Má búa í húsum? Baldur Karl Magnússon skrifar 30. ágúst 2024 16:31 Reykjavík er iðandi og fjölbreytt borg með mörg skemmtileg einkenni sem finnast hvergi annars staðar. Allt frá hinum þrönga miðbæjarreit í Kvosinni og upp á Skólavörðuholtið, fjölskyldustemningunni í Hlíðunum og Laugardalnum og upp í úthverfin með fjallasýnina í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal. Meira að segja á Kjalarnesi er að þroskast snotur byggðakjarni sem er þó alveg jafn mikill hluti af Reykjavík og Laugavegurinn og Hverfisgatan. Fólkið sem býr í Reykjavík skapar mannlífið og menninguna í borginni. En í Reykjavík er líka fullt af fólki sem ekki býr í borginni. Þar koma gestir sem við bjóðum velkomna, alveg sama hvort þau eru frá Kópavogi, Kirkjubæjarklaustri eða Kína. Það er líka hluti af menningunni og því sem gerir borgina spennandi. Að labba niður Laugaveginn og telja tungumálin er skemmtilegur leikur og ég veit ekki en að flestum þeim sem þar búa (mér a.m.k.) finnist túristaflóran ágætis viðbót við hinn sístækkandi miðbæ. Nýi nágranninn En breytingum fylgja áskoranir. Það þarf ekki að vera slæmt út af fyrir sig en engu að síður skapast ýmis verkefni sem þarf að leysa. Meðal þeirra er stærsti nýi nágranninn í hverfinu, AirBnb. Hann er um margt ólíkur hinum íbúunum í miðbænum og hefur tilvist hans á undanförnum árum breytt verulega ákveðnum undirstöðum fasteignamarkaðarins miðsvæðis í Reykjavík. Ráðandi verðþáttur í verði eigna hefur færst frá því hverju hefðbundin fjölskylda hefur efni á og yfir í það hversu fljótt er hægt að borga upp arðbæra fjárfestingu í skammtímaleigu. Lítið hús með þremur svefnherbergjum er nú verðmætara sem tvær útleigueiningar fyrir ferðamenn í skammtímaleigu heldur en fyrir fjögurra manna fjölskyldu í leit að heimili. Fjárhagslegt virði hússins til útleigu fyrir leigusalann verður alltaf meira en fjölskyldan hefur efni á að greiða. Afleiðingin af þessu er að þessi nýi nágranni býr í sífellt fleiri húsum miðsvæðis í Reykjavík. Fyrir utan þessa verðsamkeppni þá býr eftirspurn nýja nágrannans til þrýsting á húsnæðismarkaði sem ýtir upp fasteignaverði og leiguverði, ekki bara í miðbænum heldur á höfuðborgarsvæðinu öllu. Hvað þá? Spurningin sem eftir stendur er kannski þessi: Ætlum við að hafa áfram fólk með fasta búsetu í miðbænum, eða eftirláta hann alveg nýja nágrannanum? Í Reykjavík ferðamannsins gætu þeir spókað sig á göngu, keypt sér ískápasegla í gjafabúð, pantað mat af matseðli á ensku og hitt hvor aðra á göngu í Þingholtunum. En ég velti fyrir mér hvort að það væri eitthvað sérstaklega skemmtilegt fyrir ferðamenn að heimsækja miðbæ Reykjavíkur ef allir íbúarnir væru fluttir úr honum. Hvert væri þá raunverulega gildið í menningunni og mannlífinu þar? Ég held að það hafi sýnt sig að fjármagnseigendur muni elta tekjumöguleikana hvar sem þeir gefast. Það hvernig bregðast á við stöðunni hlýtur því að vera borgarinnar sjálfrar að ákveða. Það er auðvitað fleira sem spilar inn í þá ákvörðun. Fordæmalaus uppbygging á hótelplássum þýðir að það hefur aldrei verið jafn lítil þörf fyrir íbúðareignir í skammtímaleigu, mikil aukin eftirspurn eftir húsnæði þeirra sem flúðu Reykjanesið vegna jarðeldanna býr til aukna eftirspurn á húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins og þrálát verðbólga hægir á allri uppbyggingu húsnæðis þannig að eftirspurn heldur áfram að vaxa umfram framboð. Reykjavíkurborg hefur það því í hendi sér að slá margar flugur í einu höggi með því að innleiða frekari takmarkanir á skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Menningin, mannlífið og markaðurinn kalla á það. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Karl Magnússon Leigumarkaður Reykjavík Húsnæðismál Airbnb Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er iðandi og fjölbreytt borg með mörg skemmtileg einkenni sem finnast hvergi annars staðar. Allt frá hinum þrönga miðbæjarreit í Kvosinni og upp á Skólavörðuholtið, fjölskyldustemningunni í Hlíðunum og Laugardalnum og upp í úthverfin með fjallasýnina í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal. Meira að segja á Kjalarnesi er að þroskast snotur byggðakjarni sem er þó alveg jafn mikill hluti af Reykjavík og Laugavegurinn og Hverfisgatan. Fólkið sem býr í Reykjavík skapar mannlífið og menninguna í borginni. En í Reykjavík er líka fullt af fólki sem ekki býr í borginni. Þar koma gestir sem við bjóðum velkomna, alveg sama hvort þau eru frá Kópavogi, Kirkjubæjarklaustri eða Kína. Það er líka hluti af menningunni og því sem gerir borgina spennandi. Að labba niður Laugaveginn og telja tungumálin er skemmtilegur leikur og ég veit ekki en að flestum þeim sem þar búa (mér a.m.k.) finnist túristaflóran ágætis viðbót við hinn sístækkandi miðbæ. Nýi nágranninn En breytingum fylgja áskoranir. Það þarf ekki að vera slæmt út af fyrir sig en engu að síður skapast ýmis verkefni sem þarf að leysa. Meðal þeirra er stærsti nýi nágranninn í hverfinu, AirBnb. Hann er um margt ólíkur hinum íbúunum í miðbænum og hefur tilvist hans á undanförnum árum breytt verulega ákveðnum undirstöðum fasteignamarkaðarins miðsvæðis í Reykjavík. Ráðandi verðþáttur í verði eigna hefur færst frá því hverju hefðbundin fjölskylda hefur efni á og yfir í það hversu fljótt er hægt að borga upp arðbæra fjárfestingu í skammtímaleigu. Lítið hús með þremur svefnherbergjum er nú verðmætara sem tvær útleigueiningar fyrir ferðamenn í skammtímaleigu heldur en fyrir fjögurra manna fjölskyldu í leit að heimili. Fjárhagslegt virði hússins til útleigu fyrir leigusalann verður alltaf meira en fjölskyldan hefur efni á að greiða. Afleiðingin af þessu er að þessi nýi nágranni býr í sífellt fleiri húsum miðsvæðis í Reykjavík. Fyrir utan þessa verðsamkeppni þá býr eftirspurn nýja nágrannans til þrýsting á húsnæðismarkaði sem ýtir upp fasteignaverði og leiguverði, ekki bara í miðbænum heldur á höfuðborgarsvæðinu öllu. Hvað þá? Spurningin sem eftir stendur er kannski þessi: Ætlum við að hafa áfram fólk með fasta búsetu í miðbænum, eða eftirláta hann alveg nýja nágrannanum? Í Reykjavík ferðamannsins gætu þeir spókað sig á göngu, keypt sér ískápasegla í gjafabúð, pantað mat af matseðli á ensku og hitt hvor aðra á göngu í Þingholtunum. En ég velti fyrir mér hvort að það væri eitthvað sérstaklega skemmtilegt fyrir ferðamenn að heimsækja miðbæ Reykjavíkur ef allir íbúarnir væru fluttir úr honum. Hvert væri þá raunverulega gildið í menningunni og mannlífinu þar? Ég held að það hafi sýnt sig að fjármagnseigendur muni elta tekjumöguleikana hvar sem þeir gefast. Það hvernig bregðast á við stöðunni hlýtur því að vera borgarinnar sjálfrar að ákveða. Það er auðvitað fleira sem spilar inn í þá ákvörðun. Fordæmalaus uppbygging á hótelplássum þýðir að það hefur aldrei verið jafn lítil þörf fyrir íbúðareignir í skammtímaleigu, mikil aukin eftirspurn eftir húsnæði þeirra sem flúðu Reykjanesið vegna jarðeldanna býr til aukna eftirspurn á húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins og þrálát verðbólga hægir á allri uppbyggingu húsnæðis þannig að eftirspurn heldur áfram að vaxa umfram framboð. Reykjavíkurborg hefur það því í hendi sér að slá margar flugur í einu höggi með því að innleiða frekari takmarkanir á skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Menningin, mannlífið og markaðurinn kalla á það. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar