Amazon kóngurinn sagður vilja kaupa NBA meistarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2024 07:30 Jeff Bezos, eigandi Amazon og Jason Tatum, lykilmaður Boston Celtics með bikarinn. Getty/Elsa Bandarískir fjölmiðlar fjalla nú um þann þráðláta orðróm að Jeff Bezos, eigandi Amazon, ætli sér að kaupa NBA körfuboltaliðið Boston Celtics. Eigendur Celtics tilkynntu það óvænt fljótlega eftir að liðið vann sinn fyrsta meistaratitil í sextán ár að félagið væri nú til sölu. Þekkir vel til hjá Celtics Íþróttafréttamaðurinn Bill Simmons þekkir vel til hjá Boston Celtics enda mikill stuðningsmaður félagsins. Simmons kom fram í gær og sagðist sannfærður um að það sé mikið til í þessum fréttum. „Á síðustu dögum þá hefur verið réttmætur orðrómur um að Jeff Bezos ætli sér að kaupa Celtics. Ég held að þetta sé rétt og ég held að hann verði einn af þeim sem bjóði í félagið,“ sagði Simmons. Simmons tengir söluna einnig við hugsanlega stækkun NBA deildarinnar um tvö félög sem verða væntanlega í Seattle og Las Vegas. 827 milljarða verðmiði Hann segir að það sé krafa um að kaupverðið á Celtics verði að lágmarki sex milljarðar dollara eða 827 milljarðar íslenskra króna. Bezos ætti að hafa efni á slíku enda næstríkasti maður heims. Hann bæði stofnaði og þróaði Amazon og gerði það að stærsta netsölufyrirtæki heims. „NBA deildin vill fá sex milljarða dala fyrir félagið þótt að það eigi ekki sína eigin íþróttahöll. Þetta er klikkuð upphæð en þeir vilja fá þessa stóru upphæð af því að þeir vilja líka bæta liðum við í Seattle og Vegas og jafnvel Mexico City. Ef þeir fá sex milljarða fyrir tvö viðbótarlið þá fá allir eigendur NBA liðanna ávísun upp á fjögur hundruð milljónir dala,“ sagði Simmons. Fjögur hundruð milljónir Bandaríkjadala eru 55 milljarðar króna. Það má sjá Simmons tjá sig hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by The Ringer (@ringer) NBA Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Fleiri fréttir Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira
Eigendur Celtics tilkynntu það óvænt fljótlega eftir að liðið vann sinn fyrsta meistaratitil í sextán ár að félagið væri nú til sölu. Þekkir vel til hjá Celtics Íþróttafréttamaðurinn Bill Simmons þekkir vel til hjá Boston Celtics enda mikill stuðningsmaður félagsins. Simmons kom fram í gær og sagðist sannfærður um að það sé mikið til í þessum fréttum. „Á síðustu dögum þá hefur verið réttmætur orðrómur um að Jeff Bezos ætli sér að kaupa Celtics. Ég held að þetta sé rétt og ég held að hann verði einn af þeim sem bjóði í félagið,“ sagði Simmons. Simmons tengir söluna einnig við hugsanlega stækkun NBA deildarinnar um tvö félög sem verða væntanlega í Seattle og Las Vegas. 827 milljarða verðmiði Hann segir að það sé krafa um að kaupverðið á Celtics verði að lágmarki sex milljarðar dollara eða 827 milljarðar íslenskra króna. Bezos ætti að hafa efni á slíku enda næstríkasti maður heims. Hann bæði stofnaði og þróaði Amazon og gerði það að stærsta netsölufyrirtæki heims. „NBA deildin vill fá sex milljarða dala fyrir félagið þótt að það eigi ekki sína eigin íþróttahöll. Þetta er klikkuð upphæð en þeir vilja fá þessa stóru upphæð af því að þeir vilja líka bæta liðum við í Seattle og Vegas og jafnvel Mexico City. Ef þeir fá sex milljarða fyrir tvö viðbótarlið þá fá allir eigendur NBA liðanna ávísun upp á fjögur hundruð milljónir dala,“ sagði Simmons. Fjögur hundruð milljónir Bandaríkjadala eru 55 milljarðar króna. Það má sjá Simmons tjá sig hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by The Ringer (@ringer)
NBA Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Fleiri fréttir Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira