Kennarar í lykilhlutverki í námi og starfi barnanna Þorsteinn Sæberg skrifar 3. september 2024 11:03 Þá er fyrstu viku nýs skólaárs lokið og framundan skólaárið 2024-2025 með fjölbreyttum áskorunum og tækifærum fyrir alla aðila skólasamfélagsins. „Sumarið er tíminn“ segir í þekktu dægurlagi og sannarlega finnum við flest hversu mikilvægt það er fyrir okkur að njóta þess sem sumarið á Íslandi býður upp á með sinni auknu birtu og breytta veðurfari. Þá fjölgar oftar en ekki samverustundum fjölskyldunnar og frjálsræði eykst í víðum skilningi með aukinni útiveru, útileikjum og ferðalögum innan- og utanlands. Þegar kemur að skólabyrjun barnanna okkar á haustin fer samfélagið í ákveðinn gír. Líf fjölskyldunnar er skipulagt í kringum skólatíma barnanna og þeirra tómstunda sem börnin sinna auk þess sem foreldrar þurfa að sinna því margþætta verkefni sem fylgir því að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Samfélaginu þar sem segja má að skólinn sé kjarninn. Þar eiga börnin rétt á menntun í samræmi við aldur sinn og þroska gegnum mismunandi skólastig leik-, grunn- og framhaldsskóla, en á þeirri leið er byggt undir þann grunn sem skapar tækifærin sem bíða þeirra í framhaldsnámi og á fullorðinsárum. Virkni barnanna okkar í samfélagi framtíðar ræðst að stórum hluta af þeirri menntun sem skólakerfið okkar veitir þeim. Í skólakerfi okkar starfar fjölbreyttur hópur starfsmanna sem brenna fyrir störfum sínum og þeim fjölbreyttu verkefnum sem skólastarfinu fylgja. Fólk sem veit að öflugt skólastarf skilar sér í betri menntun og aukinni vellíðan fyrir börnin okkar. Fólk sem veit einnig að stöðugleiki í starfinu og námi barnanna skilar sér margfalt til samfélagsins. Skólastjórar hafa það hlutverk að stjórna skólunum okkar, veita þeim faglega forystu um leið og þeir bera ábyrgð á starfi þeirra. Skólastjórnendur stuðla að samstarfi aðila skólasamfélagsins og framfylgja þeirri stefnumótun sem skólastarfið byggir á, markmiðum, námskrám og ekki síst þeirri þekkingu og fagmennsku sem þróast innan hvers skóla. Framkvæmd stefnumótunar og árangursríkt skólastarf byggir á stöðugleika í starfsmannahaldi sem verður sífellt meiri áskorun fyrir stjórnendur í skólum landsins. Nú við upphaf nýs skólaárs er staða starfsmannamála áhyggjuefni en strax á vormánuðum fór að bera á fjölda auglýsinga þar sem auglýst var eftir kennurum og stjórnendum skóla. Hallað hefur undan fæti á undanförnum árum og á síðasta skólaári var staðan sú að 1 af hverjum 5 sem starfaði við kennslu í grunnskólum, eða um 20%, var án kennsluréttinda. Þetta hlutfall hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og búast má við að hlutfallið hækki enn frekar á þessu skólaári. Um er að ræða meðaltal fyrir landið en hlutfall þeirra sem eru með réttindi til kennslu er mjög misjafnt eftir landshlutum. Starfsmannavelta á skólatíma hefur aukist sem valdið hefur tímabundnu rofi í skipulagi starfsins og hefur eðlilega haft áhrif á börnin og ekki síður á starf stjórnenda sem bera ábyrgð á mönnun og skipulagi. Þessi staða er líklega ein ástæða þess hversu illa gengur orðið að manna stöður stjórnenda, en stöðugleiki í stjórnendateymum skóla er mikilvægur fyrir aukin gæði, betri ákvarðanatöku og markvissari stefnumótun. Eins og áður sagði skiptir stöðugleiki í skólastarfi verulegu máli og er í raun grunnurinn að auknum gæðum í skólastarfi. Eitt mikilvægasta verkefni skólastjórnenda er að fá hæfa kennara til starfa og sú þróun sem við höfum séð undanfarið um sífellt hærra hlutfall ófaglærðra í skólastarfi er þróun sem við verðum sem samfélag að snúa við. Það er ljóst að í skólastarfi eru kennarar í lykilhlutverki í námi og starfi barnanna. Verkefnið framundan þarfnast samstöðu okkar allra þar sem við setjum áhersluna að bættu skólastarfi á Íslandi til framtíðar fyrst og fremst á það markmið að fjárfesta í kennurum, samfélaginu og börnunum okkar til heilla. Höfundur er formaður Skólastjórafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Þá er fyrstu viku nýs skólaárs lokið og framundan skólaárið 2024-2025 með fjölbreyttum áskorunum og tækifærum fyrir alla aðila skólasamfélagsins. „Sumarið er tíminn“ segir í þekktu dægurlagi og sannarlega finnum við flest hversu mikilvægt það er fyrir okkur að njóta þess sem sumarið á Íslandi býður upp á með sinni auknu birtu og breytta veðurfari. Þá fjölgar oftar en ekki samverustundum fjölskyldunnar og frjálsræði eykst í víðum skilningi með aukinni útiveru, útileikjum og ferðalögum innan- og utanlands. Þegar kemur að skólabyrjun barnanna okkar á haustin fer samfélagið í ákveðinn gír. Líf fjölskyldunnar er skipulagt í kringum skólatíma barnanna og þeirra tómstunda sem börnin sinna auk þess sem foreldrar þurfa að sinna því margþætta verkefni sem fylgir því að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Samfélaginu þar sem segja má að skólinn sé kjarninn. Þar eiga börnin rétt á menntun í samræmi við aldur sinn og þroska gegnum mismunandi skólastig leik-, grunn- og framhaldsskóla, en á þeirri leið er byggt undir þann grunn sem skapar tækifærin sem bíða þeirra í framhaldsnámi og á fullorðinsárum. Virkni barnanna okkar í samfélagi framtíðar ræðst að stórum hluta af þeirri menntun sem skólakerfið okkar veitir þeim. Í skólakerfi okkar starfar fjölbreyttur hópur starfsmanna sem brenna fyrir störfum sínum og þeim fjölbreyttu verkefnum sem skólastarfinu fylgja. Fólk sem veit að öflugt skólastarf skilar sér í betri menntun og aukinni vellíðan fyrir börnin okkar. Fólk sem veit einnig að stöðugleiki í starfinu og námi barnanna skilar sér margfalt til samfélagsins. Skólastjórar hafa það hlutverk að stjórna skólunum okkar, veita þeim faglega forystu um leið og þeir bera ábyrgð á starfi þeirra. Skólastjórnendur stuðla að samstarfi aðila skólasamfélagsins og framfylgja þeirri stefnumótun sem skólastarfið byggir á, markmiðum, námskrám og ekki síst þeirri þekkingu og fagmennsku sem þróast innan hvers skóla. Framkvæmd stefnumótunar og árangursríkt skólastarf byggir á stöðugleika í starfsmannahaldi sem verður sífellt meiri áskorun fyrir stjórnendur í skólum landsins. Nú við upphaf nýs skólaárs er staða starfsmannamála áhyggjuefni en strax á vormánuðum fór að bera á fjölda auglýsinga þar sem auglýst var eftir kennurum og stjórnendum skóla. Hallað hefur undan fæti á undanförnum árum og á síðasta skólaári var staðan sú að 1 af hverjum 5 sem starfaði við kennslu í grunnskólum, eða um 20%, var án kennsluréttinda. Þetta hlutfall hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og búast má við að hlutfallið hækki enn frekar á þessu skólaári. Um er að ræða meðaltal fyrir landið en hlutfall þeirra sem eru með réttindi til kennslu er mjög misjafnt eftir landshlutum. Starfsmannavelta á skólatíma hefur aukist sem valdið hefur tímabundnu rofi í skipulagi starfsins og hefur eðlilega haft áhrif á börnin og ekki síður á starf stjórnenda sem bera ábyrgð á mönnun og skipulagi. Þessi staða er líklega ein ástæða þess hversu illa gengur orðið að manna stöður stjórnenda, en stöðugleiki í stjórnendateymum skóla er mikilvægur fyrir aukin gæði, betri ákvarðanatöku og markvissari stefnumótun. Eins og áður sagði skiptir stöðugleiki í skólastarfi verulegu máli og er í raun grunnurinn að auknum gæðum í skólastarfi. Eitt mikilvægasta verkefni skólastjórnenda er að fá hæfa kennara til starfa og sú þróun sem við höfum séð undanfarið um sífellt hærra hlutfall ófaglærðra í skólastarfi er þróun sem við verðum sem samfélag að snúa við. Það er ljóst að í skólastarfi eru kennarar í lykilhlutverki í námi og starfi barnanna. Verkefnið framundan þarfnast samstöðu okkar allra þar sem við setjum áhersluna að bættu skólastarfi á Íslandi til framtíðar fyrst og fremst á það markmið að fjárfesta í kennurum, samfélaginu og börnunum okkar til heilla. Höfundur er formaður Skólastjórafélags Íslands.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun