Póstur í rugli? Árni Guðmundsson skrifar 7. september 2024 14:02 Það vakti nokkra undrun þegar Íslandspóstur kynnti sérstaklega samstarf sitt við fyrirtæki sem stundar ólöglega smásölu áfengis. Alveg einstaklega vanhugsaður og óviðeigandi gjörningur af hálfu fyrirtækis sem er í eigu almennings. Leit að siðareglum Póstsins virtust ekki skila neinum niðurstöðum. Það er afar sorglegt að forstjóri Póstsins, og einhverjir yfirmenn fyrirtækisins, virðast ekki þekkja áfengislöggjöfina. Þekki ekki mun þess þegar að lögráða einstaklingur kaupir áfengi erlendis frá, flytur inn í eigin nafni, til eigin nota, með tilheyrandi innflutningspappírum, sköttum, gjöldum o.fl og á kol ólöglegri almennri smásölu áfengis á vegum fyrirtækja innanlands, sem brýtur í bága við landslög. Póstinum þ.e. stjórnendur fyrirtækisins virðast ekki heldur skilja að Pósturinn, sem sérlegur sendimaður viðkomandi fyrirtækis, er aðili, þátttakandi, gerandi, í ferli sem er algerlega ólöglegt. Mál vegna kol ólöglegrar áfengisölu af þessu tagi er í ákæruferli hjá saksóknara. Á sama tíma gerir Pósturinn samstarfssamning við eitt slíkt fyrirtæki, lýsir yfir ánægju með samstarfið og sendir sérstaklega frá sér tilkynningu þar um. Tekur þar með opinbera afstöðu með starfsemi sem er ólögleg. Þar sem varan er lögleg, þá er allt í himnalagi að mati Póstsins, þrátt fyrir að skýr lög kveði á um hvernig ber að höndla með vöruna ( áfengi ) s.s. sölufyrirkomulag og fleira. Ég dreg það stórlega í efa að Pósturinn myndi senda hjól fyrir einstaklinga eða fyrirtæki (sem er löglegur varningur/ vara) ef fyrirtækinu væri kunnugt um að hjólin væru augljóslega illa fengin? Þessi undarlega nálgun Póstsins varð mér tilefni til að kanna hvort fyrirtækið hefð engar siðareglur? Á heimasíðu fyrirtækisins er er ekki að sjá að svo sé, sem hugsanlega getur skýrt þessa undarlegu afstöðu varðandi ólöglega áfengissölu? En eftir ítarlegri leit mátti finna siðreglur sem aðalega lúta að starfsfólki fyrirtækisins og hátterni þess. Þar segir að í fyrirtækinu skuli starfa siðanefnd sem forstjóri fyrirtækisins skipi í, sem vekur þá spurningu hvort stjórn og æðstu starfsmenn Póstsins séu yfir þetta regluverk hafið? Kjarni málsins er einfaldlega sá að það er ekki hlutverk Póstsins eða stjórnanda þess að taka afstöðu með þeim aðilum sem ganga með augljósum og ólöglegum hætti gegn þeim lýðheilsu og velferðar markmiðmiðum sem hér ríkja og koma fram í lögum, reglum og opinberri stefnu. Það er einfaldlega algerlega með öllu óboðlegt. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur – sérfræðingur í forvarnarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Áfengi Netverslun með áfengi Árni Guðmundsson Mest lesið Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Sjá meira
Það vakti nokkra undrun þegar Íslandspóstur kynnti sérstaklega samstarf sitt við fyrirtæki sem stundar ólöglega smásölu áfengis. Alveg einstaklega vanhugsaður og óviðeigandi gjörningur af hálfu fyrirtækis sem er í eigu almennings. Leit að siðareglum Póstsins virtust ekki skila neinum niðurstöðum. Það er afar sorglegt að forstjóri Póstsins, og einhverjir yfirmenn fyrirtækisins, virðast ekki þekkja áfengislöggjöfina. Þekki ekki mun þess þegar að lögráða einstaklingur kaupir áfengi erlendis frá, flytur inn í eigin nafni, til eigin nota, með tilheyrandi innflutningspappírum, sköttum, gjöldum o.fl og á kol ólöglegri almennri smásölu áfengis á vegum fyrirtækja innanlands, sem brýtur í bága við landslög. Póstinum þ.e. stjórnendur fyrirtækisins virðast ekki heldur skilja að Pósturinn, sem sérlegur sendimaður viðkomandi fyrirtækis, er aðili, þátttakandi, gerandi, í ferli sem er algerlega ólöglegt. Mál vegna kol ólöglegrar áfengisölu af þessu tagi er í ákæruferli hjá saksóknara. Á sama tíma gerir Pósturinn samstarfssamning við eitt slíkt fyrirtæki, lýsir yfir ánægju með samstarfið og sendir sérstaklega frá sér tilkynningu þar um. Tekur þar með opinbera afstöðu með starfsemi sem er ólögleg. Þar sem varan er lögleg, þá er allt í himnalagi að mati Póstsins, þrátt fyrir að skýr lög kveði á um hvernig ber að höndla með vöruna ( áfengi ) s.s. sölufyrirkomulag og fleira. Ég dreg það stórlega í efa að Pósturinn myndi senda hjól fyrir einstaklinga eða fyrirtæki (sem er löglegur varningur/ vara) ef fyrirtækinu væri kunnugt um að hjólin væru augljóslega illa fengin? Þessi undarlega nálgun Póstsins varð mér tilefni til að kanna hvort fyrirtækið hefð engar siðareglur? Á heimasíðu fyrirtækisins er er ekki að sjá að svo sé, sem hugsanlega getur skýrt þessa undarlegu afstöðu varðandi ólöglega áfengissölu? En eftir ítarlegri leit mátti finna siðreglur sem aðalega lúta að starfsfólki fyrirtækisins og hátterni þess. Þar segir að í fyrirtækinu skuli starfa siðanefnd sem forstjóri fyrirtækisins skipi í, sem vekur þá spurningu hvort stjórn og æðstu starfsmenn Póstsins séu yfir þetta regluverk hafið? Kjarni málsins er einfaldlega sá að það er ekki hlutverk Póstsins eða stjórnanda þess að taka afstöðu með þeim aðilum sem ganga með augljósum og ólöglegum hætti gegn þeim lýðheilsu og velferðar markmiðmiðum sem hér ríkja og koma fram í lögum, reglum og opinberri stefnu. Það er einfaldlega algerlega með öllu óboðlegt. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur – sérfræðingur í forvarnarmálum.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar