„Þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. september 2024 21:31 Aron Pálmarsson átti fínan leik fyrir FH í kvöld. Vísir/Anton Brink „Ekkert spes fannst mér, fannst við ekkert sýna neinar sparihliðar og koma voðalega þægilegir inn í leikinn. ,“ sagði Aron Pálmarsson um frammistöðu FH í 27-23 sigri gegn Fram í 1. umferð Olís deildar karla í kvöld. Aron var markahæstur í liði FH í kvöld með 7 mörk en þegar FH-ingar voru komnir í smá brekku sóknarlega í seinni hálfleik var leitað til Arons sem svaraði kallinu. „Mér fannst við bara gera nóg sem á ekki að vera boðlegt fyrir okkur. Danni [Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH] var reyndar geggjaður en allt of margir lykilleikmenn í liðinu voru annað hvort lélegir eða gerðu nóg,“ sagði Aron í samtali við Vísi eftir leik. Garðar Ingi Sindrason byrjaði í vinstri skyttunni hjá FH í kvöld og þá kom Ingvar Dagur Gunnarsson inn í vörnina í síðari hálfleik en þetta eru leikmenn fæddir 2007 og 2006. „Mjög ánægður með þá. Þvílíkur munur á þeim bara á þremur mánuðum, manni fannst þeir vera krakkar í fyrra en núna fullorðnir menn. Þeir voru áræðnir og gerðu lítið af mistökum. Ingvar tók allar árásir frá þeim og gerði það feykivel. Þeir verða bara betri, breikka hópinn okkar. Gassi er mikið mikla hæfileika og gott að hann sé að fá mínútur.“ „Þetta er það sem við viljum vera þekktir fyrir. Við höfum alltaf haft góða leikmenn í okkar yngri flokkum og það er frábært að sjá að þeir séu að fá slatta af mínútum í fyrsta leik.“ Aron býst við spennandi tímabili í sumar. „Ætli þetta verði ekki svipað og í fyrra. Það var sama hvert þú fórst þá var erfitt að spila. Maður sá það á úrslitum leikjanna og það er skemmtilegt. Þetta er ástríðudeild og þess vegna var ég pirraður út í okkur hvernig við skiluðum þessum leik af okkur. Jú jú, við erum Íslandsmeistararnir og erum helvíti góðir og allt það. Mér fannst við samt ætla að gera þetta með vinstri.“ „Það var fullt af fínum spilköflum og við stigum upp í lokin. Við viljum hafa kaflana töluvert lengri því ég þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði. Við erum búnir að æfa síðan í lok júlí og spila fullt af æfingaleikjum. Þú átt bara að mæta klár í fyrsta leik og sýna þínar bestu hliðar. Við munum gera það í næsta leik.“ Olís-deild karla FH Fram Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Aron var markahæstur í liði FH í kvöld með 7 mörk en þegar FH-ingar voru komnir í smá brekku sóknarlega í seinni hálfleik var leitað til Arons sem svaraði kallinu. „Mér fannst við bara gera nóg sem á ekki að vera boðlegt fyrir okkur. Danni [Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH] var reyndar geggjaður en allt of margir lykilleikmenn í liðinu voru annað hvort lélegir eða gerðu nóg,“ sagði Aron í samtali við Vísi eftir leik. Garðar Ingi Sindrason byrjaði í vinstri skyttunni hjá FH í kvöld og þá kom Ingvar Dagur Gunnarsson inn í vörnina í síðari hálfleik en þetta eru leikmenn fæddir 2007 og 2006. „Mjög ánægður með þá. Þvílíkur munur á þeim bara á þremur mánuðum, manni fannst þeir vera krakkar í fyrra en núna fullorðnir menn. Þeir voru áræðnir og gerðu lítið af mistökum. Ingvar tók allar árásir frá þeim og gerði það feykivel. Þeir verða bara betri, breikka hópinn okkar. Gassi er mikið mikla hæfileika og gott að hann sé að fá mínútur.“ „Þetta er það sem við viljum vera þekktir fyrir. Við höfum alltaf haft góða leikmenn í okkar yngri flokkum og það er frábært að sjá að þeir séu að fá slatta af mínútum í fyrsta leik.“ Aron býst við spennandi tímabili í sumar. „Ætli þetta verði ekki svipað og í fyrra. Það var sama hvert þú fórst þá var erfitt að spila. Maður sá það á úrslitum leikjanna og það er skemmtilegt. Þetta er ástríðudeild og þess vegna var ég pirraður út í okkur hvernig við skiluðum þessum leik af okkur. Jú jú, við erum Íslandsmeistararnir og erum helvíti góðir og allt það. Mér fannst við samt ætla að gera þetta með vinstri.“ „Það var fullt af fínum spilköflum og við stigum upp í lokin. Við viljum hafa kaflana töluvert lengri því ég þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði. Við erum búnir að æfa síðan í lok júlí og spila fullt af æfingaleikjum. Þú átt bara að mæta klár í fyrsta leik og sýna þínar bestu hliðar. Við munum gera það í næsta leik.“
Olís-deild karla FH Fram Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira