Þjálfun varnarviðbragða er dauðans alvara Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 30. ágúst 2024 10:00 Í breyttri heimsmynd verða skilin milli friðar og ófriðar, hefðbundinna hernaðarátaka, fjölþáttahernaðar og upplýsingastríðs, sífellt óljósari. Rússar ala á tortryggni og sundrung í lýðræðisríkjum. Þeir standa ekki aðeins fyrir svívirðilegri innrás í Úkraínu heldur ógna þeir öðrum ríkjum með tölvuárásum á mikilvæga innviði í Evrópu, siga hópum flóttamanna yfir landamæri ríkja Atlantshafsbandalagsins, hafa ráðið stjórnarandstæðinga af dögum á erlendri grund og valdið upplýsingaóreiðu með dreifingu falsfrétta. Við Íslendingar þurfum að bregðast við þessum breytta veruleika með því að efla vitund okkar um mikilvægi öryggis- og varnarmála, og standa sómasamlega undir þeim verkefnum sem okkur eru falin í sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins. Í þessari viku hófst varnaræfingin Norður-Víkingur þar sem um tólf hundruð manns, þar af tvö hundruð Íslendingar, æfa varnir Íslands á landi, hafi og í lofti. Æfingin er tvíhliða varnaræfing Bandaríkjanna og Íslands og hefur verið haldin reglulega frá árinu 1982 á grundvelli varnarsamnings ríkjanna. Hún er mikilvægur liður í varnarsamvinnu ríkjanna og með henni sýna bandamenn okkar í verki bæði vilja og getu til að bregðast við ef spennu- eða hættuástand myndast við Ísland. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiðanna umhverfis Ísland, fjarskiptakapla og lykilinnviða á landi, svo sem flugvalla, orkuinnviða, hafna og ratsjárstöðva. Af æfingum á landi má nefna sprengjuleit, samhæfingu land- og flughers, viðgerð mikilvægra varnarinnviða og eftirlitsaðgerðir. Á landinu er einnig pólsk hersveit sem hefur meðferðis eldflaugakerfi sem meðal annars geta grandað óvinaskipum á hafi úti. Sveitin er hér til að æfa skilvirkan flutning, uppsetningu og notkun kerfisins með óvirkum skotfærum. Reglubundnar varnaræfingar eru mikilvægar í sjálfum sér en framferði Rússa undanfarin ár hefur minnt okkur óþyrmilega á þörfina fyrir öflugar varnir og fælingu. Samhæfing og þjálfun varnarviðbragða, líkt og sú sem nú á sér stað hér á landi, er því dauðans alvara. Eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku minnir okkur einnig á náttúruöflin sem geta valdið tjóni og áföllum. Þegar slíkir viðburðir mæta okkur hefur oft reynst okkur gott að eiga góða vini og bandamenn. Á Norður-Víkingi æfa innlendir viðbragðsaðilar samvinnu við erlendan liðsafla til að tryggja að björgunarstarf við slíkar aðstæður gangi sem best, nú í skugga raunverulegs eldgoss. Fyrir okkur Íslendinga undirstrikar varnaræfing sem þessi að við erum hluti af bandalagi ríkja sem virða landamæri, fordæma landvinningastríð og sameinast hafa um lýðræðisleg gildi. Varnaræfingin Norður-Víkingur styrkir fælingarmátt, treystir varnir og eflir getu til að verjast árásum og um leið friðinn sem er því miður ekki sjálfgefinn. Höfundur er utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í breyttri heimsmynd verða skilin milli friðar og ófriðar, hefðbundinna hernaðarátaka, fjölþáttahernaðar og upplýsingastríðs, sífellt óljósari. Rússar ala á tortryggni og sundrung í lýðræðisríkjum. Þeir standa ekki aðeins fyrir svívirðilegri innrás í Úkraínu heldur ógna þeir öðrum ríkjum með tölvuárásum á mikilvæga innviði í Evrópu, siga hópum flóttamanna yfir landamæri ríkja Atlantshafsbandalagsins, hafa ráðið stjórnarandstæðinga af dögum á erlendri grund og valdið upplýsingaóreiðu með dreifingu falsfrétta. Við Íslendingar þurfum að bregðast við þessum breytta veruleika með því að efla vitund okkar um mikilvægi öryggis- og varnarmála, og standa sómasamlega undir þeim verkefnum sem okkur eru falin í sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins. Í þessari viku hófst varnaræfingin Norður-Víkingur þar sem um tólf hundruð manns, þar af tvö hundruð Íslendingar, æfa varnir Íslands á landi, hafi og í lofti. Æfingin er tvíhliða varnaræfing Bandaríkjanna og Íslands og hefur verið haldin reglulega frá árinu 1982 á grundvelli varnarsamnings ríkjanna. Hún er mikilvægur liður í varnarsamvinnu ríkjanna og með henni sýna bandamenn okkar í verki bæði vilja og getu til að bregðast við ef spennu- eða hættuástand myndast við Ísland. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiðanna umhverfis Ísland, fjarskiptakapla og lykilinnviða á landi, svo sem flugvalla, orkuinnviða, hafna og ratsjárstöðva. Af æfingum á landi má nefna sprengjuleit, samhæfingu land- og flughers, viðgerð mikilvægra varnarinnviða og eftirlitsaðgerðir. Á landinu er einnig pólsk hersveit sem hefur meðferðis eldflaugakerfi sem meðal annars geta grandað óvinaskipum á hafi úti. Sveitin er hér til að æfa skilvirkan flutning, uppsetningu og notkun kerfisins með óvirkum skotfærum. Reglubundnar varnaræfingar eru mikilvægar í sjálfum sér en framferði Rússa undanfarin ár hefur minnt okkur óþyrmilega á þörfina fyrir öflugar varnir og fælingu. Samhæfing og þjálfun varnarviðbragða, líkt og sú sem nú á sér stað hér á landi, er því dauðans alvara. Eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku minnir okkur einnig á náttúruöflin sem geta valdið tjóni og áföllum. Þegar slíkir viðburðir mæta okkur hefur oft reynst okkur gott að eiga góða vini og bandamenn. Á Norður-Víkingi æfa innlendir viðbragðsaðilar samvinnu við erlendan liðsafla til að tryggja að björgunarstarf við slíkar aðstæður gangi sem best, nú í skugga raunverulegs eldgoss. Fyrir okkur Íslendinga undirstrikar varnaræfing sem þessi að við erum hluti af bandalagi ríkja sem virða landamæri, fordæma landvinningastríð og sameinast hafa um lýðræðisleg gildi. Varnaræfingin Norður-Víkingur styrkir fælingarmátt, treystir varnir og eflir getu til að verjast árásum og um leið friðinn sem er því miður ekki sjálfgefinn. Höfundur er utanríkisráðherra.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun