Getum við sparað saman? Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 31. ágúst 2024 08:30 Við erum stöðugt að velta því fyrir okkur hvar sé hægt að gera betur í ríkisrekstri og spara fjármuni. Hvar má fara betur með fjármuni almennings? Það hafa ýmsir uppi miklar hugmyndir sem þó eru settar í þann eina búning að báknið sé stöðugt að þenjast út og það þurfi að koma í veg fyrir það án nokkurra tillagna. Vissulega er umfang hins opinbera meira þegar fólki fjölgar jafn hratt og verið hefur undanfarin ár. Það sést best á auknu álagi á heilbrigðis- og velferðarkerfi þjóðarinnar, auknum starfsmannafjölda á öllum skólastigum og svo framvegis. Ég held samt sem áður að víða sé hægt að gera betur og hef m.a. á síðustu árum lagt fram tillögu þess efnis. Aukið samstarf og sameiningar opinberra stofnana og fyrirtækja Á liðnum þingum hef ég lagt fram tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu klasa opinberra fyrirtækja og stofnana. Það er rétt að fara stuttlega yfir innihalda tillögunnar því á yfirskrift hennar mætti gera ráð fyrir að hér væri á ferð tillaga þess efnis að setja á fót nýja stofnun, þá til viðbótar við þær fjölmörgu sem nú þegar eru til staðar; sem margar eru tiltölulega litlar. En þvert á móti er hér um að ræða tillögu þess efnis að stjórnvöldum verði falið að koma opinberum stofnum og fyrirtækjum fyrir á sama stað (undir einu þaki) til þess að ná fram rekstrarlegri hagræðingu og öðrum samlegðaráhrifum. Hér má nýta hugmyndafræði klasasamstarfs, sem farið hefur vaxandi á undanförnum árum, til að efla samvinnu og samstarf opinberra stofnana og fyrirtækja ásamt því að ná fram hagræðingu. Síðast en ekki síst að færa núverandi ástand til betri vegar. Hin augljósa hagræðing og þau samlegðaráhrif sem myndu nást fram væru til að mynda með sameiginlegum rekstri tölvukerfa, móttöku, mötuneytis, húsnæðis og betri nýtingu mannauðs. Í mínum huga er hér algjörlega vannýtt dauðafæri til að hagræða enn frekar í ríkisrekstri og bæta skipulag á mörgum sviðum með sameiningu og auknu samstarfi opinberra stofnana og fyrirtækja. Samgöngu- og umhverfismál Skynsamlegast væri að staðsetja slíka klasa þar sem umferðarmannvirki nýtast betur, í þeim skilningi að umferð verði vísað í gagnstæða átt við mestan umferðarþunga snemma morguns og síðdegis. Hver kannast ekki við það ástand? Þá er rétt að horfa til staðsetningar þar sem finna má hágæðaalmenningssamgöngur. Þannig nýtast umferðarmannvirki vel og við minnkum álag og spörum tíma fólks. Hér er því ekki bara um almenna hagræðingu að ræða, eða stórt samgönguverkefni, heldur einnig mikilvægt innlegg í umhverfismálin. Talandi um dauðafæri, þá væri það í raun sjálfsmark ef Alþingi samþykkir ekki tillögu sem þessa. Í lokin er rétt að nefna að ég hef tekið vel í allar tillögur sem miða að sama markmiði og hér er farið yfir. Þær hafa hins vegar verið of fáar og of litlar. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Rekstur hins opinbera Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Við erum stöðugt að velta því fyrir okkur hvar sé hægt að gera betur í ríkisrekstri og spara fjármuni. Hvar má fara betur með fjármuni almennings? Það hafa ýmsir uppi miklar hugmyndir sem þó eru settar í þann eina búning að báknið sé stöðugt að þenjast út og það þurfi að koma í veg fyrir það án nokkurra tillagna. Vissulega er umfang hins opinbera meira þegar fólki fjölgar jafn hratt og verið hefur undanfarin ár. Það sést best á auknu álagi á heilbrigðis- og velferðarkerfi þjóðarinnar, auknum starfsmannafjölda á öllum skólastigum og svo framvegis. Ég held samt sem áður að víða sé hægt að gera betur og hef m.a. á síðustu árum lagt fram tillögu þess efnis. Aukið samstarf og sameiningar opinberra stofnana og fyrirtækja Á liðnum þingum hef ég lagt fram tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu klasa opinberra fyrirtækja og stofnana. Það er rétt að fara stuttlega yfir innihalda tillögunnar því á yfirskrift hennar mætti gera ráð fyrir að hér væri á ferð tillaga þess efnis að setja á fót nýja stofnun, þá til viðbótar við þær fjölmörgu sem nú þegar eru til staðar; sem margar eru tiltölulega litlar. En þvert á móti er hér um að ræða tillögu þess efnis að stjórnvöldum verði falið að koma opinberum stofnum og fyrirtækjum fyrir á sama stað (undir einu þaki) til þess að ná fram rekstrarlegri hagræðingu og öðrum samlegðaráhrifum. Hér má nýta hugmyndafræði klasasamstarfs, sem farið hefur vaxandi á undanförnum árum, til að efla samvinnu og samstarf opinberra stofnana og fyrirtækja ásamt því að ná fram hagræðingu. Síðast en ekki síst að færa núverandi ástand til betri vegar. Hin augljósa hagræðing og þau samlegðaráhrif sem myndu nást fram væru til að mynda með sameiginlegum rekstri tölvukerfa, móttöku, mötuneytis, húsnæðis og betri nýtingu mannauðs. Í mínum huga er hér algjörlega vannýtt dauðafæri til að hagræða enn frekar í ríkisrekstri og bæta skipulag á mörgum sviðum með sameiningu og auknu samstarfi opinberra stofnana og fyrirtækja. Samgöngu- og umhverfismál Skynsamlegast væri að staðsetja slíka klasa þar sem umferðarmannvirki nýtast betur, í þeim skilningi að umferð verði vísað í gagnstæða átt við mestan umferðarþunga snemma morguns og síðdegis. Hver kannast ekki við það ástand? Þá er rétt að horfa til staðsetningar þar sem finna má hágæðaalmenningssamgöngur. Þannig nýtast umferðarmannvirki vel og við minnkum álag og spörum tíma fólks. Hér er því ekki bara um almenna hagræðingu að ræða, eða stórt samgönguverkefni, heldur einnig mikilvægt innlegg í umhverfismálin. Talandi um dauðafæri, þá væri það í raun sjálfsmark ef Alþingi samþykkir ekki tillögu sem þessa. Í lokin er rétt að nefna að ég hef tekið vel í allar tillögur sem miða að sama markmiði og hér er farið yfir. Þær hafa hins vegar verið of fáar og of litlar. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun