Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hrund Traustadóttir, Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir og Ólöf Björk Jóhannsdóttir skrifa 6. september 2024 18:31 Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. Hvergi í lögum um leikskóla er talað um að hlutverk leikskóla sé að tryggja jafna atvinnuþátttöku kynjanna og/eða að jafna stöðu kynja inni á heimilum. Hvergi er heldur talað að gjöld fyrir leikskólavist eigi að vera eins lág og mögulegt er. Leikskólar eru menntastofnun sem starfar samkvæmt lögum um leikskóla og hlutverk þeirra er að tryggja öllum börnum á leikskólaaldri menntun í gegnum leik. Fulltrúar verkalýðsfélaga og kvenréttindasamtaka hafa farið mikinn í greinaskrifum undanfarið undir dramatískum fyrirsögnum. Kópavogsleiðin er þá tekin og töluð niður og meðal annars fullyrðir Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB í grein sinni „Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti“ að Kópavogsleiðin ýti undir skaðlegar og úreltar hugmyndir um að öllum börnum sé fyrir bestu að vera sem mest með foreldrum sínum. Stöldrum aðeins við þessa alvarlegu fullyrðingu. Við skulum alveg hafa það á hreinu að foreldrar eru langmikilvægasta fólkið í lífi barna sinna og náin geðtengsl við foreldra á fyrstu æviárunum er mikilvægasta gjöfin sem við getum gefið börnunum okkar. Þegar einblínt er með þessum hætti á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði er eins og þörf barna fyrir foreldra sína verði nánast eins og aukaatriði. Að halda því fram að það sé skaðleg hugmynd að börnum sé fyrir bestu að verja sem mestum tíma með foreldrum sínum er í besta falli bara galið. Í grein Sæunnar Kjartansdóttur sálgreinis sem birtist á Vísi.is 2.september sl (Gamaldags hlutverk foreldra - Vísir (visir.is) talar hún um að jafnrétti sem stendur undir nafni krefst þess að rýnt sé í þarfir barna ekki síður en fullorðinna. Í grein lögfræðings BSRB og einnig í grein Tatjönu Latinovic formanns Kvenréttindafélags Íslands, „Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin“ er afskaplega lítið sem ekkert snert á þörfum barna. Sæunn talar um að það sé löngu tímabært að tilfinningalegar þarfir barna fái meira vægi í umræðu og ákvarðanatöku sem varðar velferð þeirra til lengri jafnt sem skemmri tíma. Þá myndi samfélagið líka græða helling. Leikskólagjöldin hafa einnig verið til umræðu í fyrrnefndum greinum en í dag stendur dvalargjald barns fyrir 8 tíma vistun í 51.461 kr á mánuði. Tekjulægstu foreldrarnir fá allt að 40% afslátt af dvalargjöldum. Miðað við dvöl barns í leikskóla 20 daga í mánuði kostar þá dagurinn fyrir barnið 2.573 krónur og þar af eru 554 krónur nýttar í þrjár máltíðir dagsins fyrir barnið. Til samanburðar kosta tveir miðar á jólatónleika28.000 krónur. Sé farið út að borða fyrir tónleika getur kvöldið hæglega farið upp í 50.000 krónur. Leikskólar í Kópavogi eru opnir í 9 klukkustundir á dag og öllum foreldrum er frjálst að nýta þann tíma eftir hentugleika. Í grein formanns Kvenréttindafélags Íslands kemur fram sú rangfærsla að leikskólar í Kópavogi séu nú lokaðir í 37 daga yfir árið. Rétt er að yfir árið eru leikskólar Kópavogs lokaðir í 25 daga sem eru þá 20 að sumri og 5 skipulagsdagar yfir skólaárið. Aðra daga ársins eru leikskólarnir opnir, eins og í vetrar- og jólafríum og dymbilviku. Þeir sem ekki þurfa að nýta sér þá daga fá niðurfellingu á leikskólagjöldum. Þeir sem aftur á móti nýta sér þessa daga borga óbreytt dvalargjald. Í grein Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs sem birt var á Vísi.is 30.ágúst sl kemur fram að skólaárið eftir innleiðingu Kópavogsleiðarinnar hafi engin börn verið send fyrr heim eða biðlað til foreldra að hafa börnin heima sökum manneklu og veikinda. Til samanburðar voru lokunardagar 212 á skólaárinu þar á undan. Í dag eru flestir leikskólar Kópavogs fullmannaðir og í fyrsta skipti í mörg ár eru deildir fullnýttar og fleiri börn fá því leikskólapláss. Það blasir því við að Kópavogsleiðin er að virka. Okkar upplifun eftir áratuga reynslu af leikskólakennslu er sú að Kópavogsleiðin sé algjör bylting í leikskólastarfi. Breyting á gjaldskrá gerir það að verkum að þeir sem hafa tök á stytta viðveru barna sinna í 6 klst og eru því í gjaldfrjálsri vistun. Alls hafa 20% foreldra farið þá leið og fá því verulega lækkun gjalda. Því eru þau börn sem þurfa lengri dvalartíma í áreitaminna umhverfi og því í betri aðstæðum en áður. Dagurinn byrjar og endar rólega þar sem meira rými skapast til að sinna hverju og einu barni. Þannig setjum við barnið í fyrsta sæti. Við tökum undir með formanni Kvenréttindafélags Íslands þegar hún segir íslensk stjórnvöld þurfi að fara í átak til að leiðrétta kjör og bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks. Kópavogsbær tók einmitt fyrir ári síðan með Kópavogsleiðinni myndarlegt skref í átt að bættu starfsumhverfi barna og leikskólastarfsfólks þannig að um munar. Við fögnum því og við fögnum því einnig að fleiri sveitarfélög hafa síðan tekið svipuð skref. Barnið í fyrsta sæti – það er gott að búa í Kópavogi. Höfundar eru leikskólakennarar hjá Kópavogsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Jafnréttismál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. Hvergi í lögum um leikskóla er talað um að hlutverk leikskóla sé að tryggja jafna atvinnuþátttöku kynjanna og/eða að jafna stöðu kynja inni á heimilum. Hvergi er heldur talað að gjöld fyrir leikskólavist eigi að vera eins lág og mögulegt er. Leikskólar eru menntastofnun sem starfar samkvæmt lögum um leikskóla og hlutverk þeirra er að tryggja öllum börnum á leikskólaaldri menntun í gegnum leik. Fulltrúar verkalýðsfélaga og kvenréttindasamtaka hafa farið mikinn í greinaskrifum undanfarið undir dramatískum fyrirsögnum. Kópavogsleiðin er þá tekin og töluð niður og meðal annars fullyrðir Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB í grein sinni „Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti“ að Kópavogsleiðin ýti undir skaðlegar og úreltar hugmyndir um að öllum börnum sé fyrir bestu að vera sem mest með foreldrum sínum. Stöldrum aðeins við þessa alvarlegu fullyrðingu. Við skulum alveg hafa það á hreinu að foreldrar eru langmikilvægasta fólkið í lífi barna sinna og náin geðtengsl við foreldra á fyrstu æviárunum er mikilvægasta gjöfin sem við getum gefið börnunum okkar. Þegar einblínt er með þessum hætti á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði er eins og þörf barna fyrir foreldra sína verði nánast eins og aukaatriði. Að halda því fram að það sé skaðleg hugmynd að börnum sé fyrir bestu að verja sem mestum tíma með foreldrum sínum er í besta falli bara galið. Í grein Sæunnar Kjartansdóttur sálgreinis sem birtist á Vísi.is 2.september sl (Gamaldags hlutverk foreldra - Vísir (visir.is) talar hún um að jafnrétti sem stendur undir nafni krefst þess að rýnt sé í þarfir barna ekki síður en fullorðinna. Í grein lögfræðings BSRB og einnig í grein Tatjönu Latinovic formanns Kvenréttindafélags Íslands, „Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin“ er afskaplega lítið sem ekkert snert á þörfum barna. Sæunn talar um að það sé löngu tímabært að tilfinningalegar þarfir barna fái meira vægi í umræðu og ákvarðanatöku sem varðar velferð þeirra til lengri jafnt sem skemmri tíma. Þá myndi samfélagið líka græða helling. Leikskólagjöldin hafa einnig verið til umræðu í fyrrnefndum greinum en í dag stendur dvalargjald barns fyrir 8 tíma vistun í 51.461 kr á mánuði. Tekjulægstu foreldrarnir fá allt að 40% afslátt af dvalargjöldum. Miðað við dvöl barns í leikskóla 20 daga í mánuði kostar þá dagurinn fyrir barnið 2.573 krónur og þar af eru 554 krónur nýttar í þrjár máltíðir dagsins fyrir barnið. Til samanburðar kosta tveir miðar á jólatónleika28.000 krónur. Sé farið út að borða fyrir tónleika getur kvöldið hæglega farið upp í 50.000 krónur. Leikskólar í Kópavogi eru opnir í 9 klukkustundir á dag og öllum foreldrum er frjálst að nýta þann tíma eftir hentugleika. Í grein formanns Kvenréttindafélags Íslands kemur fram sú rangfærsla að leikskólar í Kópavogi séu nú lokaðir í 37 daga yfir árið. Rétt er að yfir árið eru leikskólar Kópavogs lokaðir í 25 daga sem eru þá 20 að sumri og 5 skipulagsdagar yfir skólaárið. Aðra daga ársins eru leikskólarnir opnir, eins og í vetrar- og jólafríum og dymbilviku. Þeir sem ekki þurfa að nýta sér þá daga fá niðurfellingu á leikskólagjöldum. Þeir sem aftur á móti nýta sér þessa daga borga óbreytt dvalargjald. Í grein Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs sem birt var á Vísi.is 30.ágúst sl kemur fram að skólaárið eftir innleiðingu Kópavogsleiðarinnar hafi engin börn verið send fyrr heim eða biðlað til foreldra að hafa börnin heima sökum manneklu og veikinda. Til samanburðar voru lokunardagar 212 á skólaárinu þar á undan. Í dag eru flestir leikskólar Kópavogs fullmannaðir og í fyrsta skipti í mörg ár eru deildir fullnýttar og fleiri börn fá því leikskólapláss. Það blasir því við að Kópavogsleiðin er að virka. Okkar upplifun eftir áratuga reynslu af leikskólakennslu er sú að Kópavogsleiðin sé algjör bylting í leikskólastarfi. Breyting á gjaldskrá gerir það að verkum að þeir sem hafa tök á stytta viðveru barna sinna í 6 klst og eru því í gjaldfrjálsri vistun. Alls hafa 20% foreldra farið þá leið og fá því verulega lækkun gjalda. Því eru þau börn sem þurfa lengri dvalartíma í áreitaminna umhverfi og því í betri aðstæðum en áður. Dagurinn byrjar og endar rólega þar sem meira rými skapast til að sinna hverju og einu barni. Þannig setjum við barnið í fyrsta sæti. Við tökum undir með formanni Kvenréttindafélags Íslands þegar hún segir íslensk stjórnvöld þurfi að fara í átak til að leiðrétta kjör og bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks. Kópavogsbær tók einmitt fyrir ári síðan með Kópavogsleiðinni myndarlegt skref í átt að bættu starfsumhverfi barna og leikskólastarfsfólks þannig að um munar. Við fögnum því og við fögnum því einnig að fleiri sveitarfélög hafa síðan tekið svipuð skref. Barnið í fyrsta sæti – það er gott að búa í Kópavogi. Höfundar eru leikskólakennarar hjá Kópavogsbæ.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar