Afneitun alkans Guðbrandur Einarsson skrifar 3. september 2024 11:30 Mér finnst ég oft geta heimfært afneitun alkóhólistans upp á íslenskt samfélag. Þá sérstaklega þegar rætt er um íslensku krónuna og hvort hún geti mögulega verið rót þeirra vandamála sem upp koma í íslensku samfélagi aftur og aftur. Ég þekki afneitun ágætlega eftir að hafa glímt við áfengisfíkn sjálfur fyrir áratugum síðan. Að leita réttlætingar er alkahólistanum svo tamt og það er ekki fyrr en að hann kastar henni fyrir róða að hann á einhvern möguleika á að öðlast bata. Við sem höfum verið í þessum sporum þekkjum vel þá tilfinningu að kenna helst öllu öðru um en okkur sjálfum eftir að hafa drukkið eða dópað of mikið. Vandamálið var aldrei áfengið eða maður sjálfur. Maður hafði bara drukkið aðeins og mikið, verið of þreyttur, svangur eða hreinlega illa fyrir kallaður af einhverjum ástæðum. Venjulega burðaðist maður svo með sektarkenndina fram eftir vikunni uns ný réttlæting fyrir því að fá sér í glas tók yfir. Aftur og aftur, helgi eftir helgi. Sem betur fer rann það upp fyrir mér eftir dúk og disk hvert vandamálið væri í raun og veru. Þá fyrst tókst mér að koma lífinu á réttan kjöl og ná jafnvægi. Segja skilið við áfengið og taka sjálfan mig í gegn. Þá fyrst gerðist eitthvað gott. Ég sé nákvæmlega sömu réttlætinguna - sömu afneitunina - þegar ég hugsa um stormasamt samband íslensks samfélags við krónuna. Hagstjórn í hundrað ár Vegna stöðunnar sem íslensk heimili glíma við í formi hárra vaxta hefur sú umræða orðið háværari að eðlilegt sé að gera samanburð á milli Íslands og þeirra landa sem við viljum helst bera okkur saman við. Við sem norræn þjóð teljum eðlilegt að staða okkar hér sé sambærileg þeim sem búa á hinum Norðurlöndum. En er hún sambærileg? Vextir af húsnæðislánum spila auðvitað stórt hlutverk þegar slíkur samanburður er gerður, þar sem fjárfesting í húsnæði er stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu og vaxtakjörin skipta öllu máli. Þetta er hins vegar núverandi staða: Stýrivextir Verðbólga Ísland 9,25% 6,3% Noregur 4,5% 6,3% Svíþjóð 3,5% 1,7% Danmörk 3,35% 1,0% Finnland 3,0% 0,5% Íslendingar greiða þrefalda, jafnvel fjórfalda, vexti á við það sem íbúar á Norðurlöndum þurfa að greiða. Þannig hefur það verið allan þann tíma sem ég hef verið á vinnumarkaði og þurft að sjá fyrir mér sjálfur. Þeir sem tala fyrir kostum krónunnar halda því fram að aðeins þurfi að breyta hagstjórninni og þá verði þetta í lagi. Til þess þurfi bara alvöru stjórnmálamenn. Vissulega skiptir ábyrg hagstjórn máli en mér er til efs að allir þeir sem komið hafa að hagstjórn landsins síðastliðin hundrað ár hafi verið eintómir skussar. Hvað þá að stjórnmálamenn næstu hundrað ára nái meiri árangri en forverar þeirra án þess að ráðast að rót vandans. Þarna er afneitunin að tala. Hættum að berja hausnum við steininn. Eins og áfengissjúklingurinn sem sífellt leitar réttlætingar á vandamáli sem verður ekki leyst með sömu gömlu meðulunum. Hvað er planið? Nú ber svo við að ungir sjálfstæðismenn kalla eftir því að fá að sjá eitthvað plan. Hafa víst áhyggjur af því að fylgi flokksins sé orðið sambærilegt vaxtakjörum íslenskra heimila. En á meðan ungliðar í sjálfstæðisflokknum hafa áhyggjur af fylgisprósentu, hafa heimilin áhyggjur af vaxtaprósentu. Venjulegt fólk hefur verið að kalla eftir einhverju plani frá stjórnvöldum um árabil án þess að fá svo mikið sem vísi að svari. Það að fleiri óski svara nú mun ekki breyta neinu í þeim efnum á meðan stjórnvöld eru föst í afneitun. Heimilin taka á sig álögur í formi vaxtaokurs sem eingöngu viðgengst hér vegna þess að íslenskur efnahagur hvílir ekki á stöðugum og traustum grunni. Þessi sami grunnur veikist svo enn frekar með hverju árinu vegna flótta íslenskra fyrirtækja í annað og stöðugra vaxtaumhverfi. Samt er það alltaf niðurstaða stjórnvalda að krónan sé ekki vandamálið. Ekki frekar en áfengið. Allt er öðrum að kenna. Er til skammtímalausn? Við Íslendingar höfum lengi leitað leiða til þess að viðhalda hér stöðugleika, en mér sýnist fullreynt að sú leið finnist með séríslenskum aðferðum. Margir hafa gagnrýnt þá sem vilja taka upp annan gjaldmiðil á þann veg að það leysi ekki vanda þeirra sem nú glíma við erfiða stöðu. Ég get alveg tekið undir það, en framtíðin verður að nútíð og börnin okkar munu á endanum njóta þeirra breytinga sem við höfðum kjark til að ráðast í strax. Eins og alkinn sem á endanum horfir stíft í spegilinn þurfum við í sameiningu að taka okkur taki og ákveða að ráðast að rót vandans. Aðeins þannig munum við ná árangri. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Efnahagsmál Viðreisn Fjármál heimilisins Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mér finnst ég oft geta heimfært afneitun alkóhólistans upp á íslenskt samfélag. Þá sérstaklega þegar rætt er um íslensku krónuna og hvort hún geti mögulega verið rót þeirra vandamála sem upp koma í íslensku samfélagi aftur og aftur. Ég þekki afneitun ágætlega eftir að hafa glímt við áfengisfíkn sjálfur fyrir áratugum síðan. Að leita réttlætingar er alkahólistanum svo tamt og það er ekki fyrr en að hann kastar henni fyrir róða að hann á einhvern möguleika á að öðlast bata. Við sem höfum verið í þessum sporum þekkjum vel þá tilfinningu að kenna helst öllu öðru um en okkur sjálfum eftir að hafa drukkið eða dópað of mikið. Vandamálið var aldrei áfengið eða maður sjálfur. Maður hafði bara drukkið aðeins og mikið, verið of þreyttur, svangur eða hreinlega illa fyrir kallaður af einhverjum ástæðum. Venjulega burðaðist maður svo með sektarkenndina fram eftir vikunni uns ný réttlæting fyrir því að fá sér í glas tók yfir. Aftur og aftur, helgi eftir helgi. Sem betur fer rann það upp fyrir mér eftir dúk og disk hvert vandamálið væri í raun og veru. Þá fyrst tókst mér að koma lífinu á réttan kjöl og ná jafnvægi. Segja skilið við áfengið og taka sjálfan mig í gegn. Þá fyrst gerðist eitthvað gott. Ég sé nákvæmlega sömu réttlætinguna - sömu afneitunina - þegar ég hugsa um stormasamt samband íslensks samfélags við krónuna. Hagstjórn í hundrað ár Vegna stöðunnar sem íslensk heimili glíma við í formi hárra vaxta hefur sú umræða orðið háværari að eðlilegt sé að gera samanburð á milli Íslands og þeirra landa sem við viljum helst bera okkur saman við. Við sem norræn þjóð teljum eðlilegt að staða okkar hér sé sambærileg þeim sem búa á hinum Norðurlöndum. En er hún sambærileg? Vextir af húsnæðislánum spila auðvitað stórt hlutverk þegar slíkur samanburður er gerður, þar sem fjárfesting í húsnæði er stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu og vaxtakjörin skipta öllu máli. Þetta er hins vegar núverandi staða: Stýrivextir Verðbólga Ísland 9,25% 6,3% Noregur 4,5% 6,3% Svíþjóð 3,5% 1,7% Danmörk 3,35% 1,0% Finnland 3,0% 0,5% Íslendingar greiða þrefalda, jafnvel fjórfalda, vexti á við það sem íbúar á Norðurlöndum þurfa að greiða. Þannig hefur það verið allan þann tíma sem ég hef verið á vinnumarkaði og þurft að sjá fyrir mér sjálfur. Þeir sem tala fyrir kostum krónunnar halda því fram að aðeins þurfi að breyta hagstjórninni og þá verði þetta í lagi. Til þess þurfi bara alvöru stjórnmálamenn. Vissulega skiptir ábyrg hagstjórn máli en mér er til efs að allir þeir sem komið hafa að hagstjórn landsins síðastliðin hundrað ár hafi verið eintómir skussar. Hvað þá að stjórnmálamenn næstu hundrað ára nái meiri árangri en forverar þeirra án þess að ráðast að rót vandans. Þarna er afneitunin að tala. Hættum að berja hausnum við steininn. Eins og áfengissjúklingurinn sem sífellt leitar réttlætingar á vandamáli sem verður ekki leyst með sömu gömlu meðulunum. Hvað er planið? Nú ber svo við að ungir sjálfstæðismenn kalla eftir því að fá að sjá eitthvað plan. Hafa víst áhyggjur af því að fylgi flokksins sé orðið sambærilegt vaxtakjörum íslenskra heimila. En á meðan ungliðar í sjálfstæðisflokknum hafa áhyggjur af fylgisprósentu, hafa heimilin áhyggjur af vaxtaprósentu. Venjulegt fólk hefur verið að kalla eftir einhverju plani frá stjórnvöldum um árabil án þess að fá svo mikið sem vísi að svari. Það að fleiri óski svara nú mun ekki breyta neinu í þeim efnum á meðan stjórnvöld eru föst í afneitun. Heimilin taka á sig álögur í formi vaxtaokurs sem eingöngu viðgengst hér vegna þess að íslenskur efnahagur hvílir ekki á stöðugum og traustum grunni. Þessi sami grunnur veikist svo enn frekar með hverju árinu vegna flótta íslenskra fyrirtækja í annað og stöðugra vaxtaumhverfi. Samt er það alltaf niðurstaða stjórnvalda að krónan sé ekki vandamálið. Ekki frekar en áfengið. Allt er öðrum að kenna. Er til skammtímalausn? Við Íslendingar höfum lengi leitað leiða til þess að viðhalda hér stöðugleika, en mér sýnist fullreynt að sú leið finnist með séríslenskum aðferðum. Margir hafa gagnrýnt þá sem vilja taka upp annan gjaldmiðil á þann veg að það leysi ekki vanda þeirra sem nú glíma við erfiða stöðu. Ég get alveg tekið undir það, en framtíðin verður að nútíð og börnin okkar munu á endanum njóta þeirra breytinga sem við höfðum kjark til að ráðast í strax. Eins og alkinn sem á endanum horfir stíft í spegilinn þurfum við í sameiningu að taka okkur taki og ákveða að ráðast að rót vandans. Aðeins þannig munum við ná árangri. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun