Matmálstímar hafa forvarnargildi Fjalar Freyr Einarsson skrifar 6. september 2024 08:32 Í starfi mínu sem atferlisráðgjafi hef ég kynnst fjölmörgum börnum sem sýna margskonar áhættuhegðun, svo sem ofbeldi, neyslu áfengis og ólöglegra efna. Þessi börn koma frá fjölbreyttum fjölskyldum, bæði efnameiri og efnaminni fjölskyldum, vel menntuðum og minna menntuðum. Það er eitt athyglisvert atriði sem flestar þeirra eiga sameiginlegt, en það er að fjölskyldan hefur sjaldan sjaldan átt sameiginlegar matmálsstundir við kvöldverðarborðið í gegnum tíðina. Það kann að virðast smávægilegt, en rannsóknir hafa sýnt fram á að það að borða saman sem fjölskylda hefur margþættan ávinning. Þegar börn þurfa að vera komin heim á ákveðnum tíma til að taka þátt í sameiginlegum matmálstíma skapast ákveðin regla og agi í lífi þeirra. Þessi venja kennir börnum að virða reglur og rútínu, sem er mikilvægt í daglegu lífi þeirra. Næring er einnig stór þáttur í þessu samhengi. Börn sem borða reglulega með fjölskyldu sinni eru líklegri til að fá hollari máltíðir, sem stuðlar ekki aðeins að betri líkamlegri heilsu, heldur einnig andlegri vellíðan. Matartíminn er ómetanlegur tími til að styrkja fjölskyldutengsl. Þegar fjölskyldumeðlimir ræða saman um það sem á daga þeirra hefur drifið styrkjast böndin á milli þeirra. Foreldrar fá tækifæri til að kynnast börnum sínum betur, þekkja vonir þeirra og þrár, sigra og vonbrigði. Rannsóknir hafa sýnt að fjölskyldumáltíðir geta ekki aðeins stuðlað að betri andlegri heilsu og auknu trausti á milli fjölskyldumeðlima, heldur einnig dregið úr áhættuhegðun meðal unglinga, svo sem áfengis- og vímuefnaneyslu, ofbeldi og slakri frammistöðu í skóla. Fyrir stúlkur virðast þessi verndandi áhrif vera sérstaklega sterk, en fjölskyldumáltíðir hafa verið tengdar við minni líkur á vímuefnanotkun og átröskun hjá þeim. Þessar niðurstöður undirstrika hversu mikilvægur matartíminn er, ekki aðeins sem tími til næringar, heldur einnig sem lykilþáttur í félagslegum og andlegum þroska barna og unglinga. Ennfremur er matartíminn oft eina stund dagsins þar sem fjölskyldan getur verið saman án truflana frá skjánum. Börn (og einnig foreldrar) eru oft mjög bundin við símann, jafnvel í kennslustundum, sem getur haft neikvæð áhrif á samskiptafærni þeirra. Með því að leggja símana til hliðar og einbeita sér að samtalinu við matarborðið er verið að styrkja tengslin innan fjölskyldunnar. Þetta umhverfi hvetur börn til að tjáningar og eykur einnig málskilning, sem stuðlar að auknum málþroska og betri hæfni þeirra til að tjá sig í framtíðinni. Ekki veitir af, þegar alltof stór hluti ungmenna útskrifast úr grunnskóla án þess að hafa nægan málskilning til að skilja textann sem það les eða heyrir. Slík samskipti geta einnig stuðlað að betri andlegri heilsu og auknu trausti innan fjölskyldunnar, sem er ómetanlegt fyrir velferð barna. Á heildina litið skiptir það máli að fjölskyldan borði saman, ekki aðeins til að efla heilsu og aga, heldur einnig til að styrkja samband og samskipti innan fjölskyldunnar. Með því að gefa þessu rými í daglegu lífi geta foreldrar lagt sitt af mörkum til að draga úr áhættuhegðun barna sinna og byggja upp sterkari og heilbrigðari fjölskyldueiningar. Höfundur er atferlisráðgjafi hjá Sigur.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í starfi mínu sem atferlisráðgjafi hef ég kynnst fjölmörgum börnum sem sýna margskonar áhættuhegðun, svo sem ofbeldi, neyslu áfengis og ólöglegra efna. Þessi börn koma frá fjölbreyttum fjölskyldum, bæði efnameiri og efnaminni fjölskyldum, vel menntuðum og minna menntuðum. Það er eitt athyglisvert atriði sem flestar þeirra eiga sameiginlegt, en það er að fjölskyldan hefur sjaldan sjaldan átt sameiginlegar matmálsstundir við kvöldverðarborðið í gegnum tíðina. Það kann að virðast smávægilegt, en rannsóknir hafa sýnt fram á að það að borða saman sem fjölskylda hefur margþættan ávinning. Þegar börn þurfa að vera komin heim á ákveðnum tíma til að taka þátt í sameiginlegum matmálstíma skapast ákveðin regla og agi í lífi þeirra. Þessi venja kennir börnum að virða reglur og rútínu, sem er mikilvægt í daglegu lífi þeirra. Næring er einnig stór þáttur í þessu samhengi. Börn sem borða reglulega með fjölskyldu sinni eru líklegri til að fá hollari máltíðir, sem stuðlar ekki aðeins að betri líkamlegri heilsu, heldur einnig andlegri vellíðan. Matartíminn er ómetanlegur tími til að styrkja fjölskyldutengsl. Þegar fjölskyldumeðlimir ræða saman um það sem á daga þeirra hefur drifið styrkjast böndin á milli þeirra. Foreldrar fá tækifæri til að kynnast börnum sínum betur, þekkja vonir þeirra og þrár, sigra og vonbrigði. Rannsóknir hafa sýnt að fjölskyldumáltíðir geta ekki aðeins stuðlað að betri andlegri heilsu og auknu trausti á milli fjölskyldumeðlima, heldur einnig dregið úr áhættuhegðun meðal unglinga, svo sem áfengis- og vímuefnaneyslu, ofbeldi og slakri frammistöðu í skóla. Fyrir stúlkur virðast þessi verndandi áhrif vera sérstaklega sterk, en fjölskyldumáltíðir hafa verið tengdar við minni líkur á vímuefnanotkun og átröskun hjá þeim. Þessar niðurstöður undirstrika hversu mikilvægur matartíminn er, ekki aðeins sem tími til næringar, heldur einnig sem lykilþáttur í félagslegum og andlegum þroska barna og unglinga. Ennfremur er matartíminn oft eina stund dagsins þar sem fjölskyldan getur verið saman án truflana frá skjánum. Börn (og einnig foreldrar) eru oft mjög bundin við símann, jafnvel í kennslustundum, sem getur haft neikvæð áhrif á samskiptafærni þeirra. Með því að leggja símana til hliðar og einbeita sér að samtalinu við matarborðið er verið að styrkja tengslin innan fjölskyldunnar. Þetta umhverfi hvetur börn til að tjáningar og eykur einnig málskilning, sem stuðlar að auknum málþroska og betri hæfni þeirra til að tjá sig í framtíðinni. Ekki veitir af, þegar alltof stór hluti ungmenna útskrifast úr grunnskóla án þess að hafa nægan málskilning til að skilja textann sem það les eða heyrir. Slík samskipti geta einnig stuðlað að betri andlegri heilsu og auknu trausti innan fjölskyldunnar, sem er ómetanlegt fyrir velferð barna. Á heildina litið skiptir það máli að fjölskyldan borði saman, ekki aðeins til að efla heilsu og aga, heldur einnig til að styrkja samband og samskipti innan fjölskyldunnar. Með því að gefa þessu rými í daglegu lífi geta foreldrar lagt sitt af mörkum til að draga úr áhættuhegðun barna sinna og byggja upp sterkari og heilbrigðari fjölskyldueiningar. Höfundur er atferlisráðgjafi hjá Sigur.is.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun