Ég er eiginlega alveg hætt að borða sykur Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 10. september 2024 09:33 Samkvæmt könnun neyta Íslendingar miklu minni sykurs heldur en sölutölur benda til. Það er nefnilega þannig að einstaklingar eru tregir til að segja frá raunneyslu sinni eða gleyma að minnast á matvæli sem neytt er milli mála. Ef ég fengi mér einkaþjálfara sem fylgdist gaumgæfilega með matarinntöku minni myndi koma í ljós að ég er alls ekki hætt að borða sykur. Ég borðaði súkkulaðikex eftir hádegismatinn og drakk kók með kvöldmatnum. Svo er sykur orðinn viðbættur í ýmislegt sem manni dettur kannski ekki í hug að innihaldi sykur. Einkaþjálfarinn myndi kannski senda mig út að hlaupa til mótvægis og endurskoða mataræðið. Fylgjast gaumgæfilega með árangri og endurmeta stöðuna. Það er okkur eðlislægt að fegra myndina þegar við gefum skýrslu frá okkur sjálfum. Enda eru margir hlutir, eins og sykurneysla, hlutir sem koma engum öðrum við. Það er hins vegar þegar um er að ræða hluti eins og losun gróðurhúsalofttegunda, rask á náttúru, grunnvatni, loftgæðum eða jarðvegi sem það kemur okkur öllum eiginlega bara mjög mikið við hvort og hversu mikið slíkt athæfi á sér stað yfir höfuð og hvaða mótvægisaðgerðir eru viðhafðar. Samt hefur það viðhafst hjá margvíslegri starfsemi að hafa eftirlit með sjálfri sér. Sjávarútvegurinn semur við sjálfan sig í úrvinnslusjóði og fylgist sjálfur gaumgæfilega með stöðu mála og nær ótrúlegum árangri að eigin sögn. Fiskeldisiðnaðurinn kaupir sjálfur úttektir og skilar til ríkisins um stöðu hafsbotnsins undir kvíunum og öðrum umhverfisáhrifum. Running tide þvertóku fyrir það að nein þörf væri á eftirliti þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafði farið fram á það og fengu með sér ráðherra í lið sem stóðu þétt við bakið á þeim. Endurvinnsluiðnaðurinn skilaði góðum endurvinnslutölum fyrir plast sem fannst svo í stútfullu vöruhúsnæði í Svíþjóð. Og alltaf erum við jafn hissa þegar upp kemur að eitthvað var ekki eins gott og það var látið líta út fyrir að vera. Það er pólitísk sveifla í gangi þar sem talað er um að einfalda leyfisveitingar og létta eða „afhúða“ regluverkið. Þá má ekki gleymast hversu mikils virði það er fyrir almenning að eftirlit sé öflugt. Talsverð stemning var fyrir því að létta á eftirliti í matvælaiðnaðinum þangað til fannst ólöglegur matarlager fullur af rottuskít og upp kom að hollustuháttum var virkilega ábótavant á mörgum matsölustöðum. En það virðist erfitt að koma einhverju skikki á opinbert eftirlit. Sama hversu margir laxar sleppa, margar súlur gera sér hreiður úr plastveiðafærum, afdráttarlausar aðvaranir eru frá Hafró um óvissuþætti kolefnisbindingar í hafi og hversu mörg mál eins og mjólkurfernur brenndar í Lettlandi koma upp. Regluverkið er eins, eftirlitsstofnanir ná ekki að sinna eftirliti sínu og við höldum áfram að spyrja fólk úti á götu hvort það borði nokkuð sykur. Nei, ég er eiginlega alveg hætt að borða sykur, og kjöt líka. Svo drekk ég bara gvendarbrunnavatn og borða ekkert nema heimaræktað grænmeti og bygg. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun neyta Íslendingar miklu minni sykurs heldur en sölutölur benda til. Það er nefnilega þannig að einstaklingar eru tregir til að segja frá raunneyslu sinni eða gleyma að minnast á matvæli sem neytt er milli mála. Ef ég fengi mér einkaþjálfara sem fylgdist gaumgæfilega með matarinntöku minni myndi koma í ljós að ég er alls ekki hætt að borða sykur. Ég borðaði súkkulaðikex eftir hádegismatinn og drakk kók með kvöldmatnum. Svo er sykur orðinn viðbættur í ýmislegt sem manni dettur kannski ekki í hug að innihaldi sykur. Einkaþjálfarinn myndi kannski senda mig út að hlaupa til mótvægis og endurskoða mataræðið. Fylgjast gaumgæfilega með árangri og endurmeta stöðuna. Það er okkur eðlislægt að fegra myndina þegar við gefum skýrslu frá okkur sjálfum. Enda eru margir hlutir, eins og sykurneysla, hlutir sem koma engum öðrum við. Það er hins vegar þegar um er að ræða hluti eins og losun gróðurhúsalofttegunda, rask á náttúru, grunnvatni, loftgæðum eða jarðvegi sem það kemur okkur öllum eiginlega bara mjög mikið við hvort og hversu mikið slíkt athæfi á sér stað yfir höfuð og hvaða mótvægisaðgerðir eru viðhafðar. Samt hefur það viðhafst hjá margvíslegri starfsemi að hafa eftirlit með sjálfri sér. Sjávarútvegurinn semur við sjálfan sig í úrvinnslusjóði og fylgist sjálfur gaumgæfilega með stöðu mála og nær ótrúlegum árangri að eigin sögn. Fiskeldisiðnaðurinn kaupir sjálfur úttektir og skilar til ríkisins um stöðu hafsbotnsins undir kvíunum og öðrum umhverfisáhrifum. Running tide þvertóku fyrir það að nein þörf væri á eftirliti þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafði farið fram á það og fengu með sér ráðherra í lið sem stóðu þétt við bakið á þeim. Endurvinnsluiðnaðurinn skilaði góðum endurvinnslutölum fyrir plast sem fannst svo í stútfullu vöruhúsnæði í Svíþjóð. Og alltaf erum við jafn hissa þegar upp kemur að eitthvað var ekki eins gott og það var látið líta út fyrir að vera. Það er pólitísk sveifla í gangi þar sem talað er um að einfalda leyfisveitingar og létta eða „afhúða“ regluverkið. Þá má ekki gleymast hversu mikils virði það er fyrir almenning að eftirlit sé öflugt. Talsverð stemning var fyrir því að létta á eftirliti í matvælaiðnaðinum þangað til fannst ólöglegur matarlager fullur af rottuskít og upp kom að hollustuháttum var virkilega ábótavant á mörgum matsölustöðum. En það virðist erfitt að koma einhverju skikki á opinbert eftirlit. Sama hversu margir laxar sleppa, margar súlur gera sér hreiður úr plastveiðafærum, afdráttarlausar aðvaranir eru frá Hafró um óvissuþætti kolefnisbindingar í hafi og hversu mörg mál eins og mjólkurfernur brenndar í Lettlandi koma upp. Regluverkið er eins, eftirlitsstofnanir ná ekki að sinna eftirliti sínu og við höldum áfram að spyrja fólk úti á götu hvort það borði nokkuð sykur. Nei, ég er eiginlega alveg hætt að borða sykur, og kjöt líka. Svo drekk ég bara gvendarbrunnavatn og borða ekkert nema heimaræktað grænmeti og bygg. Höfundur er formaður Landverndar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar