Tölum um mannvirkjarannsóknir Þórunn Sigurðardóttir skrifar 14. ágúst 2024 08:00 Hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) er allri umræðu um mannvirkjarannsóknir tekið fagnandi. Við búum við jarðhræringar og mikinn veðurofsa. Því verjum við mestum hluta lífs okkar innandyra. Híbýli okkar þurfa af þeim sökum að vera örugg og standast það álag sem á þau verka. Á síðustu þremur árum höfum við hjá HMS sóst eftir því að efla mannvirkjarannsóknir í samvinnu við alla helstu hagaðila á byggingarmarkaði, meðal annars með stofnun rannsóknasjóðs og útgáfu vegvísis, auk þess sem við hófum vinnu við endurskoðun byggingarreglugerðar. Rannsóknasjóður og Rb-blöð eftir lokun Nýsköpunarmiðstöðvar Fyrir þremur árum var Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður og þar með talin Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (Rb). Verkefnin sem þar voru unnin voru færð á aðra staði. Leiðbeiningablöð Rb voru flutt til HMS og strax gerð gjaldfrjáls og öllum aðgengileg. Askur mannvirkjarannsóknasjóður var settur á fót í umsjón HMS, Tæknisetur var stofnað, ákveðnar mannvirkjarannsóknir fluttar til Háskólans í Reykjavík og loks var yfirlýstur vilji stjórnvalda að prófanir á byggingarvörum skyldu framkvæmdar á einkamarkaði í samræmi við alþjóðlegar gæðakröfur. Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis Þrátt fyrir framangreindar aðgerðir heyrðist ákall frá markaðnum um að efla þyrfti rannsóknir og bæta umgjörð mannvirkjarannsókna. Til að bregðast við því fór fram vinna hjá HMS við að greina stöðuna og meta hvort ástæða væri til að aðhafast enn frekar til að styðja við mannvirkjarannsóknir. Vinnan fólst m.a. í að meta stöðu og árangur aðgerðanna auk þess að eiga samtal við breiðan hóp hagaðila mannvirkjaiðnaðarins, hátt í sjötíu manns. Úr varð að lokum Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis sem gefinn var út í mars síðast liðnum. Heildstæð vegferð Samtal ólíkra hagaðila mannvirkjageirans er mikilvægt ef draga á úr byggingargöllum og bæta mannvirkjagerð til framtíðar. Rannsóknir eru til að mynda óþarfar ef notkun þeirra er ekki tryggð í praxís. Í umræddum vegvísi er að finna sextán aðgerðir sem bæði stuðla með beinum hætti að bættri mannvirkjagerð ásamt því að varða veginn að framtíðarskipan rannsóknaumhverfis málaflokksins. Vegvísirinn skiptist í þrjá hluta: Rannsóknavettvangur. Sex aðgerðir sem snúast m.a. að því að meta rannsóknaþörf, leggja fram rannsóknastefnu, kortleggja tækjabúnað og greina fjármögnunarleiðir til að framkvæma rannsóknir. Miðlun og hagnýting mannvirkjarannsóknaniðurstaðna. Sex aðgerðir sem m.a. stuðla að því að einungis séu notaðar aðferðir sem byggja á rannsóknum og sýnt hefur verið fram á að virki. Prófanir á byggingarvörum og eftirlit með framleiðslustýringu. Fjórar aðgerðir sem stuðla að því að hægt verði að staðfesta eiginleika byggingarvara með áreiðanlegum hætti, bæði nýjar og vörur til endurnotkunar. Með sýnilegri og heildstæðri vegferð er hagaðilum mannvirkjarannsókna gert kleift að fylgjast með framgangi mála og ekki síst taka þátt í aðgerðunum. Engin stofnun mun ein og sér tryggja bætta mannvirkjagerð. Öll virðiskeðja mannvirkjageirans þarf að taka þátt; fagaðilar, vísindasamfélag, menntakerfi og fleiri. Eftirliti er ábótavant Bent hefur verið á að eftirliti í mannvirkjaiðnaði sé ábótavant. Við hjá HMS tökum undir það og umræða um byggingargalla og neytendur sem sitja uppi með stórtjón fer ekki fram hjá okkur. Er þetta helsta ástæða þess að hafin var vinna við endurskoðun byggingarreglugerðar. Meðal annars er litið til nágranna okkar í Danmörku en þeim hefur tekist vel til við þessi atriði með sérstakri byggingagallatryggingu. Sú trygging er lögbundin fyrir ný íbúðarhúsnæði í einkaeigu. Rétt er að benda á að til að hægt sé að framkvæma eftirlit þurfa menn að vera sammála um hvernig framkvæmdum verkþátta skuli háttað. Rannsóknir eru því undirstaða fyrir því að eftirlit geti átt sér stað. Samvinna skiptir mestu máli Til að tryggja framkvæmd þeirra aðgerða sem settar eru fram í Vegvísi að mótun rannsóknaumhverfis í mannvirkjagerð var stofnuð verkefnastjórn sem stuðlar að framgangi verkefnisins. Í verkefnastjórn sitja fulltrúar frá HMS, innviðaráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti og Samtökum iðnaðarins. Það er einlæg von bæði okkar hjá HMS og aðila verkefnastjórnar að hagaðilar mannvirkjageirans kynni sér vegvísinn vel og leggi sitt af mörkum við að framkvæma aðgerðirnar mannvirkjagerð á Íslandi til bóta. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) er allri umræðu um mannvirkjarannsóknir tekið fagnandi. Við búum við jarðhræringar og mikinn veðurofsa. Því verjum við mestum hluta lífs okkar innandyra. Híbýli okkar þurfa af þeim sökum að vera örugg og standast það álag sem á þau verka. Á síðustu þremur árum höfum við hjá HMS sóst eftir því að efla mannvirkjarannsóknir í samvinnu við alla helstu hagaðila á byggingarmarkaði, meðal annars með stofnun rannsóknasjóðs og útgáfu vegvísis, auk þess sem við hófum vinnu við endurskoðun byggingarreglugerðar. Rannsóknasjóður og Rb-blöð eftir lokun Nýsköpunarmiðstöðvar Fyrir þremur árum var Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður og þar með talin Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (Rb). Verkefnin sem þar voru unnin voru færð á aðra staði. Leiðbeiningablöð Rb voru flutt til HMS og strax gerð gjaldfrjáls og öllum aðgengileg. Askur mannvirkjarannsóknasjóður var settur á fót í umsjón HMS, Tæknisetur var stofnað, ákveðnar mannvirkjarannsóknir fluttar til Háskólans í Reykjavík og loks var yfirlýstur vilji stjórnvalda að prófanir á byggingarvörum skyldu framkvæmdar á einkamarkaði í samræmi við alþjóðlegar gæðakröfur. Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis Þrátt fyrir framangreindar aðgerðir heyrðist ákall frá markaðnum um að efla þyrfti rannsóknir og bæta umgjörð mannvirkjarannsókna. Til að bregðast við því fór fram vinna hjá HMS við að greina stöðuna og meta hvort ástæða væri til að aðhafast enn frekar til að styðja við mannvirkjarannsóknir. Vinnan fólst m.a. í að meta stöðu og árangur aðgerðanna auk þess að eiga samtal við breiðan hóp hagaðila mannvirkjaiðnaðarins, hátt í sjötíu manns. Úr varð að lokum Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis sem gefinn var út í mars síðast liðnum. Heildstæð vegferð Samtal ólíkra hagaðila mannvirkjageirans er mikilvægt ef draga á úr byggingargöllum og bæta mannvirkjagerð til framtíðar. Rannsóknir eru til að mynda óþarfar ef notkun þeirra er ekki tryggð í praxís. Í umræddum vegvísi er að finna sextán aðgerðir sem bæði stuðla með beinum hætti að bættri mannvirkjagerð ásamt því að varða veginn að framtíðarskipan rannsóknaumhverfis málaflokksins. Vegvísirinn skiptist í þrjá hluta: Rannsóknavettvangur. Sex aðgerðir sem snúast m.a. að því að meta rannsóknaþörf, leggja fram rannsóknastefnu, kortleggja tækjabúnað og greina fjármögnunarleiðir til að framkvæma rannsóknir. Miðlun og hagnýting mannvirkjarannsóknaniðurstaðna. Sex aðgerðir sem m.a. stuðla að því að einungis séu notaðar aðferðir sem byggja á rannsóknum og sýnt hefur verið fram á að virki. Prófanir á byggingarvörum og eftirlit með framleiðslustýringu. Fjórar aðgerðir sem stuðla að því að hægt verði að staðfesta eiginleika byggingarvara með áreiðanlegum hætti, bæði nýjar og vörur til endurnotkunar. Með sýnilegri og heildstæðri vegferð er hagaðilum mannvirkjarannsókna gert kleift að fylgjast með framgangi mála og ekki síst taka þátt í aðgerðunum. Engin stofnun mun ein og sér tryggja bætta mannvirkjagerð. Öll virðiskeðja mannvirkjageirans þarf að taka þátt; fagaðilar, vísindasamfélag, menntakerfi og fleiri. Eftirliti er ábótavant Bent hefur verið á að eftirliti í mannvirkjaiðnaði sé ábótavant. Við hjá HMS tökum undir það og umræða um byggingargalla og neytendur sem sitja uppi með stórtjón fer ekki fram hjá okkur. Er þetta helsta ástæða þess að hafin var vinna við endurskoðun byggingarreglugerðar. Meðal annars er litið til nágranna okkar í Danmörku en þeim hefur tekist vel til við þessi atriði með sérstakri byggingagallatryggingu. Sú trygging er lögbundin fyrir ný íbúðarhúsnæði í einkaeigu. Rétt er að benda á að til að hægt sé að framkvæma eftirlit þurfa menn að vera sammála um hvernig framkvæmdum verkþátta skuli háttað. Rannsóknir eru því undirstaða fyrir því að eftirlit geti átt sér stað. Samvinna skiptir mestu máli Til að tryggja framkvæmd þeirra aðgerða sem settar eru fram í Vegvísi að mótun rannsóknaumhverfis í mannvirkjagerð var stofnuð verkefnastjórn sem stuðlar að framgangi verkefnisins. Í verkefnastjórn sitja fulltrúar frá HMS, innviðaráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti og Samtökum iðnaðarins. Það er einlæg von bæði okkar hjá HMS og aðila verkefnastjórnar að hagaðilar mannvirkjageirans kynni sér vegvísinn vel og leggi sitt af mörkum við að framkvæma aðgerðirnar mannvirkjagerð á Íslandi til bóta. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun