Við verðum að taka afstöðu NÚNA – Til að breyta framtíðinni okkar, því brotið fólk brýtur fólk! Steindór Þórarinsson skrifar 2. september 2024 15:00 Það hefur verið mikið talað um ofbeldisölduna sem hefur riðið yfir litla landið okkar á undanförnum misserum. Þegar ung stúlka missir lífið á menningarnótt, þá er það ekki bara sorglegt mál heldur er það vakning. Þetta er hróp á hjálp, hróp sem við verðum öll að hlusta á, sama hver staða okkar er í samfélaginu. Hvað er að gerast með unga fólkið okkar? Hvernig getum við, sem foreldrar, leiðbeinendur, og sem samfélag, brugðist við? Að læra á tilfinningar sínar, þeirra stærsta vopn Það er svo mikilvægt að skilja eitt: tilfinningar eru ekki óvinur okkar. Þær eru styrkur okkar, leiðarljós sem sýnir okkur hver við erum og hvað skiptir okkur máli. Þó að þær geti verið yfirþyrmandi, eins og reiði, sorg eða vonleysi, þá er það hvernig við veljum að bregðast við þeim sem mótar framtíð okkar. Það er ekkert veikleika merki að líða illa. Þvert á móti, það er merki um að þú ert mannlegur, lifandi, og með fullan rétt á að upplifa lífið í allri sinni fjölbreytni. Við þurfum að kenna unga fólkinu þetta, og skoða þetta í okkar eigin lífi. Ef þér líður illa, leitaðu hjálpar. Það er styrkur, ekki veikleiki. Við eigum það til að hugsa að við þurfum að taka okkur saman, að það sé eitthvað rangt við að finna fyrir tilfinningum, sérstaklega þegar þær eru sterkar. En það er algerlega rangt. Ef þú ert að berjast við tilfinningar sem þú átt erfitt með að stjórna, þá er fyrsta skrefið að viðurkenna þær. Að leita eftir hjálp er ekki veikleika merki, það er eitt af sterkustu skrefum sem þú getur tekið. Talaðu við einhvern – vin, fjölskyldumeðlim, fagmann – það er alltaf einhver til staðar sem er tilbúinn að hlusta. Við þurfum að sýna gott fordæmi og líta í eigin hegðun, en á sama tíma að koma þessu til unga fólksins líka! Foreldrar, verum vakandi – þetta er okkar ábyrgð líka Við verðum að horfast í augu við það að börnin okkar þurfa á okkur að halda meira en nokkru sinni fyrr. Þetta er ekki bara þeirra barátta, þetta er okkar allra barátta. Ef við lítum undan, þá erum við að leyfa hatrinu og ofbeldinu að ná rótum. Við verðum að vera til staðar fyrir börnin okkar, að hlusta á þau, skilja þau, og styðja þau í að finna styrk sinn og stað í lífinu. Þau þurfa ekki bara á reglunum okkar að halda, þau þurfa á kærleikanum okkar að halda. Við verðum að sýna þeim að tilfinningar eru eðlilegar og að það er í lagi að tala um þær. Samfélag – Stöndum saman í kærleika og samkennd Ef við ætlum að breyta þessari þróun, þá verðum við öll að taka höndum saman. Hatrið sem við sjáum blossa upp er aðeins spegilmynd af samfélaginu sem við höfum skapað. Við verðum að leggja áherslu á jákvæð gildi, að læra af mistökum okkar og horfa inn á við. Samkennd, kærleikur og umhyggja þetta eru ekki bara falleg orð, þau eru grunnstoðir heilbrigðs samfélags. Við þurfum að vera fyrirmyndir fyrir unga fólkið okkar. Ekki með ofbeldi eða hatri, heldur með því að sýna þeim leiðina til kærleika og virðingar. Það sem þú gerir skiptir máli. Hvernig þú talar við aðra, hvernig þú bregst við þegar þú sérð einhvern í erfiðleikum þetta er það sem mun móta framtíðina okkar. Það byrjar hjá þér, hjá okkur öllum. Ef við viljum sjá breytingu, þá verðum við sjálf að vera breytingin. Ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar Að stinga einhvern, að beita ofbeldi, er ekki bara eitthvað sem gerist í augnablikinu. Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir geranda sem og fórnarlömb, fjölskyldur beggja aðila sem og fyrir allt samfélagið. Þetta er ekki bara ein afleiðing, heldur keðjuverkun sem getur skemmt líf fjölda fólks. Við verðum að hætta að horfa á þetta sem einangrað tilfelli og átta okkur á því að þetta er okkar ábyrgð. Við erum öll hluti af þessu samfélagi og það er undir okkur komið að snúa þessari þróun við. Við getum breytt þessu, saman Við verðum að hætta að horfa í hina áttina. Við verðum að taka afstöðu NÚNA. Þetta er ekki eitthvað sem við getum sett á ís eða beðið með. Börnin okkar, framtíðin okkar, þurfa á okkur að halda. Það byrjar með okkur, og það byrjar með því að við lærum á tilfinningar okkar, tökum ábyrgð á gjörðum okkar og stöndum saman í kærleika og samkennd. Breytingin byrjar hér. Hún byrjar núna. Hún byrjar með þér. Lífið er dýrmætt, og saman getum við byggt upp samfélag þar sem það er metið að verðleikum. Verum sterk, verum hugrökk, og verum til staðar fyrir okkur sjálf, fyrir börnin okkar, og fyrir framtíðina. „Ef þú vilt breyta heiminum, farðu heim og elskaðu fjölskylduna þína.” Móðir Teresa Höfundur er ICF viðurkenndur markþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikið talað um ofbeldisölduna sem hefur riðið yfir litla landið okkar á undanförnum misserum. Þegar ung stúlka missir lífið á menningarnótt, þá er það ekki bara sorglegt mál heldur er það vakning. Þetta er hróp á hjálp, hróp sem við verðum öll að hlusta á, sama hver staða okkar er í samfélaginu. Hvað er að gerast með unga fólkið okkar? Hvernig getum við, sem foreldrar, leiðbeinendur, og sem samfélag, brugðist við? Að læra á tilfinningar sínar, þeirra stærsta vopn Það er svo mikilvægt að skilja eitt: tilfinningar eru ekki óvinur okkar. Þær eru styrkur okkar, leiðarljós sem sýnir okkur hver við erum og hvað skiptir okkur máli. Þó að þær geti verið yfirþyrmandi, eins og reiði, sorg eða vonleysi, þá er það hvernig við veljum að bregðast við þeim sem mótar framtíð okkar. Það er ekkert veikleika merki að líða illa. Þvert á móti, það er merki um að þú ert mannlegur, lifandi, og með fullan rétt á að upplifa lífið í allri sinni fjölbreytni. Við þurfum að kenna unga fólkinu þetta, og skoða þetta í okkar eigin lífi. Ef þér líður illa, leitaðu hjálpar. Það er styrkur, ekki veikleiki. Við eigum það til að hugsa að við þurfum að taka okkur saman, að það sé eitthvað rangt við að finna fyrir tilfinningum, sérstaklega þegar þær eru sterkar. En það er algerlega rangt. Ef þú ert að berjast við tilfinningar sem þú átt erfitt með að stjórna, þá er fyrsta skrefið að viðurkenna þær. Að leita eftir hjálp er ekki veikleika merki, það er eitt af sterkustu skrefum sem þú getur tekið. Talaðu við einhvern – vin, fjölskyldumeðlim, fagmann – það er alltaf einhver til staðar sem er tilbúinn að hlusta. Við þurfum að sýna gott fordæmi og líta í eigin hegðun, en á sama tíma að koma þessu til unga fólksins líka! Foreldrar, verum vakandi – þetta er okkar ábyrgð líka Við verðum að horfast í augu við það að börnin okkar þurfa á okkur að halda meira en nokkru sinni fyrr. Þetta er ekki bara þeirra barátta, þetta er okkar allra barátta. Ef við lítum undan, þá erum við að leyfa hatrinu og ofbeldinu að ná rótum. Við verðum að vera til staðar fyrir börnin okkar, að hlusta á þau, skilja þau, og styðja þau í að finna styrk sinn og stað í lífinu. Þau þurfa ekki bara á reglunum okkar að halda, þau þurfa á kærleikanum okkar að halda. Við verðum að sýna þeim að tilfinningar eru eðlilegar og að það er í lagi að tala um þær. Samfélag – Stöndum saman í kærleika og samkennd Ef við ætlum að breyta þessari þróun, þá verðum við öll að taka höndum saman. Hatrið sem við sjáum blossa upp er aðeins spegilmynd af samfélaginu sem við höfum skapað. Við verðum að leggja áherslu á jákvæð gildi, að læra af mistökum okkar og horfa inn á við. Samkennd, kærleikur og umhyggja þetta eru ekki bara falleg orð, þau eru grunnstoðir heilbrigðs samfélags. Við þurfum að vera fyrirmyndir fyrir unga fólkið okkar. Ekki með ofbeldi eða hatri, heldur með því að sýna þeim leiðina til kærleika og virðingar. Það sem þú gerir skiptir máli. Hvernig þú talar við aðra, hvernig þú bregst við þegar þú sérð einhvern í erfiðleikum þetta er það sem mun móta framtíðina okkar. Það byrjar hjá þér, hjá okkur öllum. Ef við viljum sjá breytingu, þá verðum við sjálf að vera breytingin. Ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar Að stinga einhvern, að beita ofbeldi, er ekki bara eitthvað sem gerist í augnablikinu. Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir geranda sem og fórnarlömb, fjölskyldur beggja aðila sem og fyrir allt samfélagið. Þetta er ekki bara ein afleiðing, heldur keðjuverkun sem getur skemmt líf fjölda fólks. Við verðum að hætta að horfa á þetta sem einangrað tilfelli og átta okkur á því að þetta er okkar ábyrgð. Við erum öll hluti af þessu samfélagi og það er undir okkur komið að snúa þessari þróun við. Við getum breytt þessu, saman Við verðum að hætta að horfa í hina áttina. Við verðum að taka afstöðu NÚNA. Þetta er ekki eitthvað sem við getum sett á ís eða beðið með. Börnin okkar, framtíðin okkar, þurfa á okkur að halda. Það byrjar með okkur, og það byrjar með því að við lærum á tilfinningar okkar, tökum ábyrgð á gjörðum okkar og stöndum saman í kærleika og samkennd. Breytingin byrjar hér. Hún byrjar núna. Hún byrjar með þér. Lífið er dýrmætt, og saman getum við byggt upp samfélag þar sem það er metið að verðleikum. Verum sterk, verum hugrökk, og verum til staðar fyrir okkur sjálf, fyrir börnin okkar, og fyrir framtíðina. „Ef þú vilt breyta heiminum, farðu heim og elskaðu fjölskylduna þína.” Móðir Teresa Höfundur er ICF viðurkenndur markþjálfi.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun