Er Kópavogsmódelið bakslag í jafnréttisbaráttunni? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 08:16 Í Kastljósi í vikunni ræddi ég við framkvæmdastjóra Kvenréttindafélagsins um Kópavogsmódelið og hvort þær breytingar sem við boðuðum í september 2023 séu bakslag í jafnréttisbaráttunni. Breytingar á leikskólaumhverfi Kópavogs áttu sér ekki stað í tómarúmi heldur var ráðist í breytingar til að bæta þessa mikilvægu þjónustu sem foreldrar treysta á og tryggja fullmannaða leikskóla. Staðan í leikskólakerfinu var grafalvarleg og það var ábyrgðarhlutverk að horfast í augu við það og grípa til aðgerða þegar deildir voru lokaðar heilu og hálfu dagana sökum manneklu og veikinda. Þá voru ekki allar deildir fullnýttar því ekki tókst að ráða inn starfsfólk og því færri börn sem fengu leikskólapláss. Þessi staðar einskorðast vissulega ekki við Kópavog heldur er þetta staða sem sveitarfélög almennt voru og eru enn sum hver að glíma við. Eðlilega skapa svona róttækar breytingar viðbrögð og Kópavogsmódelið er ekki hafið yfir gagnrýni. Sú gagnrýni þarf hins vegar að vera á rökum reist. Mikilvægt er því að bera saman hver staðan er á fyrsta árinu frá því að við innleiddum Kópavogsmódelið við skólaárið þar á undan: Enginn lokunardagur á leikskólum Kópavogs. Eftir innleiðingu breytingana voru engin börn send fyrr heim eða biðlað til foreldra að hafa börnin heima sökum manneklu og veikinda. Til samanburðar voru lokunardagar 212 á skólaárinu þar á undan. Leikskólar Kópavogs eru fullmannaðir. Í fyrsta skipti í mörg ár eru allar deildir fullnýttar og fleiri börn fá því leikskólapláss. Dvalartími barna er styttri. Helmingur foreldra hefur stytt dvalartíma barna sinna. Meðaldvalartími barna hefur farið úr því að vera 8,1 klukkustund í 7,4 klukkustundir. Kópavogsbær hefur lagt ríka áherslu á að rýna vel hvaða áhrif breytingarnar hafa á ólíka hópa. Foreldrakönnun leiðir í ljós að tekjulægstu heimilin og heimili sem svöruðu könnuninni á ensku eru einna ánægðust með breytingarnar. Sami hópur er líklegastur til að nýta sér aukinn sveigjanleika og styttri dvalartíma. Kvenréttindafélag á villigötum Framkvæmdastjóra Kvenréttindafélagsins fullyrti í Kastljósi að Kópavogsmódelið væri ein skýrasta birtingarmynd bakslagsins í jafnréttisbaráttunni síðastliðin ár. Það er auðvelt að tala í fyrirsögnum og órökstuddum fullyrðingum án þess að kynna sér málin. Leikskólar eru grunnstoð jafnréttis. Með tilkomu leikskóla fyrir áratugum síðan var mikill sigur unninn í jafnréttisbaráttunni og er klárlega meginskýring á því að atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er ein sú hæsta í heimi. Með breytingum á leikskólaumhverfi Kópavogs með Kópavogsmódelinu var verið að standa vörð um þetta mikilvæga kerfi sem er lykilbreyta í jafnrétti kynja. Framkvæmdastjóri Kvenréttindafélagsins virðist horfa framhjá því hvaða áhrif það hefur á jafnrétti þegar hringt er í foreldra án fyrirvara að sækja börn sín fyrr sökum veikinda eða vera heima með börn sín því þau fá ekki úthlutað leikskólapláss sökum manneklu. Miðað við fullyrðingar framkvæmdastjóra hefði slíkt lent einna helst á mæðrum að vera heima með börnin. Vandinn var ekki skortur á fjármagni þótt Kvenréttindafélagið haldi því fram. Einn mesti stuðningur til barnafjölskyldna er niðurgreiðsla sveitarfélaga á leikskólagjöldum. Kópavogsbær niðurgreiðir ríflega sex milljarða króna árlega til foreldrar leikskólabarna, sem samsvarar ríflega þremur milljónum króna á hvert leikskólabarn. Þegar ég tók við sem bæjarstjóri setti ég það í forgang að heimsækja alla leikskóla Kópavogs og lauk ég þeim heimsóknum fyrr í sumar. Vandinn var tvíþættur. Annars vegar óviðunandi umhverfi fyrir starfsfólk og leikskólabörn. Hins vegar óstöðugleiki í þjónustu gagnvart foreldrum. Þetta heyrði ég skýrt í samtölum mínum við starfsfólk leikskóla. En það vill svo til að yfir 90% þeirra eru konur. Þær breytingar sem við fórum í haustið 2023 á leikskólaumhverfi Kópavogs hafa skilað árangri. Þjónustan er faglegri, stöðugri og betri. Ekki ríkir mannekla lengur á leikskólum Kópavogs og foreldrar geta betur treyst því að leikskólar séu ekki að loka sökum veikinda. Það er holur hljómur í málflutningi framkvæmdastjóra Kvenréttindafélagsins þar sem órökstuddum fullyrðingum er slegið fram sem standast ekki skoðun. Kópavogsmódelið stendur vörð um leikskólakerfið sem er grunnstoð jafnréttis! Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Kópavogur Jafnréttismál Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í Kastljósi í vikunni ræddi ég við framkvæmdastjóra Kvenréttindafélagsins um Kópavogsmódelið og hvort þær breytingar sem við boðuðum í september 2023 séu bakslag í jafnréttisbaráttunni. Breytingar á leikskólaumhverfi Kópavogs áttu sér ekki stað í tómarúmi heldur var ráðist í breytingar til að bæta þessa mikilvægu þjónustu sem foreldrar treysta á og tryggja fullmannaða leikskóla. Staðan í leikskólakerfinu var grafalvarleg og það var ábyrgðarhlutverk að horfast í augu við það og grípa til aðgerða þegar deildir voru lokaðar heilu og hálfu dagana sökum manneklu og veikinda. Þá voru ekki allar deildir fullnýttar því ekki tókst að ráða inn starfsfólk og því færri börn sem fengu leikskólapláss. Þessi staðar einskorðast vissulega ekki við Kópavog heldur er þetta staða sem sveitarfélög almennt voru og eru enn sum hver að glíma við. Eðlilega skapa svona róttækar breytingar viðbrögð og Kópavogsmódelið er ekki hafið yfir gagnrýni. Sú gagnrýni þarf hins vegar að vera á rökum reist. Mikilvægt er því að bera saman hver staðan er á fyrsta árinu frá því að við innleiddum Kópavogsmódelið við skólaárið þar á undan: Enginn lokunardagur á leikskólum Kópavogs. Eftir innleiðingu breytingana voru engin börn send fyrr heim eða biðlað til foreldra að hafa börnin heima sökum manneklu og veikinda. Til samanburðar voru lokunardagar 212 á skólaárinu þar á undan. Leikskólar Kópavogs eru fullmannaðir. Í fyrsta skipti í mörg ár eru allar deildir fullnýttar og fleiri börn fá því leikskólapláss. Dvalartími barna er styttri. Helmingur foreldra hefur stytt dvalartíma barna sinna. Meðaldvalartími barna hefur farið úr því að vera 8,1 klukkustund í 7,4 klukkustundir. Kópavogsbær hefur lagt ríka áherslu á að rýna vel hvaða áhrif breytingarnar hafa á ólíka hópa. Foreldrakönnun leiðir í ljós að tekjulægstu heimilin og heimili sem svöruðu könnuninni á ensku eru einna ánægðust með breytingarnar. Sami hópur er líklegastur til að nýta sér aukinn sveigjanleika og styttri dvalartíma. Kvenréttindafélag á villigötum Framkvæmdastjóra Kvenréttindafélagsins fullyrti í Kastljósi að Kópavogsmódelið væri ein skýrasta birtingarmynd bakslagsins í jafnréttisbaráttunni síðastliðin ár. Það er auðvelt að tala í fyrirsögnum og órökstuddum fullyrðingum án þess að kynna sér málin. Leikskólar eru grunnstoð jafnréttis. Með tilkomu leikskóla fyrir áratugum síðan var mikill sigur unninn í jafnréttisbaráttunni og er klárlega meginskýring á því að atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er ein sú hæsta í heimi. Með breytingum á leikskólaumhverfi Kópavogs með Kópavogsmódelinu var verið að standa vörð um þetta mikilvæga kerfi sem er lykilbreyta í jafnrétti kynja. Framkvæmdastjóri Kvenréttindafélagsins virðist horfa framhjá því hvaða áhrif það hefur á jafnrétti þegar hringt er í foreldra án fyrirvara að sækja börn sín fyrr sökum veikinda eða vera heima með börn sín því þau fá ekki úthlutað leikskólapláss sökum manneklu. Miðað við fullyrðingar framkvæmdastjóra hefði slíkt lent einna helst á mæðrum að vera heima með börnin. Vandinn var ekki skortur á fjármagni þótt Kvenréttindafélagið haldi því fram. Einn mesti stuðningur til barnafjölskyldna er niðurgreiðsla sveitarfélaga á leikskólagjöldum. Kópavogsbær niðurgreiðir ríflega sex milljarða króna árlega til foreldrar leikskólabarna, sem samsvarar ríflega þremur milljónum króna á hvert leikskólabarn. Þegar ég tók við sem bæjarstjóri setti ég það í forgang að heimsækja alla leikskóla Kópavogs og lauk ég þeim heimsóknum fyrr í sumar. Vandinn var tvíþættur. Annars vegar óviðunandi umhverfi fyrir starfsfólk og leikskólabörn. Hins vegar óstöðugleiki í þjónustu gagnvart foreldrum. Þetta heyrði ég skýrt í samtölum mínum við starfsfólk leikskóla. En það vill svo til að yfir 90% þeirra eru konur. Þær breytingar sem við fórum í haustið 2023 á leikskólaumhverfi Kópavogs hafa skilað árangri. Þjónustan er faglegri, stöðugri og betri. Ekki ríkir mannekla lengur á leikskólum Kópavogs og foreldrar geta betur treyst því að leikskólar séu ekki að loka sökum veikinda. Það er holur hljómur í málflutningi framkvæmdastjóra Kvenréttindafélagsins þar sem órökstuddum fullyrðingum er slegið fram sem standast ekki skoðun. Kópavogsmódelið stendur vörð um leikskólakerfið sem er grunnstoð jafnréttis! Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar