Er bann við vopnaburði í þéttbýli ekki fyrsta skref? Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. september 2024 12:02 Flestu hugsandi og ábyrgu fólki er löngu farið að blöskra þær tíðu og alvarlegu hnífstunguárásir, sem eru að eiga sér stað í okkar litla samfélagi. Hér er ekki bara verið að meiða og særa fólk, heldur myrða, eins og nýlegt dæmi sannar. Hvaða ófögnuður hefur eiginlega hlaupið okkar unga fólk, gripið það!? Í raun má líkja þessum hnífa- og vopnaburði við hálfgert æði, firringu, þar sem eðlilegri hugsun og skilningi á því, hvað er siðsöm og ábyrg framkoma, er varpað fyrir róða. Virðing við verðgildi lífs og lima annarra, velferð þeirra, fótum troðin. Stórt og vont skref aftur í tímann. Þar glittir í miðaldir. Í „gamla daga“ lentu menn oft í slagsmálum, ekki síst á fylliríi, og meiddu þá ribbaldar oft hvern annan og slösuðu. Var þetta auðvitað nógu ljótt og illt. Munurinn á því, sem þá var, og því, sem nú, er samt sá, að menn fóru í fyrndinni sjaldnast að heiman, á ball eða önnur mannamót, með þau áform í huga, undir það búnir, að meiða eða særa, limlesta, hvað þá drepa, Pétur eða Pál. Nú taka menn hníf, hnúajárn, eða bara skrúfujárn, til handargagns, koma þessu vel fyrir inni á sér, eða í bíl, með þeim skýra ásetningi, að, ef einhver leyfir sér að vera að ybbast eitthvað upp á viðkomandi, þó að ekki sé nema í orðum, þá skuli hann fá að kenna á því, hnífstunga í handlegg, búk eða háls, andlitsbein eða nef brotin með hnúajárni, eða skrúfujárn keyrt jafnvel í gegnum brjósthol og lungu. Skv. nýlegri frétt í MBL, voru útköll sérsveitarinnar, en hún er ekki kvödd til, nema að vopn séu í spilinu, 50 talsins allt árið 2013, en á síðasta ári, 2023, voru þau 461! Í frétt af viðtali við Fjölni Sæmundsson, formann Landssambands lögreglumanna, á RÚV, líka nú í júni, segir m.a. þetta: „Fjölnir segir að harka í samfélaginu hafi aukist og vopnaburður sé orðinn algengari, sem vitanlega hafi mikil áhrif á störf lögreglu og álag. Lögreglumenn eigi fyrst og fremst að huga að eigin öryggi og öryggi borgaranna. Þess vegna sé sérsveit kölluð út oftar en áður“. Líka þetta: „Fjölnir segir að hnífstungur hafi aukist og lögregla finni oft vopn í bílum sem hún stoppi. Það sé alltaf styttra í að vopnum sé beitt, gangi fólk með þau á sér, jafnvel þótt það segist aðeins eiga vopnin sér til varnar. Þetta sé áhyggjuefni“. RÚV átti líka viðtal við Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði, og í frétt af því segir m.a. þetta: „Vopnaburður og ofbeldi er að færast í aukana meðal ungs fólks á Íslandi. Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent við Háskóla Íslands, stóð ásamt fleirum fyrir könnun meðal ungmenna á aldrinum 13 til 16 ára, þar sem vopnaburður var meðal annars kannaður. Þegar börnin voru spurð hvers vegna þau beri vopn var algengasta ástæðan sjálfsvörn. Fæst þeirra ef nokkur ætluðu að nota vopnið til að ráðast á einhvern“. Þetta virðist sýna ljóst, að vítahringur sé að myndast meðal unglinga hér, hvað varðar vopnaburð. Fleiri og fleiri gangi út frá því, að aðrir beri vopn, og þessvegna telja þeir sig þurfa, að bera vopn sjálfir. Ég efast þó um, að þetta sé rétt heildarmynd. Skyldi enginn hafa vopnað sig til þess eins að geta ráðist á aðra, að fyrra bragði, án þess, að á hann sjálfan væri ráðist með vopnum!? Er þessi vopnaburður unglinga ekki líka, alla vega að nokkru leyti, hluti af einhverri ofbeldis- og drottnunarhneigð og ómenningu!? Nóg virðist vera af meiðingum, særingum og drápum, án þess, að fórnarlambið sjálft hafi beitt vopni. Ef ég skil atburðarásina á Menningarnótt rétt, réðist þar 16-ára unglingur á 2 óvopnaðar og varnarlausar stúlkur og óvopnaðan palestínskan dreng, sem öll voru að reyna að forða sér í bíl, virðist árásadrengur meira að segja hafa brotið rúðu í bílnum til að geta komið hnífstungum á þau, og það í slíkum mæli, að önnur stúlkan lézt. Raunar- og hörmungarsaga! Áfall! Þar með dettur auðvitað botninn nokkuð úr þeiri túlkun og fullyrðingu, að unglingar vopni sig bara í sjálfsvarnarskyni. Doktorinn talar um „viðeigandi úrræði“. Það eru mikið notuð orð, vinsæl og vel meint, en hver á að standa fyrir þeim úrræðum, hvernig á að fá vandræðagripina inn í þau og hvaðan eiga peningarnir að koma? Það er hætt við, að þessi leið, þó að sjálfsögð og góð kunni að vera, sé seinfarin og lagi fátt til skamms tíma. Það vantar líka „viðeigandi úrræði“ víða. Fyrir mér er hér engin leið fær og virk, nema afgerandi og skýrar aðgerðir, sem gripið verður til strax. Banna þarf vopnaburð hverskonar í þéttbýli, opinberlega, utan heimilis og vinnustaðar, með sérstakri áherzlu á samkomur og mannamót, skemmtistaði og skóla. Brot varði háum sektum, ég hefði lagt til 100.000 krónur. Sveitar- og bæjarfélög verða að standa fyrir slíku banni, og svo þyrfti dómsmálaráherra trúlega að koma að málinum með lagasetningu. Löggæzla yrði að vera svipuð og nú er varðandi bann við ölvunarakstri, vímuefnabrotum o.a.þ., nema hvað foreldrar, skólar, sveitarfélög og lögregla yrðu að stilla sig inn á sérstakt átak í byrjun, fyrstu misseri, banns. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skotvopn Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Flestu hugsandi og ábyrgu fólki er löngu farið að blöskra þær tíðu og alvarlegu hnífstunguárásir, sem eru að eiga sér stað í okkar litla samfélagi. Hér er ekki bara verið að meiða og særa fólk, heldur myrða, eins og nýlegt dæmi sannar. Hvaða ófögnuður hefur eiginlega hlaupið okkar unga fólk, gripið það!? Í raun má líkja þessum hnífa- og vopnaburði við hálfgert æði, firringu, þar sem eðlilegri hugsun og skilningi á því, hvað er siðsöm og ábyrg framkoma, er varpað fyrir róða. Virðing við verðgildi lífs og lima annarra, velferð þeirra, fótum troðin. Stórt og vont skref aftur í tímann. Þar glittir í miðaldir. Í „gamla daga“ lentu menn oft í slagsmálum, ekki síst á fylliríi, og meiddu þá ribbaldar oft hvern annan og slösuðu. Var þetta auðvitað nógu ljótt og illt. Munurinn á því, sem þá var, og því, sem nú, er samt sá, að menn fóru í fyrndinni sjaldnast að heiman, á ball eða önnur mannamót, með þau áform í huga, undir það búnir, að meiða eða særa, limlesta, hvað þá drepa, Pétur eða Pál. Nú taka menn hníf, hnúajárn, eða bara skrúfujárn, til handargagns, koma þessu vel fyrir inni á sér, eða í bíl, með þeim skýra ásetningi, að, ef einhver leyfir sér að vera að ybbast eitthvað upp á viðkomandi, þó að ekki sé nema í orðum, þá skuli hann fá að kenna á því, hnífstunga í handlegg, búk eða háls, andlitsbein eða nef brotin með hnúajárni, eða skrúfujárn keyrt jafnvel í gegnum brjósthol og lungu. Skv. nýlegri frétt í MBL, voru útköll sérsveitarinnar, en hún er ekki kvödd til, nema að vopn séu í spilinu, 50 talsins allt árið 2013, en á síðasta ári, 2023, voru þau 461! Í frétt af viðtali við Fjölni Sæmundsson, formann Landssambands lögreglumanna, á RÚV, líka nú í júni, segir m.a. þetta: „Fjölnir segir að harka í samfélaginu hafi aukist og vopnaburður sé orðinn algengari, sem vitanlega hafi mikil áhrif á störf lögreglu og álag. Lögreglumenn eigi fyrst og fremst að huga að eigin öryggi og öryggi borgaranna. Þess vegna sé sérsveit kölluð út oftar en áður“. Líka þetta: „Fjölnir segir að hnífstungur hafi aukist og lögregla finni oft vopn í bílum sem hún stoppi. Það sé alltaf styttra í að vopnum sé beitt, gangi fólk með þau á sér, jafnvel þótt það segist aðeins eiga vopnin sér til varnar. Þetta sé áhyggjuefni“. RÚV átti líka viðtal við Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði, og í frétt af því segir m.a. þetta: „Vopnaburður og ofbeldi er að færast í aukana meðal ungs fólks á Íslandi. Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent við Háskóla Íslands, stóð ásamt fleirum fyrir könnun meðal ungmenna á aldrinum 13 til 16 ára, þar sem vopnaburður var meðal annars kannaður. Þegar börnin voru spurð hvers vegna þau beri vopn var algengasta ástæðan sjálfsvörn. Fæst þeirra ef nokkur ætluðu að nota vopnið til að ráðast á einhvern“. Þetta virðist sýna ljóst, að vítahringur sé að myndast meðal unglinga hér, hvað varðar vopnaburð. Fleiri og fleiri gangi út frá því, að aðrir beri vopn, og þessvegna telja þeir sig þurfa, að bera vopn sjálfir. Ég efast þó um, að þetta sé rétt heildarmynd. Skyldi enginn hafa vopnað sig til þess eins að geta ráðist á aðra, að fyrra bragði, án þess, að á hann sjálfan væri ráðist með vopnum!? Er þessi vopnaburður unglinga ekki líka, alla vega að nokkru leyti, hluti af einhverri ofbeldis- og drottnunarhneigð og ómenningu!? Nóg virðist vera af meiðingum, særingum og drápum, án þess, að fórnarlambið sjálft hafi beitt vopni. Ef ég skil atburðarásina á Menningarnótt rétt, réðist þar 16-ára unglingur á 2 óvopnaðar og varnarlausar stúlkur og óvopnaðan palestínskan dreng, sem öll voru að reyna að forða sér í bíl, virðist árásadrengur meira að segja hafa brotið rúðu í bílnum til að geta komið hnífstungum á þau, og það í slíkum mæli, að önnur stúlkan lézt. Raunar- og hörmungarsaga! Áfall! Þar með dettur auðvitað botninn nokkuð úr þeiri túlkun og fullyrðingu, að unglingar vopni sig bara í sjálfsvarnarskyni. Doktorinn talar um „viðeigandi úrræði“. Það eru mikið notuð orð, vinsæl og vel meint, en hver á að standa fyrir þeim úrræðum, hvernig á að fá vandræðagripina inn í þau og hvaðan eiga peningarnir að koma? Það er hætt við, að þessi leið, þó að sjálfsögð og góð kunni að vera, sé seinfarin og lagi fátt til skamms tíma. Það vantar líka „viðeigandi úrræði“ víða. Fyrir mér er hér engin leið fær og virk, nema afgerandi og skýrar aðgerðir, sem gripið verður til strax. Banna þarf vopnaburð hverskonar í þéttbýli, opinberlega, utan heimilis og vinnustaðar, með sérstakri áherzlu á samkomur og mannamót, skemmtistaði og skóla. Brot varði háum sektum, ég hefði lagt til 100.000 krónur. Sveitar- og bæjarfélög verða að standa fyrir slíku banni, og svo þyrfti dómsmálaráherra trúlega að koma að málinum með lagasetningu. Löggæzla yrði að vera svipuð og nú er varðandi bann við ölvunarakstri, vímuefnabrotum o.a.þ., nema hvað foreldrar, skólar, sveitarfélög og lögregla yrðu að stilla sig inn á sérstakt átak í byrjun, fyrstu misseri, banns. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar