Kópavogsmódelið: Kvenréttindafélagið og BSRB á villigötum Sigrún Hulda Jónsdóttir skrifar 5. september 2024 20:02 Kvenréttindafélag Íslands og BSRB hafa stigið fram og gagnrýnt Kópavogsmódelið undir þeim formerkjum að breytingarnar séu bakslag í jafnréttisbaráttunni. Slíkar yfirlýsingar standast ekki skoðun. Kópavogsmódelið er skref í þá átt að gera leikskólana að eftirsóknarverðum vinnustað þar sem börnum, kennurum og foreldrum líði vel. Þá talar árangur sínu máli en aldrei hefur þurft að loka á leikskólum sökum manneklu, flestir leikskólar Kópavogs eru fullmannaðir og fleiri börn geta því fengið leikskólapláss. Miður er að hagsmunasamtök og séttarfélög sem standa fyrir hagsmunum kvenna og réttindum félagsmanna sinna skuli ráðast á breytingar á leikskólaumhverfi sem var ekki aðeins mikilvægt heldur nauðsynlegt. Þá vill svo til að yfir 90% starfsfólks á leikskólum eru konur. Hlutverk leikskóla er að tryggja barni gæða menntun og umönnun eins og lög gera ráð fyrir. Í lögum um leikskóla kemur hvergi fram að leikskóli hafi það að markmiði að tryggja kynjajafnrétti á atvinnumarkaði né að dagvistunarúrræði eigi að vera eins ódýrt og hægt er. Lög um leikskóla snúa að því að veita börnum gæða menntun og nám í gegnum sjálfssprottinn leik og þar með að tryggja börnum jöfn tækifæri til náms. Á árum áður var leikskólinn jöfnunartæki til að jafna rétt barna og var partur af velferðarkerfinu en árið 1994 var leikskólinn viðurkenndur sem fyrsta skólastigið og varð partur af menntakerfinu. Rétt er að atvinnuþátttaka kvenna á íslandi er há og er það að þakka jafnréttisbaráttu okkar Íslendinga og jöfnum tækifærum kynja til náms. Þar gegna leikskólar lykilhlutverki í þeirri baráttu. Við eigum hámenntað fólk af öllum kynjum sem stunda atvinnu utan heimilis. Reynsla okkar í Kópavogi hefur sýnt að þátttaka beggja foreldra er nokkuð jöfn og hefur ekki orðið breyting á því hvort faðir eða móðir komi með eða sækja barnið eftir breytingar. Leikskólastjórar í Kópavogi hafa frekar upplifað að meira samtal foreldra og fjölskyldunnar í að auka samveru með börnum sínum með því að annað foreldrið byrjar fyrr að vinna og hitt seinna til að geta verið meira með barni sínu. Leikskólinn er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga þó öll sveitarfélög leggi sitt að mörkum að veita sem bestu menntun og umönnun fyrir ung börn. Mörg sveitarfélög hafa spennt bogann með fögrum loforðum um að veita öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólarými án þess að tryggja mannskap og tilskylda fagmenntun til kennslu og umönnunar á þessu viðkvæmasta þroskastigi. Það er staðreynd að á Íslandi er of lítið rými, börn dvöldu langa daga í of miklu álagi þar sem vantaði fagfólk og mannskap til starfa. Leikskólakerfið var komið í þrot. Án starfsfólks er ekki hægt að veita þá þjónustu sem foreldrar treysta á. Aðstæður voru ekki boðlegar lengur án aðgerða og eftir víðtækt samráð við starfsfólk, stjórnendur, foreldra og stéttarfélög varð Kópavogsmódelið til. Aðstæður skipta höfuð máli fyrir líðan og þroska barns og geta þær hreinlega verið skaðlegar ef ekki er tryggður stöðuleiki og fagmenntun starfsmanna í leikskólastarfi. Kópavogsmódelið stendur vörð um það kerfi sem gegnir lykilhlutverki í jafnrétti kynja. Rétt eins og bæjarstjóri Kópavogs heimsótti alla leikskóla Kópavogs til að kynna sér aðstæður á leikskólum væri óskandi ef Kvenréttindafélagið og BSRB myndu gera slíkt hið sama. Höfundur er leikskólastjóri heilsuleikskólans Urðarhóls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Jafnréttismál Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands og BSRB hafa stigið fram og gagnrýnt Kópavogsmódelið undir þeim formerkjum að breytingarnar séu bakslag í jafnréttisbaráttunni. Slíkar yfirlýsingar standast ekki skoðun. Kópavogsmódelið er skref í þá átt að gera leikskólana að eftirsóknarverðum vinnustað þar sem börnum, kennurum og foreldrum líði vel. Þá talar árangur sínu máli en aldrei hefur þurft að loka á leikskólum sökum manneklu, flestir leikskólar Kópavogs eru fullmannaðir og fleiri börn geta því fengið leikskólapláss. Miður er að hagsmunasamtök og séttarfélög sem standa fyrir hagsmunum kvenna og réttindum félagsmanna sinna skuli ráðast á breytingar á leikskólaumhverfi sem var ekki aðeins mikilvægt heldur nauðsynlegt. Þá vill svo til að yfir 90% starfsfólks á leikskólum eru konur. Hlutverk leikskóla er að tryggja barni gæða menntun og umönnun eins og lög gera ráð fyrir. Í lögum um leikskóla kemur hvergi fram að leikskóli hafi það að markmiði að tryggja kynjajafnrétti á atvinnumarkaði né að dagvistunarúrræði eigi að vera eins ódýrt og hægt er. Lög um leikskóla snúa að því að veita börnum gæða menntun og nám í gegnum sjálfssprottinn leik og þar með að tryggja börnum jöfn tækifæri til náms. Á árum áður var leikskólinn jöfnunartæki til að jafna rétt barna og var partur af velferðarkerfinu en árið 1994 var leikskólinn viðurkenndur sem fyrsta skólastigið og varð partur af menntakerfinu. Rétt er að atvinnuþátttaka kvenna á íslandi er há og er það að þakka jafnréttisbaráttu okkar Íslendinga og jöfnum tækifærum kynja til náms. Þar gegna leikskólar lykilhlutverki í þeirri baráttu. Við eigum hámenntað fólk af öllum kynjum sem stunda atvinnu utan heimilis. Reynsla okkar í Kópavogi hefur sýnt að þátttaka beggja foreldra er nokkuð jöfn og hefur ekki orðið breyting á því hvort faðir eða móðir komi með eða sækja barnið eftir breytingar. Leikskólastjórar í Kópavogi hafa frekar upplifað að meira samtal foreldra og fjölskyldunnar í að auka samveru með börnum sínum með því að annað foreldrið byrjar fyrr að vinna og hitt seinna til að geta verið meira með barni sínu. Leikskólinn er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga þó öll sveitarfélög leggi sitt að mörkum að veita sem bestu menntun og umönnun fyrir ung börn. Mörg sveitarfélög hafa spennt bogann með fögrum loforðum um að veita öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólarými án þess að tryggja mannskap og tilskylda fagmenntun til kennslu og umönnunar á þessu viðkvæmasta þroskastigi. Það er staðreynd að á Íslandi er of lítið rými, börn dvöldu langa daga í of miklu álagi þar sem vantaði fagfólk og mannskap til starfa. Leikskólakerfið var komið í þrot. Án starfsfólks er ekki hægt að veita þá þjónustu sem foreldrar treysta á. Aðstæður voru ekki boðlegar lengur án aðgerða og eftir víðtækt samráð við starfsfólk, stjórnendur, foreldra og stéttarfélög varð Kópavogsmódelið til. Aðstæður skipta höfuð máli fyrir líðan og þroska barns og geta þær hreinlega verið skaðlegar ef ekki er tryggður stöðuleiki og fagmenntun starfsmanna í leikskólastarfi. Kópavogsmódelið stendur vörð um það kerfi sem gegnir lykilhlutverki í jafnrétti kynja. Rétt eins og bæjarstjóri Kópavogs heimsótti alla leikskóla Kópavogs til að kynna sér aðstæður á leikskólum væri óskandi ef Kvenréttindafélagið og BSRB myndu gera slíkt hið sama. Höfundur er leikskólastjóri heilsuleikskólans Urðarhóls.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun