið er ekki að geta, heldur að gera!“. 40 milljarða heildarpakki í samhengi 1600 milljarða fjárlaga ætti að vera auðleystur og fjármagnaður með hinu augljósa: Auðlindagjöldum – arðinum af auðlindunum okkar sameiginlegu. Þar er sannarlega nóg til, þó að ekki væri litið nema til hluta arðsins af einu fyrirtæki í sameiginlegri eigu þjóðarinnar - okkar gjöfulu Landsvirkjun. Arðinn af silfri hafsins, landeldinu, hugverkunum, nýsköpuninni og öðru sem hér er í blóma munum við þurfa að nýta til að mæta áskorunum tengdum hækkandi lífaldri, fjölgun nýrra Íslendinga sem ekki hafa greitt hér í lífeyrissjóði og í aðra þá styrkingu og uppbyggingu innviða og samfélagsgæða sem óhjákvæmilega blasir við. Í þessu samhengi mætti vísa til orða sem oftar hafa hljómað úr munni meistara Egils Ólafssonar en nokkurs annars: „Engin vandamál, bara lausnir“. Gleðilegan þingvetur! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þing verður sett að nýju í dag að afloknu hefðbundu sumarhléi. Þá hefjast að nýju ræðurnar og kunnuglegu hendingarnar um „glasið sem ýmist er hálffullt eða hálftómt“, okkur öll á „þessari vegferð eða hinni“ þar sem „hljóð og mynd fara ekki saman“ , en „tilskipunum“ beri að hlýða og stefna að frekari „inngildingum“ þó „gullhúðun“ viðgangist sem aldrei fyrr og að í „áttunarvandanum“ öllum þurfum við vissulega að vera mátulega „woke“ en forðast „gaslýsingar“ eftir megni. Þetta verður stuð! Það sem við blasir ræðst sem fyrr af sjónarhorni og líðan þess sem horfir. Fyrir starfsandann á þinginu og samfélagsandann allan væri auðvitað hollast að stjórnmálaöflin legðust nú öll saman á eitt við að fínstilla og lagfæra það sem betur mætti fara, en svo mun því miður ekki verða nema í örfáum málum. Rétt er að búa sig undir að þurfa að umbera sitthvað á næstunni, m.a. í ljósi þess að eftir u.þ.b. 12 mánuði og 12 daga verður að óbreyttu gengið til Alþingiskosninga og stjórnmálaöflin munu í því ljósi sannarlega leitast við að skerpa verulega á því sem greinir þau hvert frá öðru og freista þess þannig að fanga athygli og hylli kjósenda. Og í sumum tilvikum að halda jafnvel einhverju fram sem er ekki alls kostar rétt, en er bara í svo ómótstæðilega góðu samræmi við það sem viðkomandi vildi að væri rétt. Lítt raunhæfar vangaveltur um að senn verði boðað til kosninga Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, hugnast að líkindum lítt að bæta metið í stystu forsætiráðherratíð Íslandssögunnar. Keppnisskap þessa stjórnmálamanns sem kosinn var til þings 2021 með fleiri atkvæðum en nokkur annar sitjandi þingmaður veit á allt annað. Sömuleiðis er rétt að benda þeim á sem spá stjórnarsamstarfinu örgu, að stöku skeytasendingar innan þessarar ríkisstjórnar eiga sér eðlilegar skýringar: Eftir heila sjö ára sambúð er sjö ára kláðinn alkunni tekinn að læðast aftan að sumum, rétt eins og gerist í fjölmörgum samböndum án þess að slíkt þurfa að kalla á skilnað. Og sjö ár í sömu ríkisstjórn er heillangur tími – ekki síst þegar mjög svo ólíkir flokkar eiga í hlut. Stóru E-in þrjú kunnu að orða það Við í Flokki fólksins höldum fast við okkar grunnstefnu um að afmá þann smánarblett af samfélaginu sem við hljótum öll að skammast okkar fyrir: Að hér skuli fátækum fjölga á sama tíma og ríkidæmi Íslands hefur aldrei verið meira. Það kostar liðlega 40 milljarða að skera þau 10% landsmanna sem hér um ræðir úr viðvarandi fátækrafjötrum. Orð Einars Benediktssonar skáldmærings eiga hér vel við : „Vilji er allt sem þarf“. Og nafni hans Einar Benediktsson Sykurmoli bætti við: „Málið er ekki að geta, heldur að gera!“. 40 milljarða heildarpakki í samhengi 1600 milljarða fjárlaga ætti að vera auðleystur og fjármagnaður með hinu augljósa: Auðlindagjöldum – arðinum af auðlindunum okkar sameiginlegu. Þar er sannarlega nóg til, þó að ekki væri litið nema til hluta arðsins af einu fyrirtæki í sameiginlegri eigu þjóðarinnar - okkar gjöfulu Landsvirkjun. Arðinn af silfri hafsins, landeldinu, hugverkunum, nýsköpuninni og öðru sem hér er í blóma munum við þurfa að nýta til að mæta áskorunum tengdum hækkandi lífaldri, fjölgun nýrra Íslendinga sem ekki hafa greitt hér í lífeyrissjóði og í aðra þá styrkingu og uppbyggingu innviða og samfélagsgæða sem óhjákvæmilega blasir við. Í þessu samhengi mætti vísa til orða sem oftar hafa hljómað úr munni meistara Egils Ólafssonar en nokkurs annars: „Engin vandamál, bara lausnir“. Gleðilegan þingvetur! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar