Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 09:31 Tyreek Hill á blaðamannafundi í gær en á hinni myndinni má sjá liðsfélaga hans leiða hann í burtu í þykistu handtöku eftir að Hill skoraði. Getty/Megan Briggs/Don Juan Moore Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. Hill byrjaði nefnilega daginn á því að vera handtekinn fyrir utan leikvanginn. Það sem meira er að hann var snúinn niður í jörðina og handjárnaður fyrir framan fólk sem var á leið á leikinn. Ótrúlegar senur. Hill var stoppaður fyrir hraðakstur fyrir utan leikvanginn en á síðan að hafa verið með kjaft og stæla við lögreglumanninn. Hann heldur sakleysi sínu fram og atvikið minnir mikið þegar kylfingurinn Scottie Scheffler var handtekinn fyrir annan daginn á PGA meistaramótinu. Þær ákærur voru seinna felldar niður. Úrslitin úr NFL deildinni í gær: Pittsburgh Steelers 18-10 Atlanta Falcons Arizona Cardinals 28-34 Buffalo Bills Tennessee Titans 17-24 Chicago Bears New England Patriots 16-10 Cincinnati Bengals Houston Texans 29-27 Indianapolis Colts Jacksonville Jaguars 17-20 Miami Dolphins Carolina Panthers 10-47 New Orleans Saints Minnesota Vikings 28-6 New York Giants Las Vegas Raiders 10-22 Los Angeles Chargers Denver Broncos 20-26 Seattle Seahawks Dallas Cowboys 33-17 Cleveland Browns Washington Commanders 20-37 Tampa Bay Buccaneers Los Angeles Rams 20-26 Detroit Lions Green Bay Packers 29-34 Philadelphia Eagles Baltimore Ravens 20-27 Kansas City Chiefs Tveir liðsfélagar Hill voru á svæðinu og reyndu að miðla málum. Lögreglan fór með Hill upp á lögreglustöð en honum var síðan sleppt. Lögreglan í Miami hefur sett lögreglumanninn, sem handtók Hill, í tímabundið leyfi á meðan málið verður rannsakað. Hill var þrátt fyrir þetta mættur í slaginn tveimur klukkutímum síðar þegar leikurinn hófst. Hann átti síðan eftir að skora frábært snertimark þegar hann sýndi enn á ný stórbrotinn hraða sinn og hæfileika. Það sem vakti líka athygli er að Hill fagnaði snertimarkinu sínu með því að þykjast vera handjárnaður fyrir aftan bak. Svo kom liðsfélagi hans og leiddi hann í burtu eins og lögreglumaður. Hann hafði húmor fyrir öllu saman. Það má sjá það hér fyrir neðan en myndbandið sést ef flett er tvisvar. View this post on Instagram A post shared by Overtime SZN (@overtimeszn) NFL Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Hill byrjaði nefnilega daginn á því að vera handtekinn fyrir utan leikvanginn. Það sem meira er að hann var snúinn niður í jörðina og handjárnaður fyrir framan fólk sem var á leið á leikinn. Ótrúlegar senur. Hill var stoppaður fyrir hraðakstur fyrir utan leikvanginn en á síðan að hafa verið með kjaft og stæla við lögreglumanninn. Hann heldur sakleysi sínu fram og atvikið minnir mikið þegar kylfingurinn Scottie Scheffler var handtekinn fyrir annan daginn á PGA meistaramótinu. Þær ákærur voru seinna felldar niður. Úrslitin úr NFL deildinni í gær: Pittsburgh Steelers 18-10 Atlanta Falcons Arizona Cardinals 28-34 Buffalo Bills Tennessee Titans 17-24 Chicago Bears New England Patriots 16-10 Cincinnati Bengals Houston Texans 29-27 Indianapolis Colts Jacksonville Jaguars 17-20 Miami Dolphins Carolina Panthers 10-47 New Orleans Saints Minnesota Vikings 28-6 New York Giants Las Vegas Raiders 10-22 Los Angeles Chargers Denver Broncos 20-26 Seattle Seahawks Dallas Cowboys 33-17 Cleveland Browns Washington Commanders 20-37 Tampa Bay Buccaneers Los Angeles Rams 20-26 Detroit Lions Green Bay Packers 29-34 Philadelphia Eagles Baltimore Ravens 20-27 Kansas City Chiefs Tveir liðsfélagar Hill voru á svæðinu og reyndu að miðla málum. Lögreglan fór með Hill upp á lögreglustöð en honum var síðan sleppt. Lögreglan í Miami hefur sett lögreglumanninn, sem handtók Hill, í tímabundið leyfi á meðan málið verður rannsakað. Hill var þrátt fyrir þetta mættur í slaginn tveimur klukkutímum síðar þegar leikurinn hófst. Hann átti síðan eftir að skora frábært snertimark þegar hann sýndi enn á ný stórbrotinn hraða sinn og hæfileika. Það sem vakti líka athygli er að Hill fagnaði snertimarkinu sínu með því að þykjast vera handjárnaður fyrir aftan bak. Svo kom liðsfélagi hans og leiddi hann í burtu eins og lögreglumaður. Hann hafði húmor fyrir öllu saman. Það má sjá það hér fyrir neðan en myndbandið sést ef flett er tvisvar. View this post on Instagram A post shared by Overtime SZN (@overtimeszn)
Úrslitin úr NFL deildinni í gær: Pittsburgh Steelers 18-10 Atlanta Falcons Arizona Cardinals 28-34 Buffalo Bills Tennessee Titans 17-24 Chicago Bears New England Patriots 16-10 Cincinnati Bengals Houston Texans 29-27 Indianapolis Colts Jacksonville Jaguars 17-20 Miami Dolphins Carolina Panthers 10-47 New Orleans Saints Minnesota Vikings 28-6 New York Giants Las Vegas Raiders 10-22 Los Angeles Chargers Denver Broncos 20-26 Seattle Seahawks Dallas Cowboys 33-17 Cleveland Browns Washington Commanders 20-37 Tampa Bay Buccaneers Los Angeles Rams 20-26 Detroit Lions Green Bay Packers 29-34 Philadelphia Eagles Baltimore Ravens 20-27 Kansas City Chiefs
NFL Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira